Úrslitakeppnin -nokkrir fróðleiksmolar
Eins og kom fram hér í gær á heimasíðunni þá hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn og gríðarlega mikil spenna að myndast. Okkar menn hefja leik á föstudaginn 26.mars í Ásgarði, Garðabæ og mæta Stjörnumönnum. Í tilefni þess birtum við hér smá fróðleik um úrslitakeppnina, svona rétt til þess að hita mannskapinn aðeins upp! Það verður hérna ítrekað að það er skyldumæting fyrir ALLA stuðningsmenn UMFN í Ásgarð og Ljónagryfjuna!! (Til að byrja með fáum vonandi langa úrslitakeppni ) Stjarnan vs UMFN Stjörnumenn taka nú þatt í sinni annari úrslitakeppni í sögu félagsins og mæta liði UMFN í fyrsta sinn í þeirri keppni. Liðin mættust reyndar í fyrra í undanúrslitum bikarsins og slógu Stjörnumenn lið UMFN út svo það má segja að við eigum harma að hefna. Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar tók þátt í ófáum úrslitakeppnum með UMFN og landaði þeim stóra alls 10 sinnum með UMFN!!! Kemur 100 sigurleikur UMFN í ár? UMFN er það félag sem oftast hefur tekið þátt í Úrslitakeppni karla frá því hún hófst árið 1984 eða 25 sinnum. UMFN er því að fara inn í sína 26 úrslitakeppni og vantar einungis 2 leiki til þess að sigra sinn 100 leik í úrslitakeppninni frá upphafi. Einungis einu liði hefur tekist það afrek til þessa en Keflvíkingar hafa sigrað í 102 leikjum (tapað 64). UMFN hefur einnig besta sigurhlutfallið frá upphafi eða 63% (98-57) Sagan ekki með UMFN? Af 13 Íslandsmeistaratitlum UMFN hefur enginn þeirra komið á ári sem endar á 0! Árið 1980 urðu Valsmenn meistarar eftir deildarkeppni, árið 1990 sigruðu KR-ingar rétt eins og árið 2000. Sagan segir því að KR-ingar séu ansi líklegir í ár eða hvað? UMFN vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006 og frá okkar fyrsta titli 1981 hefur aldrei liðið jafn langt á milli þess að Íslandsbikarinn hafi komið heim í Ljónagryfjuna. Yfirburðir nágrannanna Af þeim 26 Íslandsmeistaratitlum sem hafa farið á loft síðan úrslitakeppnin hófst þá hafa nágrannaliðin Njarðvík (11) og Keflavík (9) sigrað samtals 20 sinnum sem er hreint ótrúleg tölfræði. Hver segir svo að Reykjanesbær sé ekki körfuboltabær? Besti leikmaður úrslitakeppninnar? Það eru flestir sammála því að hinn magnaði miðherji Snæfellinga Hlynur Bæringsson hafi spilað manna best í deildinni í ár en nú þegar úrslitakeppnin hefst byrjar nýtt mót. Árið 2005 var fyrst tekið uppá því að velja besta leikmann úrslitakeppninnar og þá nafnbót fyrstur allra hlaut Nick Bradford núverandi leikmaður UMFN. Tveir aðriri leikmenn sem spila í deildinni í dag hafa unnið til þessara verðlauna en það eru þeir Brenton Birmingham (2006 UMFN) & Gunnar Einarsson (2008 Keflavík). Flestir sigurleikir í röð UMFN liðið frá árinu 1985-88 sigraði samtals 11 leiki í röð í úrslitakeppninni og er það met sem ennþá stendur. Lið Keflavíkur 2003-04 sigraði 8 leiki í röð rétt eins og árin 2008-09. Það er alveg magnað að sigra 11 leiki í röð, hvað þá í úrslitakeppni! Þjálfari UMFN er vanur að taka við þeim stóra Sigurður Ingimundarson þjálfari UMFN er sá þjálfari sem oftast hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslitakeppnina eða 5 sinnum! Spurningin er hvort hann bæti þeim sjötta við með liði UMFN það yrði magnað afrek og yrði hann sá fyrsti til þess að vinna titilinn eftirsótta með bæði liði UMFN og Keflavíkur. Fjórir virkilega flottir þjálfarar hafa svo tekið titilinn þrisvar sinnum eða þeir Gunnar Þorvarðarson, Friðrik Ingi Rúnarsson, Jón KR Gíslason og Valur Ingimundarson. Hér að neðan má svo sjá alla Íslandsmeistara frá upphafi úrslitarkeppninnar. Íslandsmeistarar eftir úrslitakeppni 1984-2009: 1984 Njarðvík (Deildarmeistari) 1985 Njarðvík (Deildarmeistari) 1986 Njarðvík (Deildarmeistari) 1987 Njarðvík (Deildarmeistari) 1988 Haukar (3. sæti í deildinni) 1989 Keflavík (2. sæti í deildinni) 1990 KR (Deildarmeistari) 1991 Njarðvík (Deildarmeistari) 1992 Keflavík (Deildarmeistari) 1993 Keflavík (Deildarmeistari) 1994 Njarðvík (3. sæti í deildinni) 1995 Njarðvík (Deildarmeistari) 1996 Grindavík (3. sæti í deildinni, 2. sæti í röðun, vann B-riðil) 1997 Keflavík (Deildarmeistari) 1998 Njarðvík (4. sæti í deildinni) 1999 Keflavík (Deildarmeistari) 2000 KR (5. sæti í deildinni) 2001 Njarðvík (Deildarmeistari) 2002 Njarðvík (2. sæti í deildinni) 2003 Keflavík (2. sæti í deildinni) 2004 Keflavík (3. sæti í deildinni) 2005 Keflavík (Deildarmeistari) 2006 Njarðvík (2. sæti í deildinni) 2007 KR (2. sæti í deildinni) 2008 Keflavík (Deildarmeistari) 2009 KR (Deildarmeistari) Sigurður Ingimundarson hefur sem þjálfari og leikmaður átt góðu gengi að fagna í úrslitakeppninni. Enginn þjálfari hefur sigrað oftar eða 5 sinnum Eins og kom fram hér í gær á heimasíðunni þá hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn og gríðarlega mikil spenna að myndast. Okkar menn hefja leik á föstudaginn 26.mars í Ásgarði, Garðabæ og mæta Stjörnumönnum. Í tilefni þess birtum við hér smá fróðleik um úrslitakeppnina, svona rétt til þess að hita mannskapinn aðeins upp! Það verður hérna ítrekað að það er skyldumæting fyrir ALLA stuðningsmenn UMFN í Ásgarð og Ljónagryfjuna!! (Til að byrja með fáum vonandi langa úrslitakeppni ) Stjarnan vs UMFN Stjörnumenn taka nú þatt í sinni annari úrslitakeppni í sögu félagsins og mæta liði UMFN í fyrsta sinn í þeirri keppni. Liðin mættust reyndar í fyrra í undanúrslitum bikarsins og slógu Stjörnumenn lið UMFN út svo það má segja að við eigum harma að hefna. Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar tók þátt í ófáum úrslitakeppnum með UMFN og landaði þeim stóra alls 10 sinnum með UMFN!!! Kemur 100 sigurleikur UMFN í ár? UMFN er það félag sem oftast hefur tekið þátt í Úrslitakeppni karla frá því hún hófst árið 1984 eða 25 sinnum. UMFN er því að fara inn í sína 26 úrslitakeppni og vantar einungis 2 leiki til þess að sigra sinn 100 leik í úrslitakeppninni frá upphafi. Einungis einu liði hefur tekist það afrek til þessa en Keflvíkingar hafa sigrað í 102 leikjum (tapað 64). UMFN hefur einnig besta sigurhlutfallið frá upphafi eða 63% (98-57) Sagan ekki með UMFN? Af 13 Íslandsmeistaratitlum UMFN hefur enginn þeirra komið á ári sem endar á 0! Árið 1980 urðu Valsmenn meistarar eftir deildarkeppni, árið 1990 sigruðu KR-ingar rétt eins og árið 2000. Sagan segir því að KR-ingar séu ansi líklegir í ár eða hvað? UMFN vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006 og frá okkar fyrsta titli 1981 hefur aldrei liðið jafn langt á milli þess að Íslandsbikarinn hafi komið heim í Ljónagryfjuna. Yfirburðir nágrannanna Af þeim 26 Íslandsmeistaratitlum sem hafa farið á loft síðan úrslitakeppnin hófst þá hafa nágrannaliðin Njarðvík (11) og Keflavík (9) sigrað samtals 20 sinnum sem er hreint ótrúleg tölfræði. Hver segir svo að Reykjanesbær sé ekki körfuboltabær? Besti leikmaður úrslitakeppninnar? Það eru flestir sammála því að hinn magnaði miðherji Snæfellinga Hlynur Bæringsson hafi spilað manna best í deildinni í ár en nú þegar úrslitakeppnin hefst byrjar nýtt mót. Árið 2005 var fyrst tekið uppá því að velja besta leikmann úrslitakeppninnar og þá nafnbót fyrstur allra hlaut Nick Bradford núverandi leikmaður UMFN. Tveir aðriri leikmenn sem spila í deildinni í dag hafa unnið til þessara verðlauna en það eru þeir Brenton Birmingham (2006 UMFN) & Gunnar Einarsson (2008 Keflavík). Flestir sigurleikir í röð UMFN liðið frá árinu 1985-88 sigraði samtals 11 leiki í röð í úrslitakeppninni og er það met sem ennþá stendur. Lið Keflavíkur 2003-04 sigraði 8 leiki í röð rétt eins og árin 2008-09. Það er alveg magnað að sigra 11 leiki í röð, hvað þá í úrslitakeppni! Þjálfari UMFN er vanur að taka við þeim stóra Sigurður Ingimundarson þjálfari UMFN er sá þjálfari sem oftast hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslitakeppnina eða 5 sinnum! Spurningin er hvort hann bæti þeim sjötta við með liði UMFN það yrði magnað afrek og yrði hann sá fyrsti til þess að vinna titilinn eftirsótta með bæði liði UMFN og Keflavíkur. Fjórir virkilega flottir þjálfarar hafa svo tekið titilinn þrisvar sinnum eða þeir Gunnar Þorvarðarson, Friðrik Ingi Rúnarsson, Jón KR Gíslason og Valur Ingimundarson. Hér að neðan má svo sjá alla Íslandsmeistara frá upphafi úrslitarkeppninnar. Íslandsmeistarar eftir úrslitakeppni 1984-2009: 1984 Njarðvík (Deildarmeistari) 1985 Njarðvík (Deildarmeistari) 1986 Njarðvík (Deildarmeistari) 1987 Njarðvík (Deildarmeistari) 1988 Haukar (3. sæti í deildinni) 1989 Keflavík (2. sæti í deildinni) 1990 KR (Deildarmeistari) 1991 Njarðvík (Deildarmeistari) 1992 Keflavík (Deildarmeistari) 1993 Keflavík (Deildarmeistari) 1994 Njarðvík (3. sæti í deildinni) 1995 Njarðvík (Deildarmeistari) 1996 Grindavík (3. sæti í deildinni, 2. sæti í röðun, vann B-riðil) 1997 Keflavík (Deildarmeistari) 1998 Njarðvík (4. sæti í deildinni) 1999 Keflavík (Deildarmeistari) 2000 KR (5. sæti í deildinni) 2001 Njarðvík (Deildarmeistari) 2002 Njarðvík (2. sæti í deildinni) 2003 Keflavík (2. sæti í deildinni) 2004 Keflavík (3. sæti í deildinni) 2005 Keflavík (Deildarmeistari) 2006 Njarðvík (2. sæti í deildinni) 2007 KR (2. sæti í deildinni) 2008 Keflavík (Deildarmeistari) 2009 KR (Deildarmeistari) Sigurður Ingimundarson hefur sem þjálfari og leikmaður átt góðu gengi að fagna í úrslitakeppninni. Enginn þjálfari hefur sigrað oftar eða 5 sinnum

