Sigur gegn ÍR (Drengjaflokkur)
Njarðvíkurpiltar lögðu í kvöld ÍR-inga í Ljónagryfjunni örugglega með 70 stigum gegn 28. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en okkar piltar sýndu þó ágæta takta á köflum en sigurinn var fyrir mestu. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu betur og komust m.a. í 15-5 í fyrsta leikhluta. Okkar menn voru ekki að hitta fyrir utan og sóttu ekki mikið að körfunni. Í lok fyrsta leikhluta var staðan 9-17 og okkar drengir heillum horfnir. Með innkomu Styrmis, Ólafs Helga og Andra færðist meira líf í leik liðsins og menn fóru að finna taktinn og vörnin small saman. Ólafur Helgi setti 8 stig í röð og breytti stöðunni í 21-21. Eftir það tóku okkar menn öll völd og rúlluðu yfir lánlausa gestina. Hilmar Hafsteinsson setti 14 stig, Styrmir 12 og Ólafur Helgi 12. Óli og Andri stjórnuðu þessu vel og vert er að geta innkomu Bjarka og Einars af bekknum. Öruggur sigur og 2 stig í hús. mynd: Valur Ingimundarson þjálfar Drengjaflokk og var sáttur með sigurinn í kvöld Njarðvíkurpiltar lögðu í kvöld ÍR-inga í Ljónagryfjunni örugglega með 70 stigum gegn 28. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en okkar piltar sýndu þó ágæta takta á köflum en sigurinn var fyrir mestu. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu betur og komust m.a. í 15-5 í fyrsta leikhluta. Okkar menn voru ekki að hitta fyrir utan og sóttu ekki mikið að körfunni. Í lok fyrsta leikhluta var staðan 9-17 og okkar drengir heillum horfnir. Með innkomu Styrmis, Ólafs Helga og Andra færðist meira líf í leik liðsins og menn fóru að finna taktinn og vörnin small saman. Ólafur Helgi setti 8 stig í röð og breytti stöðunni í 21-21. Eftir það tóku okkar menn öll völd og rúlluðu yfir lánlausa gestina. Hilmar Hafsteinsson setti 14 stig, Styrmir 12 og Ólafur Helgi 12. Óli og Andri stjórnuðu þessu vel og vert er að geta innkomu Bjarka og Einars af bekknum. Öruggur sigur og 2 stig í hús. mynd: Valur Ingimundarson þjálfar Drengjaflokk og var sáttur með sigurinn í kvöld

