Silfur og sigur fyrir austan
Annað sæti í 2. deild og sæti í 1.deild á ný var uppskeran hjá okkur í sumar. Möguleiki á sigri í 2.deild var til staðar fyrir leik okkar gegn Hugin á Seyðisfjarðarvelli og við mættum þangað með eitt í huga “sigur” og það gekk eftir 1 – 3 (1-4), en því miður tókst Sandgerðingum ekki að taka stig af Fjarðarbyggð. En að leik okkar við Hugin þar sem aðstæður til leiks voru ekki uppá það besta. Blautur völlur, og sumstaðar um svað að ræða ásamt hvassviðri settu svip sinn á viðureigina. Við vissum að heimamenn myndu ekki gefa neitt enda í fallhættu fyrir leikinn. Heimamenn spiluðu mjög fast sem dómarinn hefði átt að stoppa strax í upphafi, við misstum Aron Már útaf eftir innan við 15 mín en tvívegis var brotið illa á honum án þess að gefið yrði spjald. Undan vindinum reyndu heimamenn að senda hættulega bolta í átt að markii okkar sem oft skapaðist mikil hætta af og þeir unnu einar 6-7 hornspyrnur úr, ekki er þó hægt að segja að heimamenn hafi ráðið gangi mála því við áttum alltaf hættulegar sóknir. Fyrsta hættan við mark Hugins kom er Eyþór lyfti boltanum yfir markvörðinn og í slánna. Stuttu seinna fékk Guðni Erlendsson góða stungu innfyrir vörninna og lék laglega á markvörðinn og sendi boltann í netið 0 – 1. Stuttu seinna var dæmd vítaspyrna á okkur, alveg að ástæðulaust vildu okkar menn meina, en þetta getur gerst við aðstæður sem þessar. Hálfleiksræða Helga þjálfara var sú að menn skildu bara halda áfram að spila skynsamlega og reyna nýta vindinn. Segja má að ekki var eins hvasst í seinni hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og fljótlega bætti Guðni við sínu öðru marki eftir að hafa leikið glæsilega upp kantinn og upp með endalínu tekið 1,2 eða 3 leikmenn á og skoðið föstu skoti á markið sem vörðuinn hélt ekki, glæsilegt mark. Við áttum nokkur góð upphlaup sem hefðu átt að skila mörkum en aðstæður leyfðu engan “samba bolta” við höfum verið frægir fyrir. Eina svar heimamanna í seinni hálfleikur var grófur leikur sem dómarinn var alltof linur að taka á, tvisvar var brotið illa Kristni Agnarsyni sem tekið hafði stöðu Arons svo hann var nánast óleikhæfur síðustu 10 mín. leiksins enda hann ekki vanur að lúta í gras. Helgi ákvað að skerpa á sóknarleiknum og setti Snorra Má inná í stað Eyþórs og “kallinn” skapaði mikinn ursla í vörn heimamann og var óheppin að setja ekki mark í leiknum. Þriðja mark okkar gerði Sverrri Þór sem reyndi sér laglega í boltan eftir að Gunnar Sveinsson hafði brotist upp kantinn og gefið fyrir markið. Sverri bætti reyndar fjórða markinu við á lokamínótunni því boltinn var á stutta leið í markið þegar dómarinn flautaði leikinn af. Eftir leikinn var leikmönnum afhent silfurverðlaunin. Aron Már Smárason lék í dag sinn 70 leik fyrir Njarðvík og Kristinn Björnsson sinn 60 sem er mikill árangur fyrir þá Aron 22 ára og Kristinn 19 ára, báðir uppaldir leikmenn hjá Njarðvík. Mynd / Guðni fagnar seinna marki sínu Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Einar Valur Árnason (Árni Þór Ármannsson) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson 5.Eyþór Guðnason (Snorri Már Jónsson) 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Kristinn Örn Agnarsson). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Árni Þór Ármannsson 14. Einar Valur Árnason 15.Snorri Már Jónsson 16. Kristinn Örn Agnarsson Leikmenn fagna Guðna (10) sem gerði fyrsta marki leiksins Gunnar Sveins fagnar marki Sverris Þórs sem liggur á vellinum Markið sem dómarinn flautaði af áður en boltinn fór innf yrir línuna Allt á fullu í bleytunni Skot Eyþórs í slánna, boltinn á leið af slánni Kristinn Örn borinn af velli, Bjarni Sæm var með töskunna í leiknum og tók virkan þátt í leiknum þrátt fyrir að hafa meiðst á síðustu æfingu fyrir leik. Hugað að meiðslum Arons Kristinn Örn tekur við silfurverðlaunum sínum Annað sæti í 2. deild og sæti í 1.deild á ný var uppskeran hjá okkur í sumar. Möguleiki á sigri í 2.deild var til staðar fyrir leik okkar gegn Hugin á Seyðisfjarðarvelli og við mættum þangað með eitt í huga “sigur” og það gekk eftir 1 – 3 (1-4), en því miður tókst Sandgerðingum ekki að taka stig af Fjarðarbyggð. En að leik okkar við Hugin þar sem aðstæður til leiks voru ekki uppá það besta. Blautur völlur, og sumstaðar um svað að ræða ásamt hvassviðri settu svip sinn á viðureigina. Við vissum að heimamenn myndu ekki gefa neitt enda í fallhættu fyrir leikinn. Heimamenn spiluðu mjög fast sem dómarinn hefði átt að stoppa strax í upphafi, við misstum Aron Már útaf eftir innan við 15 mín en tvívegis var brotið illa á honum án þess að gefið yrði spjald. Undan vindinum reyndu heimamenn að senda hættulega bolta í átt að markii okkar sem oft skapaðist mikil hætta af og þeir unnu einar 6-7 hornspyrnur úr, ekki er þó hægt að segja að heimamenn hafi ráðið gangi mála því við áttum alltaf hættulegar sóknir. Fyrsta hættan við mark Hugins kom er Eyþór lyfti boltanum yfir markvörðinn og í slánna. Stuttu seinna fékk Guðni Erlendsson góða stungu innfyrir vörninna og lék laglega á markvörðinn og sendi boltann í netið 0 – 1. Stuttu seinna var dæmd vítaspyrna á okkur, alveg að ástæðulaust vildu okkar menn meina, en þetta getur gerst við aðstæður sem þessar. Hálfleiksræða Helga þjálfara var sú að menn skildu bara halda áfram að spila skynsamlega og reyna nýta vindinn. Segja má að ekki var eins hvasst í seinni hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og fljótlega bætti Guðni við sínu öðru marki eftir að hafa leikið glæsilega upp kantinn og upp með endalínu tekið 1,2 eða 3 leikmenn á og skoðið föstu skoti á markið sem vörðuinn hélt ekki, glæsilegt mark. Við áttum nokkur góð upphlaup sem hefðu átt að skila mörkum en aðstæður leyfðu engan “samba bolta” við höfum verið frægir fyrir. Eina svar heimamanna í seinni hálfleikur var grófur leikur sem dómarinn var alltof linur að taka á, tvisvar var brotið illa Kristni Agnarsyni sem tekið hafði stöðu Arons svo hann var nánast óleikhæfur síðustu 10 mín. leiksins enda hann ekki vanur að lúta í gras. Helgi ákvað að skerpa á sóknarleiknum og setti Snorra Má inná í stað Eyþórs og “kallinn” skapaði mikinn ursla í vörn heimamann og var óheppin að setja ekki mark í leiknum. Þriðja mark okkar gerði Sverrri Þór sem reyndi sér laglega í boltan eftir að Gunnar Sveinsson hafði brotist upp kantinn og gefið fyrir markið. Sverri bætti reyndar fjórða markinu við á lokamínótunni því boltinn var á stutta leið í markið þegar dómarinn flautaði leikinn af. Eftir leikinn var leikmönnum afhent silfurverðlaunin. Aron Már Smárason lék í dag sinn 70 leik fyrir Njarðvík og Kristinn Björnsson sinn 60 sem er mikill árangur fyrir þá Aron 22 ára og Kristinn 19 ára, báðir uppaldir leikmenn hjá Njarðvík. Mynd / Guðni fagnar seinna marki sínu Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Einar Valur Árnason (Árni Þór Ármannsson) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson 5.Eyþór Guðnason (Snorri Már Jónsson) 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Kristinn Örn Agnarsson). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Árni Þór Ármannsson 14. Einar Valur Árnason 15.Snorri Már Jónsson 16. Kristinn Örn Agnarsson Leikmenn fagna Guðna (10) sem gerði fyrsta marki leiksins Gunnar Sveins fagnar marki Sverris Þórs sem liggur á vellinum Markið sem dómarinn flautaði af áður en boltinn fór innf yrir línuna Allt á fullu í bleytunni Skot Eyþórs í slánna, boltinn á leið af slánni Kristinn Örn borinn af velli, Bjarni Sæm var með töskunna í leiknum og tók virkan þátt í leiknum þrátt fyrir að hafa meiðst á síðustu æfingu fyrir leik. Hugað að meiðslum Arons Kristinn Örn tekur við silfurverðlaunum sínum

