Shellmótið í ár
Um síðustu helgi fór Shellmótið í Vestmannaeyjum fram og við vorum að sjálfsögðu með eins og seinustu ár en alls fóru 16 strákar úr 6. flokk til Eyja, ásamt Þóri Haukssyni þjálfara og fullt af foreldrum. Shellmótið í Eyjum er gríðarlega vinsælt og voru keppendur um 600 talsins frá liðum alls staðar af landinu. Lagt var af stað til Eyja á miðvikudeginum en mótið hófst á fimmtudeginum. Strákarnir spiluðu þrjá til fjóra leiki á dag en seinustu leikirnir fóru fram seinnipartinn á laugardeginum. Seinni partinn á föstudeginum spilaði landsliðið við pressuliðið en þar spiluðu leikmenn sem þóttu hafa skarað fram úr á mótinu til þessa. Það var enginn annar en Mike Riley, úrvalsdeildardómari frá Englandi sem dæmdi leikinn. Einn leikmaður úr hverju liði var valinn til að taka þátt í leiknum og var Sigurbergur Bjarnason okkar fulltrúi og stóð hann sig með prýði. Ásamt því að spila fótbolta allan daginn var margt annað gert sér til skemmtunar. Strákarnir fóru m.a í skoðunarferð um eyjuna, í magnaða bátsferð umhverfis Vestmannaeyjar, í sund og ekki má gleyma spranginu sem strákunum þótti einkar skemmtilegt. Strákarnir stóðu sig gífurlega vel á mótinu og skemmtu þeir sér konunglega á annars frábæru móti. Mynd/ Leikmannahópurinn á hafnarbakkanum Óli Bergur ásamt Mike Riley Okkar menn í skrúðgöngunni Uppstilling fyrir leik gegn Leikmannahópur okkar ásamt þjálfara Um síðustu helgi fór Shellmótið í Vestmannaeyjum fram og við vorum að sjálfsögðu með eins og seinustu ár en alls fóru 16 strákar úr 6. flokk til Eyja, ásamt Þóri Haukssyni þjálfara og fullt af foreldrum. Shellmótið í Eyjum er gríðarlega vinsælt og voru keppendur um 600 talsins frá liðum alls staðar af landinu. Lagt var af stað til Eyja á miðvikudeginum en mótið hófst á fimmtudeginum. Strákarnir spiluðu þrjá til fjóra leiki á dag en seinustu leikirnir fóru fram seinnipartinn á laugardeginum. Seinni partinn á föstudeginum spilaði landsliðið við pressuliðið en þar spiluðu leikmenn sem þóttu hafa skarað fram úr á mótinu til þessa. Það var enginn annar en Mike Riley, úrvalsdeildardómari frá Englandi sem dæmdi leikinn. Einn leikmaður úr hverju liði var valinn til að taka þátt í leiknum og var Sigurbergur Bjarnason okkar fulltrúi og stóð hann sig með prýði. Ásamt því að spila fótbolta allan daginn var margt annað gert sér til skemmtunar. Strákarnir fóru m.a í skoðunarferð um eyjuna, í magnaða bátsferð umhverfis Vestmannaeyjar, í sund og ekki má gleyma spranginu sem strákunum þótti einkar skemmtilegt. Strákarnir stóðu sig gífurlega vel á mótinu og skemmtu þeir sér konunglega á annars frábæru móti. Mynd/ Leikmannahópurinn á hafnarbakkanum Óli Bergur ásamt Mike Riley Okkar menn í skrúðgöngunni Uppstilling fyrir leik gegn Leikmannahópur okkar ásamt þjálfara

