UMFN – Samara á föstudag(uppfært)
Á föstudag er síðasti heimaleikur okkar í Evrópukeppni að sinni og hefur SPKEF ákveðið að bjóða öllum frítt á leikinn. Þeir sem hafa nú þegar keypt sér miða á leikinn fá að sjálfsögðu endurgreitt. Klúbburinn í Samara er rekinn af hernum og þeir hafa mun meira fjármagn í ár heldur en mörg síðustu árin, og eru því með tvo bandaríkjamenn og taka þátt í Euro Cup Challenge. Síðustu ár hafa þeir ekki verið með bandaríkjamenn á sínum snærum. Bandaríkjamennirnir í liði Samara eru Omar Cook og Kelvin Gibbs. Omar Cook er 187 cm á hæð og er leikstjórnandi. Hann kemur úr St Johns háskólanum, þótti mikið efni og fór í NBA draftið eftir fyrsta háskólaárið. Hann var valinn í NBA nýliðavalinu af Denver Nuggets árið 2001 og var hann valinn númer 32 í annari umferð. Hann var einnig á mála hjá Dallas, Indiana, Portland, Charlotte Bobcats og Toronto Raptors og lék þar síðast 2005. Hann er gríðarlega fljótur leikmaður og hefur bætt skot sitt mikið fyrir utan frá því hann var í háskóla. Kelvin Gibbs er 200 cm á hæð og er griðarlega sterkur líkamlega. Hann útskrifaðist úr háskóla 2001 og lék í Pepperdine háskólanum. Síðan þá hefur hann leikið í Pro B í Frakklandi, þar sem hann mætti m.a. Brenton á sínum tíma, Pro A í Frakklandi, Ísrael, Tyrklandi og svo Rússlandi. Nikita Shabalkin er 204 cm framherji sem er á láni frá CSKA Moskva. Þessi strákur er tvítugur og þykir gríðarlegt efni og hefur m.a. verið talað um að hann fari í NBA fljótlega. Sagan segir að Pete Philo sem starfar fyrir Minnesota Timberwolves verði á leiknum á föstudag, m.a. til að skoða kappann. Fyrri leikur liðanna endaði 101-80 í Rússlandi en þar léku okkar menn mjög vel í fyrri hálfleik en voru 4 stigum undir. Þrír ofannefndir voru okkar mönnum erfiðastir en liðið er með marga góða skotmenn svo varnarleikur UMFN þarf að verða öflugur á föstudag. Höfundur: Geiri Á föstudag er síðasti heimaleikur okkar í Evrópukeppni að sinni og hefur SPKEF ákveðið að bjóða öllum frítt á leikinn. Þeir sem hafa nú þegar keypt sér miða á leikinn fá að sjálfsögðu endurgreitt. Klúbburinn í Samara er rekinn af hernum og þeir hafa mun meira fjármagn í ár heldur en mörg síðustu árin, og eru því með tvo bandaríkjamenn og taka þátt í Euro Cup Challenge. Síðustu ár hafa þeir ekki verið með bandaríkjamenn á sínum snærum. Bandaríkjamennirnir í liði Samara eru Omar Cook og Kelvin Gibbs. Omar Cook er 187 cm á hæð og er leikstjórnandi. Hann kemur úr St Johns háskólanum, þótti mikið efni og fór í NBA draftið eftir fyrsta háskólaárið. Hann var valinn í NBA nýliðavalinu af Denver Nuggets árið 2001 og var hann valinn númer 32 í annari umferð. Hann var einnig á mála hjá Dallas, Indiana, Portland, Charlotte Bobcats og Toronto Raptors og lék þar síðast 2005. Hann er gríðarlega fljótur leikmaður og hefur bætt skot sitt mikið fyrir utan frá því hann var í háskóla. Kelvin Gibbs er 200 cm á hæð og er griðarlega sterkur líkamlega. Hann útskrifaðist úr háskóla 2001 og lék í Pepperdine háskólanum. Síðan þá hefur hann leikið í Pro B í Frakklandi, þar sem hann mætti m.a. Brenton á sínum tíma, Pro A í Frakklandi, Ísrael, Tyrklandi og svo Rússlandi. Nikita Shabalkin er 204 cm framherji sem er á láni frá CSKA Moskva. Þessi strákur er tvítugur og þykir gríðarlegt efni og hefur m.a. verið talað um að hann fari í NBA fljótlega. Sagan segir að Pete Philo sem starfar fyrir Minnesota Timberwolves verði á leiknum á föstudag, m.a. til að skoða kappann. Fyrri leikur liðanna endaði 101-80 í Rússlandi en þar léku okkar menn mjög vel í fyrri hálfleik en voru 4 stigum undir. Þrír ofannefndir voru okkar mönnum erfiðastir en liðið er með marga góða skotmenn svo varnarleikur UMFN þarf að verða öflugur á föstudag. Höfundur: Geiri

