Helgi Bogason þjálfar meistaraflokk áfram
Í kvöld voru undirritaðir samningar við sex þjálfara sem munu þjálfa hjá okkur næsta árið. Helgi Bogason undirritaði eins árs samning um þjálfun meistaraflokksins og hefur því sitt sjötta ár með flokkinn. Helgi Arnarson undirritaðaði einnig eins árs samning um þjálfun 2, flokks og hann mun einnig sinna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks. Helgi er félagsmönnum að góðu kunnur en hann þjálfaði meistarflokkinn á árunum 1996 – 1998 og er fyrrum leikmaður í meistaraflokki. Mynd / Helgi, Þórður og Helgi handsala samningana Sigmundur, Rafn, Þórður, Hermann og Jóhann undirrita samningana Siðan voru undirritaðir samningar við yngri flokka þjálfara. Hermann Hermannsson tekur við þjálfun 3. flokks, Hermann er að hefja sinn ferill sem þjálfari en hann hefur verið afleysingaþjálfari hjá okkur undanfarin ár. Rafn M. Vilbergsson við þjálfun 4. og 5. flokks, Rafn sem leikur með meistaraflokki okkar og er að mennta sig sem íþróttafræðingur við Íþróttaakademíuna hér í bæ. Jóhann Steinarsson heldur áfram með 6. flokk, Jóhann hefur verið þjálfari yngri flokka hjá okkur síðan árið 2001. Sigmundur B. Skúlason tekur að sér þjálfun 7. flokks, hann er ættaður frá Sauðárkróki og hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun síðustu ár. Hann stundar nám við Íþróttaakademíuna hér í bæ.Við bjóðum alla þjálfarana velkomna til starfa og óskum þeim góðs gengis. Þórður Karlsson hefur tekið við formensku hjá deildinni af Leif Gunnlaugsyni sem er búin af vera formaður síðan 1992. Leifur mun starfa áfram sem framkvæmda og vallarstjóri. Þórður var formaður deildarinnar árið 1988. Þeir Leifur og Þórður fóru yfir á fundinum og kynntu stöðu mála hjá deildinni í dag, en við lukum í vikunni við einn stóran áfanga sem var að ráða í allar stöður þjálfara fyrir komandi tímabil. Næsta stórmál er færslan af Njarðvíkurvelli og tryggja að það gangi allt vel fyrir sig. Eitt af því sem einnig hefur tekið mikinn tíma í haust er efling á stjórn deildarinnar. Nýtt Barna og unglingaráð er tekið til starfa og í því eru þau Ingigerður Sæmundsdóttir, Jens Sigvarðsson, Sigurbergur Theódórsson, Skúli Bjarnason, með þeim mun síðan starfa nokkrir aðilar. Aðrir aðilar sem koma til með að skipa aðalstjórn deildarinnar eru Andrés Ottosson, Guðmundur Sæmundsson Leifur Gunnlaugsson, Ólafur Thordarsen, Sighvatur Gunnarsson og Thor Ólafur Hallgrímsson. Þeir sem skipa svo meistaraflokksráð eru Högni Þórðarson, Sigfús Aðalsteinsson og Sverrir Auðunsson. Vel var mætt á fundinn af leikmönnum meistara og 2. flokks og var ekki að heyra en hugur væri i mönnum. Annar flokkur byrjar æfingar næsta þriðjudag í Reykjanshöll og hefst hún kl. 18:50. Fyrsti leikur flokksins í Vetrar Faxafloamótinu er þann 29. október gegn ÍBV í Reykjaneshöll. Meistaraflokkur byrjar æfingar um næstu mánaðarmót. Þjálfarar og stjórnarfólk Slegið var á létta strengi a fundinum Hluti fundarmanna Í kvöld voru undirritaðir samningar við sex þjálfara sem munu þjálfa hjá okkur næsta árið. Helgi Bogason undirritaði eins árs samning um þjálfun meistaraflokksins og hefur því sitt sjötta ár með flokkinn. Helgi Arnarson undirritaðaði einnig eins árs samning um þjálfun 2, flokks og hann mun einnig sinna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks. Helgi er félagsmönnum að góðu kunnur en hann þjálfaði meistarflokkinn á árunum 1996 – 1998 og er fyrrum leikmaður í meistaraflokki. Mynd / Helgi, Þórður og Helgi handsala samningana Sigmundur, Rafn, Þórður, Hermann og Jóhann undirrita samningana Siðan voru undirritaðir samningar við yngri flokka þjálfara. Hermann Hermannsson tekur við þjálfun 3. flokks, Hermann er að hefja sinn ferill sem þjálfari en hann hefur verið afleysingaþjálfari hjá okkur undanfarin ár. Rafn M. Vilbergsson við þjálfun 4. og 5. flokks, Rafn sem leikur með meistaraflokki okkar og er að mennta sig sem íþróttafræðingur við Íþróttaakademíuna hér í bæ. Jóhann Steinarsson heldur áfram með 6. flokk, Jóhann hefur verið þjálfari yngri flokka hjá okkur síðan árið 2001. Sigmundur B. Skúlason tekur að sér þjálfun 7. flokks, hann er ættaður frá Sauðárkróki og hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun síðustu ár. Hann stundar nám við Íþróttaakademíuna hér í bæ.Við bjóðum alla þjálfarana velkomna til starfa og óskum þeim góðs gengis. Þórður Karlsson hefur tekið við formensku hjá deildinni af Leif Gunnlaugsyni sem er búin af vera formaður síðan 1992. Leifur mun starfa áfram sem framkvæmda og vallarstjóri. Þórður var formaður deildarinnar árið 1988. Þeir Leifur og Þórður fóru yfir á fundinum og kynntu stöðu mála hjá deildinni í dag, en við lukum í vikunni við einn stóran áfanga sem var að ráða í allar stöður þjálfara fyrir komandi tímabil. Næsta stórmál er færslan af Njarðvíkurvelli og tryggja að það gangi allt vel fyrir sig. Eitt af því sem einnig hefur tekið mikinn tíma í haust er efling á stjórn deildarinnar. Nýtt Barna og unglingaráð er tekið til starfa og í því eru þau Ingigerður Sæmundsdóttir, Jens Sigvarðsson, Sigurbergur Theódórsson, Skúli Bjarnason, með þeim mun síðan starfa nokkrir aðilar. Aðrir aðilar sem koma til með að skipa aðalstjórn deildarinnar eru Andrés Ottosson, Guðmundur Sæmundsson Leifur Gunnlaugsson, Ólafur Thordarsen, Sighvatur Gunnarsson og Thor Ólafur Hallgrímsson. Þeir sem skipa svo meistaraflokksráð eru Högni Þórðarson, Sigfús Aðalsteinsson og Sverrir Auðunsson. Vel var mætt á fundinn af leikmönnum meistara og 2. flokks og var ekki að heyra en hugur væri i mönnum. Annar flokkur byrjar æfingar næsta þriðjudag í Reykjanshöll og hefst hún kl. 18:50. Fyrsti leikur flokksins í Vetrar Faxafloamótinu er þann 29. október gegn ÍBV í Reykjaneshöll. Meistaraflokkur byrjar æfingar um næstu mánaðarmót. Þjálfarar og stjórnarfólk Slegið var á létta strengi a fundinum Hluti fundarmanna

