Góður sigur gegn Val hjá unglingaflokki
Unglingaflokkur karla vann góða 75-65 sigur á Val í gærkvöld og mjakaði sér í átt að topp deildarinnar.Hann fór heldur rólega af stað leikurinn og staðan um miðbik fyrsta leikhluta var 7-10 fyrir gestina. Bekkurinn kom sterkur inn í lok leikhlutans og þeir Hilmar og Friðrik Guðni gerðu sitthvorn þristinn áður en Andri Fannar gerði síðustu tvær körfur Njarðvíkurliðsins og staðan 18-23 fyrir gestina að leikhlutanum loknum.Mynd: Styrmir Gauti átti flottan leik í gærkvöld.Í öðrum leikhluta lék Njarðvíkurliðið stífa maður á mann vörn og eftir að Valsarar opnuðu leikhlutann með körfu svöruðu strákarnir með 15-2 áhlaupi, og staðan skyndilega orðin 33-27. Elías og Andri Fannar voru drjúgir í stigaskoruninni á þessu augnabliki og þá kom Valur Orri sterkur inn um miðbik leikhlutans og gerði 9 stig á 8 mínútum. Staðan í hálfleik var 42-33 og frábær vörn í öðrum leikhluta hélt Völsurum í 10 stigum.Það var nokkuð ljóst í síðari hálfleik að strákarnir ætluðu sér sigur í þessum leik. Vörnin var áfram sterk og Styrmir var að leika mjög vel í leikhlutanum á báðum endum vallarins en liðsheildin var aðall liðsins og margir að koma að stigaskoruninni. Óli Ragnar og Valur Orri gerðu sitthvorn þristinn á lokamínútum leikhlutans og staðan 59-48 að honum loknum.Hilmar Hafsteinsson setti tvo góða þrista í upphafi fjórða leikhluta og slökkti endanlega vonir Valsmanna. Valsarar gerðu sex stig í röð áður en Styrmir og Ólafur Helgi svöruðu áhlaupinu og var karfa Óla fyrir utan 3ja stiga línuna og staðan orðin 71-54. Valsarar voru þó ekki á því að gefast upp og náðu að minnka munin í 10 stig með þrist á lokasekúndu leiksins og lokatölur eins og áður segir 75-65.Varnarleikurinn frá öðrum leikhluta var frábær að þessu sinni. 11 leikmenn komu við sögu að þessu sinni og breiddin var klárlega styrkur liðsins að þessu sinni. Sóknarmegin var dreifing á stigaskori til fyrirmyndar en fyrirferðamestir í liði Njarðvíkur í kvöld voru þeir Styrmir Gauti og Valur Orri og þá átti Andri Fannar mjög góðan fyrri hálfleik, og Hilmar steig vel upp í þeim seinni.Tölfræði UMFN: Valur Orri Valsson 13 stig, 5 fráköst, 2 stolnir, 4 stoð á 16 mín Óli Ragnar Alexandersson 5 stig, 3 fráköst, 1 stolinn, 2 stoð á 16 mín Andri Fannar Freysson 11 stig, 5 fráköst, 2 stolnir, 2 stoð á 18 mín Ólafur Helgi Jónsson 3 stig, 4 fráköst á 16 mín Hilmar Hafsteinsson 9 stig, 1 stoð á 16 mín Rúnar Ingi Erlingsson 2 stig, 3 fráköst, 2 stolnir, 4 stoð á 23 mín Stefán Freyr Thorderen lék ekki að þessu sinni. Oddur Birnir Pétursson tók 1 frákast á 6 mín Elías Kristjánsson 7 stig, 3 fráköst á 21 mín Friðrik Guðni Óskarsson 3 stig, 1 frákast, 1 stolinn, 2 stoð á 15 mín Styrmir Gauti Fjeldsted 16 stig, 9 fráköst, 2 stolnir, 1 stoð á 28 mín Hjörtur Hrafn Einarsson 6 stig, 6 fráköst, 1 stolinn, 1 stoð á 25 mínÞað er stutt á milli stríða hjá strákunum. Næsti leikur þeirra er gegn ÍR á morgun, miðvikudag, í Seljaskóla klukkan 20:00. Síðustu tveir deildarleikirnir verða svo gegn Fjölni 20. mars heima klukkan 16:00 og gegn Grindavík í Röstinni 24. mars klukkan 20:00. Unglingaflokkur karla vann góða 75-65 sigur á Val í gærkvöld og mjakaði sér í átt að topp deildarinnar. Hann fór heldur rólega af stað leikurinn og staðan um miðbik fyrsta leikhluta var 7-10 fyrir gestina. Bekkurinn kom sterkur inn í lok leikhlutans og þeir Hilmar og Friðrik Guðni gerðu sitthvorn þristinn áður en Andri Fannar gerði síðustu tvær körfur Njarðvíkurliðsins og staðan 18-23 fyrir gestina að leikhlutanum loknum. Mynd: Styrmir Gauti átti flottan leik í gærkvöld. Í öðrum leikhluta lék Njarðvíkurliðið stífa maður á mann vörn og eftir að Valsarar opnuðu leikhlutann með körfu svöruðu strákarnir með 15-2 áhlaupi, og staðan skyndilega orðin 33-27. Elías og Andri Fannar voru drjúgir í stigaskoruninni á þessu augnabliki og þá kom Valur Orri sterkur inn um miðbik leikhlutans og gerði 9 stig á 8 mínútum. Staðan í hálfleik var 42-33 og frábær vörn í öðrum leikhluta hélt Völsurum í 10 stigum. Það var nokkuð ljóst í síðari hálfleik að strákarnir ætluðu sér sigur í þessum leik. Vörnin var áfram sterk og Styrmir var að leika mjög vel í leikhlutanum á báðum endum vallarins en liðsheildin var aðall liðsins og margir að koma að stigaskoruninni. Óli Ragnar og Valur Orri gerðu sitthvorn þristinn á lokamínútum leikhlutans og staðan 59-48 að honum loknum. Hilmar Hafsteinsson setti tvo góða þrista í upphafi fjórða leikhluta og slökkti endanlega vonir Valsmanna. Valsarar gerðu sex stig í röð áður en Styrmir og Ólafur Helgi svöruðu áhlaupinu og var karfa Óla fyrir utan 3ja stiga línuna og staðan orðin 71-54. Valsarar voru þó ekki á því að gefast upp og náðu að minnka munin í 10 stig með þrist á lokasekúndu leiksins og lokatölur eins og áður segir 75-65. Varnarleikurinn frá öðrum leikhluta var frábær að þessu sinni. 11 leikmenn komu við sögu að þessu sinni og breiddin var klárlega styrkur liðsins að þessu sinni. Sóknarmegin var dreifing á stigaskori til fyrirmyndar en fyrirferðamestir í liði Njarðvíkur í kvöld voru þeir Styrmir Gauti og Valur Orri og þá átti Andri Fannar mjög góðan fyrri hálfleik, og Hilmar steig vel upp í þeim seinni. Tölfræði UMFN: Valur Orri Valsson 13 stig, 5 fráköst, 2 stolnir, 4 stoð á 16 mín Óli Ragnar Alexandersson 5 stig, 3 fráköst, 1 stolinn, 2 stoð á 16 mín Andri Fannar Freysson 11 stig, 5 fráköst, 2 stolnir, 2 stoð á 18 mín Ólafur Helgi Jónsson 3 stig, 4 fráköst á 16 mín Hilmar Hafsteinsson 9 stig, 1 stoð á 16 mín Rúnar Ingi Erlingsson 2 stig, 3 fráköst, 2 stolnir, 4 stoð á 23 mín Stefán Freyr Thorderen lék ekki að þessu sinni. Oddur Birnir Pétursson tók 1 frákast á 6 mín Elías Kristjánsson 7 stig, 3 fráköst á 21 mín Friðrik Guðni Óskarsson 3 stig, 1 frákast, 1 stolinn, 2 stoð á 15 mín Styrmir Gauti Fjeldsted 16 stig, 9 fráköst, 2 stolnir, 1 stoð á 28 mín Hjörtur Hrafn Einarsson 6 stig, 6 fráköst, 1 stolinn, 1 stoð á 25 mín Það er stutt á milli stríða hjá strákunum. Næsti leikur þeirra er gegn ÍR á morgun, miðvikudag, í Seljaskóla klukkan 20:00. Síðustu tveir deildarleikirnir verða svo gegn Fjölni 20. mars heima klukkan 16:00 og gegn Grindavík í Röstinni 24. mars klukkan 20:00.

