KÓNGURINN KVEÐUR MASSA
Stjórn Massa Aðalfundur Massa var haldinn 16. febrúar sl. Herbert Eyjólfsson var kjörinn formaður í stað Hermanns Jakobssonar sem unnið hefur frábært starf sem formaður Massa síðastliðin 14 ár. Lyftingadeild UMFN eignaðist 14 Íslandsmeistara á árinu, þau Sturlu Ólafsson, Signýju Harðardóttur, Hörð Birkisson, Ragnar Axel Guðmundsson, Sævar Inga Borgarsson, Bjarna Þorleifsson, Ólaf Hrafn Ólafsson, Stefán Sturlu Svavarsson, Daða Már Jónsson, Karl Halldór Eysteinsson, Rúnar Friðriksson, Guðmund Stefán Erlingsson, Sindra Frey Arnarsson og Eyjólf Herbertsson. Alls setti þessi föngulegi hópur 17 Íslandsmet. Lyftingamaður ársins er Stefán Sturla Svavarsson. Aflraunamaður ársins er Sturla Ólafsson. Við sendum nýkjörinni stjórn óskir um gott starfsár og þökkum fráfarandi stjórnarmönnum fyrir góð störf fyrir félagið. Kveðjuræða Kóngsins Kæru Massafélagar og aðrir gestir. Ég hef verið formaður Massa jafn lengi og það tekur barn að verða fullorðið og fermast eða í 14 ár. Að mínu mati er komin tími til að stíga til hliðar og láta öðrum stjórnina í té. Það geri ég stoltur og ánægður. Barnið Massi er orðið fullorðið og mér finnst það hafa dafnað og þroskast vel. Líkamsræktar- og lyftingadeildin Massi á t.d. öll tæki og tól í lyftingasalnum á neðri hæðinni skuldlaust og einnig á Massi nokkrar krónur í banka, þannig að það ætti ekki að vera erfitt að taka við og vinna enn stærri afrek og sigra á næstu árum. Þessi tími sem ég hef verið formaður Massa hefur gefið mér mikið, samstarfið við stjórnarmenn og félagsmenn hefur verið gott og félaginu til sóma, einnig hefur samstarf mitt við formenn annarra deilda innan U.M.F.N. verið með miklum ágætum. Einn er sá stjórnarmaður að öðrum ólöstuðum sem ég vil þakka sérstaklega fyrir samstarfið í gegnum árin og það er gjaldkeri deildarinnar Haukur Guðmundsson en Haukur hefur verið gjaldkeri Massa frá stofnun og ætlar að vera það áfram fái hann til þess traust. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í gegnum árin. Takk fyrir mig. Hermann Jakobsson. Stjórn Massa Aðalfundur Massa var haldinn 16. febrúar sl. Herbert Eyjólfsson var kjörinn formaður í stað Hermanns Jakobssonar sem unnið hefur frábært starf sem formaður Massa síðastliðin 14 ár. Lyftingadeild UMFN eignaðist 14 Íslandsmeistara á árinu, þau Sturlu Ólafsson, Signýju Harðardóttur, Hörð Birkisson, Ragnar Axel Guðmundsson, Sævar Inga Borgarsson, Bjarna Þorleifsson, Ólaf Hrafn Ólafsson, Stefán Sturlu Svavarsson, Daða Már Jónsson, Karl Halldór Eysteinsson, Rúnar Friðriksson, Guðmund Stefán Erlingsson, Sindra Frey Arnarsson og Eyjólf Herbertsson. Alls setti þessi föngulegi hópur 17 Íslandsmet. Lyftingamaður ársins er Stefán Sturla Svavarsson. Aflraunamaður ársins er Sturla Ólafsson. Við sendum nýkjörinni stjórn óskir um gott starfsár og þökkum fráfarandi stjórnarmönnum fyrir góð störf fyrir félagið. Kveðjuræða Kóngsins Kæru Massafélagar og aðrir gestir. Ég hef verið formaður Massa jafn lengi og það tekur barn að verða fullorðið og fermast eða í 14 ár. Að mínu mati er komin tími til að stíga til hliðar og láta öðrum stjórnina í té. Það geri ég stoltur og ánægður. Barnið Massi er orðið fullorðið og mér finnst það hafa dafnað og þroskast vel. Líkamsræktar- og lyftingadeildin Massi á t.d. öll tæki og tól í lyftingasalnum á neðri hæðinni skuldlaust og einnig á Massi nokkrar krónur í banka, þannig að það ætti ekki að vera erfitt að taka við og vinna enn stærri afrek og sigra á næstu árum. Þessi tími sem ég hef verið formaður Massa hefur gefið mér mikið, samstarfið við stjórnarmenn og félagsmenn hefur verið gott og félaginu til sóma, einnig hefur samstarf mitt við formenn annarra deilda innan U.M.F.N. verið með miklum ágætum. Einn er sá stjórnarmaður að öðrum ólöstuðum sem ég vil þakka sérstaklega fyrir samstarfið í gegnum árin og það er gjaldkeri deildarinnar Haukur Guðmundsson en Haukur hefur verið gjaldkeri Massa frá stofnun og ætlar að vera það áfram fái hann til þess traust. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í gegnum árin. Takk fyrir mig. Hermann Jakobsson.

