Alla steikina…og grænu baunirnar líka!
Njarðvíkingar unnu frábæran og afgerandi sigur á Keflvíkingum í Ljónjagryfjunni í kvöld. Þá er það frá og hátíðirnar tryggð skemmtun, hérna innanbæjar. Ég hafði ekki trú á því að þetta yrði svona afgerandi. Ég hafði ekki trú á því að okkar menn næðu að gera sverð nágrannanna að sakleysislegum kústsköftum. Gunni Einars, nonfactor. Jón Nordal, nonfactor, Sverris Sverris, nonfactor. Rashon Clark, one-way-ticket. Verð líka að viðurkenna að maður leiksins hefði ekki fengið atkvæði hjá mér fyrirfram. Svo virtist sem okkar menn hafi ákveðið fyrirfram “fagn” eftir hvern þrist sem settur yrði niður, nokkurs konar “mont” eða “sjálfstrú” eftir því hvernig er litið á málin. Þegar Krissi “byssa” kom af bekknum í fyrsta leikhluta, þegar sóknarleikur beggja liða var stirðbusalegur, og setti ískaldur niður einn af kantinum í sinni fyrstu snertingu var ljóst að þetta “fagn” virkar fyrir hann. Nú verður Krissi að fagna á sama hátt það sem eftir er af tímabilinu. Þegar hann setti þann þriðja niður, spaldið ofaní úr hægra horninu, var ljóst að búið var að skilja á milli liðanna og það yrði Keflvíkinga að elta. Eftir það var eina hættan að kæruleysi með boltann yrði okkar banabiti en svo varð ekki þótt t.a.m. Herði Axeli hefði fengið jólagjöf í skóinn á lokasekúndum fyrsta leikhluta – honum tókst bara að gera úr því kartöflu og tók vonbrigði út á auglýsingaspjaldi, sem mistækir dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við. Er þetta ekki “óvirðing” við auglýsendur? Ég er sannfærður ef á auglýsingaspjaldinu hefði verið mynd af dómara hefði Hössi verið rekinn út úr húsi. Það hefði Kiddi Alberts gert hér forðum daga.Þetta Njarðvíkurlið er furðuverk. Við erum með skyttu/leikstjórnanda sem getur sett vont bragð í munn allra andstæðinga. Við erum með tvo stóra og sterka reynslubolta hvers börn væru eingetin væru þeir jafnóviljugir til að “skjóta” heima og þeir eru þegar þeir stíga út fyrir teiginn. Við erum með einn af fáum 20 stiga skorurum í sögu deildarinnar sem sækir flest stig sín á “millifærið”. Við erum með “fantavarnarmann” hvers skotval er svo valt að hver karfa kallar á rosafagn. Við erum með bekk sem inniheldur allt sem hægt er að óska sér. Leikstjórnanda sem getur skilað hæstu +/- tölu liðsins án þess að taka skot, brjálaða skyttu sem annaðhvort skiptir öllu eða engu og fjarka með funky-skot sem er harðari en demantur og alltaf á réttum stað. Enginn þeirra stendur einn á toppnum – blandan er slíkt að hver þarf á hinum að halda. Þá er endurkoma Egils fagnaðarefni þótt það kosti Grétar mínútur. Vona bara að Siggi spari Egil þangað til að tryggt er að meiðslin séu alveg að baki. Þó að montrétturinn sé kominn í hús og liðið sé búið að sanna að það mun vera í toppbaráttunni er nokkrum verkefnum ólokið áður en menn styðja hjálparsveitirnar. Menn (leikmenn) geta ekki lagst í svinakjötið strax heldur þarf að verja þennan sigur með því að klúðra ekki næsta leik. Liðið sem lá í kvöld var búið að kortleggja vel. Munurinn lá í vörninni og heimavellinum. Hrósið hér fær þjálfarinn í sama mæli og leikmennirnir. Ég sá ekki betur en að brögðin af bekknum hinummegin hafi verið fyrirséð og spennustigið okkar megin hárfínt stillt. Props SI!Það er gott að vera ég! Ég þarf ekki að æfa, get látið dómarana heyra það og ber enga ábyrgð á gengi liðsins. Ég þarf bara að muna að mæta og styðja mína menn. Njarðvíkingar – munið það með mér. Stúkan á að halda leikmönnum stoltum. Látum þá finna stuðninginn óblandaðan áfram! Kveðja, Jói Kristbjörns (johannes07@ru.is) Njarðvíkingar unnu frábæran og afgerandi sigur á Keflvíkingum í Ljónjagryfjunni í kvöld. Þá er það frá og hátíðirnar tryggð skemmtun, hérna innanbæjar. Ég hafði ekki trú á því að þetta yrði svona afgerandi. Ég hafði ekki trú á því að okkar menn næðu að gera sverð nágrannanna að sakleysislegum kústsköftum. Gunni Einars, nonfactor. Jón Nordal, nonfactor, Sverris Sverris, nonfactor. Rashon Clark, one-way-ticket. Verð líka að viðurkenna að maður leiksins hefði ekki fengið atkvæði hjá mér fyrirfram. Svo virtist sem okkar menn hafi ákveðið fyrirfram “fagn” eftir hvern þrist sem settur yrði niður, nokkurs konar “mont” eða “sjálfstrú” eftir því hvernig er litið á málin. Þegar Krissi “byssa” kom af bekknum í fyrsta leikhluta, þegar sóknarleikur beggja liða var stirðbusalegur, og setti ískaldur niður einn af kantinum í sinni fyrstu snertingu var ljóst að þetta “fagn” virkar fyrir hann. Nú verður Krissi að fagna á sama hátt það sem eftir er af tímabilinu. Þegar hann setti þann þriðja niður, spaldið ofaní úr hægra horninu, var ljóst að búið var að skilja á milli liðanna og það yrði Keflvíkinga að elta. Eftir það var eina hættan að kæruleysi með boltann yrði okkar banabiti en svo varð ekki þótt t.a.m. Herði Axeli hefði fengið jólagjöf í skóinn á lokasekúndum fyrsta leikhluta – honum tókst bara að gera úr því kartöflu og tók vonbrigði út á auglýsingaspjaldi, sem mistækir dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við. Er þetta ekki “óvirðing” við auglýsendur? Ég er sannfærður ef á auglýsingaspjaldinu hefði verið mynd af dómara hefði Hössi verið rekinn út úr húsi. Það hefði Kiddi Alberts gert hér forðum daga. Þetta Njarðvíkurlið er furðuverk. Við erum með skyttu/leikstjórnanda sem getur sett vont bragð í munn allra andstæðinga. Við erum með tvo stóra og sterka reynslubolta hvers börn væru eingetin væru þeir jafnóviljugir til að “skjóta” heima og þeir eru þegar þeir stíga út fyrir teiginn. Við erum með einn af fáum 20 stiga skorurum í sögu deildarinnar sem sækir flest stig sín á “millifærið”. Við erum með “fantavarnarmann” hvers skotval er svo valt að hver karfa kallar á rosafagn. Við erum með bekk sem inniheldur allt sem hægt er að óska sér. Leikstjórnanda sem getur skilað hæstu +/- tölu liðsins án þess að taka skot, brjálaða skyttu sem annaðhvort skiptir öllu eða engu og fjarka með funky-skot sem er harðari en demantur og alltaf á réttum stað. Enginn þeirra stendur einn á toppnum – blandan er slíkt að hver þarf á hinum að halda. Þá er endurkoma Egils fagnaðarefni þótt það kosti Grétar mínútur. Vona bara að Siggi spari Egil þangað til að tryggt er að meiðslin séu alveg að baki. Þó að montrétturinn sé kominn í hús og liðið sé búið að sanna að það mun vera í toppbaráttunni er nokkrum verkefnum ólokið áður en menn styðja hjálparsveitirnar. Menn (leikmenn) geta ekki lagst í svinakjötið strax heldur þarf að verja þennan sigur með því að klúðra ekki næsta leik. Liðið sem lá í kvöld var búið að kortleggja vel. Munurinn lá í vörninni og heimavellinum. Hrósið hér fær þjálfarinn í sama mæli og leikmennirnir. Ég sá ekki betur en að brögðin af bekknum hinummegin hafi verið fyrirséð og spennustigið okkar megin hárfínt stillt. Props SI! Það er gott að vera ég! Ég þarf ekki að æfa, get látið dómarana heyra það og ber enga ábyrgð á gengi liðsins. Ég þarf bara að muna að mæta og styðja mína menn. Njarðvíkingar – munið það með mér. Stúkan á að halda leikmönnum stoltum. Látum þá finna stuðninginn óblandaðan áfram! Kveðja, Jói Kristbjörns (johannes07@ru.is)

