9.flokkur kvenna stóð sig vel
9.Flokkur kvenna A-riðill 9.flokkur kvenna spilaði í fyrstu tourneringu á heimavelli helgina 4-5 okt Spilaðir voru fjórir leikir, tveir á lau og tveir á sun. Fyrsti leikurinn var á móti íslandsmeisturum keflavíkur, jafnræði var með liðunum fyrstu mínutur og skiptust liðin á að skora. Keflavík pressaði stípt allan völlinn og okkar stelpur leystu það vel á köflum. Stelpurnar urðu reyndar fyrir áföllum í byrjun leiks þar sem Eyrún Líf snéri sig á ökkla og var ekkert meira með alla helgina. Í stöðunni 11-16 fyrir kef skildu hinsvegar leiðir og skoruðu Keflavíkur margar auðveldar körfur úr pressuvörn sinni. Stelpurnar stóðu sig mjög vel á köflum og voru margir ljósir punktar í leik liðsins. Lokatölur 29-71 Seinni leikur á Laugardag var á móti silfurliði Grindavíkur og sá leikur þróaðist svipað og leikurinn á móti Keflavík, Grindavík pressaði allan völlinn og komu kaflar sem þær skoruðu margar auðveldar körfur. Í báðum þessum leikjum voru stelpurnar ekki nógu grimmar í lausu boltana og fráköstum. Vantaði grimmd á köflum, en stelpurnar voru staðráðnar að breyta því og koma snælduvitlausar á sunnudeginum. Lokatölur 26-57 Fyrsti leikur á sunnudeginum var á móti b-liði Grindavíkur. Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sýndu mikinn dugnað og vilja. Þær spiluðu boltanum vel á milli sín og uppskáru góðar körfur úr leikkerfum sínum. Allt annað var að sjá varnarleikinn og frákastabaráttuna. Allar stelpurnar stóðu sig með prýði og uppskáru auðveldan sigur. Lokatölur 60-18 Seinasti leikurinn hjá stelpunum var á móti stóru liði KR þar sem minnsta stelpan hjá þeim var stærri en stærsta stelpan okkar. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman þó okkar stelpur hefði nánast verið yfir allan leikinn en aldrei meira en 10stig. Okkar stelpur spiluðu vel saman og gáfu allt í þetta skutluðu sér í golfið á lausa bolta og stigu vel út í fráköstum. Með baráttu og miklum vilja uppskáru þær sigur í báðum leikjum dagsins. Lokatölur 60-51 Stigaskor um helgina Hjördís: 8stig Sigrún: 4stig Guðný: 24stig Fanney: 53stig Andrea: 26stig Marín: 19stig Gadidjah: 8stig Ásdís: 27stig Alma: 5stig Eyrún: 3stig Agnar vill koma á þakklæti til allra þeirra sem sáu sér fært um að aðstoða um þessa helgi frábært folk þar á ferð. 9.Flokkur kvenna A-riðill 9.flokkur kvenna spilaði í fyrstu tourneringu á heimavelli helgina 4-5 okt Spilaðir voru fjórir leikir, tveir á lau og tveir á sun. Fyrsti leikurinn var á móti íslandsmeisturum keflavíkur, jafnræði var með liðunum fyrstu mínutur og skiptust liðin á að skora. Keflavík pressaði stípt allan völlinn og okkar stelpur leystu það vel á köflum. Stelpurnar urðu reyndar fyrir áföllum í byrjun leiks þar sem Eyrún Líf snéri sig á ökkla og var ekkert meira með alla helgina. Í stöðunni 11-16 fyrir kef skildu hinsvegar leiðir og skoruðu Keflavíkur margar auðveldar körfur úr pressuvörn sinni. Stelpurnar stóðu sig mjög vel á köflum og voru margir ljósir punktar í leik liðsins. Lokatölur 29-71 Seinni leikur á Laugardag var á móti silfurliði Grindavíkur og sá leikur þróaðist svipað og leikurinn á móti Keflavík, Grindavík pressaði allan völlinn og komu kaflar sem þær skoruðu margar auðveldar körfur. Í báðum þessum leikjum voru stelpurnar ekki nógu grimmar í lausu boltana og fráköstum. Vantaði grimmd á köflum, en stelpurnar voru staðráðnar að breyta því og koma snælduvitlausar á sunnudeginum. Lokatölur 26-57 Fyrsti leikur á sunnudeginum var á móti b-liði Grindavíkur. Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sýndu mikinn dugnað og vilja. Þær spiluðu boltanum vel á milli sín og uppskáru góðar körfur úr leikkerfum sínum. Allt annað var að sjá varnarleikinn og frákastabaráttuna. Allar stelpurnar stóðu sig með prýði og uppskáru auðveldan sigur. Lokatölur 60-18 Seinasti leikurinn hjá stelpunum var á móti stóru liði KR þar sem minnsta stelpan hjá þeim var stærri en stærsta stelpan okkar. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman þó okkar stelpur hefði nánast verið yfir allan leikinn en aldrei meira en 10stig. Okkar stelpur spiluðu vel saman og gáfu allt í þetta skutluðu sér í golfið á lausa bolta og stigu vel út í fráköstum. Með baráttu og miklum vilja uppskáru þær sigur í báðum leikjum dagsins. Lokatölur 60-51 Stigaskor um helgina Hjördís: 8stig Sigrún: 4stig Guðný: 24stig Fanney: 53stig Andrea: 26stig Marín: 19stig Gadidjah: 8stig Ásdís: 27stig Alma: 5stig Eyrún: 3stig Agnar vill koma á þakklæti til allra þeirra sem sáu sér fært um að aðstoða um þessa helgi frábært folk þar á ferð.

