Vel heppnað Þorrablót UMFN
Njarðvíkingar hafa blótað Þorran með UMFN í um 70 ár. Sú nýbreytni var í ár að blótið var haldið í hjarta Njarðvíkur eða í Íþróttahúsinu í Njarðvík. Uppselt var á blótið og mættu rúmlega 300 kátir Njarðvíkingar. Blótsstjóri í ár var “hinn háttvísi” Örvar Kristjánsson sem fór á kostum, Thordersen bræður sáu um að flytja annál sem var stórgóður að vanda. Stórsöngvarinn Valdimar mætti ásamt Björgvini Baldurssyni og fluttu þeir félagar nokkur vel valin lög. Maturinn sem lukkaðist afar vel var í góðum höndum Magnúsar á Réttinum og honum til halds og trausts var eðaldrengurinn Haraldur okkar Helgason. Óvænt og skemmtilegt atriði var þegar þeir tveir félagar tóku lagið og fengu góðar undirtökur. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hin ónefnda stórhljómsveit með þá Friðrik 3 ( Ragnarsson, Rúnarsson og Stefánsson), Sigurð Hilmar Ólafsson og þær undurfögru Pálína og Auður stigu á sviðið. Tók hljómsveitin nokkrar vel valda og þekkta slagara blótgestum til mikillar ánægju. Hljómsveitin Hobbitarnir sáu svo um að halda uppi stuðinu langt fram á nótt. Kvöldið var stórkostleg skemmtun og var það mál manna að mjög vel hafi tekist til. Myndir fengnar að láni hjá vf.is Njarðvíkingar hafa blótað Þorran með UMFN í um 70 ár. Sú nýbreytni var í ár að blótið var haldið í hjarta Njarðvíkur eða í Íþróttahúsinu í Njarðvík. Uppselt var á blótið og mættu rúmlega 300 kátir Njarðvíkingar. Blótsstjóri í ár var “hinn háttvísi” Örvar Kristjánsson sem fór á kostum, Thordersen bræður sáu um að flytja annál sem var stórgóður að vanda. Stórsöngvarinn Valdimar mætti ásamt Björgvini Baldurssyni og fluttu þeir félagar nokkur vel valin lög. Maturinn sem lukkaðist afar vel var í góðum höndum Magnúsar á Réttinum og honum til halds og trausts var eðaldrengurinn Haraldur okkar Helgason. Óvænt og skemmtilegt atriði var þegar þeir tveir félagar tóku lagið og fengu góðar undirtökur. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hin ónefnda stórhljómsveit með þá Friðrik 3 ( Ragnarsson, Rúnarsson og Stefánsson), Sigurð Hilmar Ólafsson og þær undurfögru Pálína og Auður stigu á sviðið. Tók hljómsveitin nokkrar vel valda og þekkta slagara blótgestum til mikillar ánægju. Hljómsveitin Hobbitarnir sáu svo um að halda uppi stuðinu langt fram á nótt. Kvöldið var stórkostleg skemmtun og var það mál manna að mjög vel hafi tekist til. Myndir fengnar að láni hjá vf.is

