Jafntefli á Höfn
Jafntefli við Sindra 1 – 1 var niðurstaðan hjá okkur úr leik okkar við þá á Höfn í dag. Við byrjuðum leikinn á undan sterkum vindi og áttum nokkur upphlaup og sóknarlotur, reyndar var ekki gott að byggja upp sóknarlotur vegna vindsins. Sindramenn mættu fullir af baráttuhug til leiksins og vörðust vel og áttu einnig sýnar sóknir, baráttan var allsráðandi í fyrri hálfleik. Þegar seinni hálfleikur hófst hafði vind eitthvað lægt en sama baráttan hélt áfram, fyrsta mark leiksins kom á 60 mín þegar dæmd var vítaspyrna á Njarðvík. Boltinn átti að hafa farið í hönd leikmanns okkar að áliti línuvarðar. Eftir markið áttu Sindramenn stangarskot. Við sóttum látlaust sem eftir var af leiknum og áttum að fá dæmdar einar 3 vítaspyrnur þar sem boltinn fór í hönd leikmanns í vítateignum, þrátt fyrir að línuvörður flaggaði lét dómarinn það afskipta laust. Bjarni Sæmundsson jafnaði leikinn á 70 mín eftir harða atlögu. Með þessu jafntefli misstum við efsta sætið yfir til Fjarðarbyggðar sem sigraði í dag. Það má heita furðulegt að dómarinn sem settur er á leikinn skuli vera dómari sem dæmir fyrir Fjarðarbyggð, því þrátt fyrir að bæði liðinn sé búin að tryggja sér sæti í 1.deild er mótið ekki búið og keppni milli þessara félaga stendur um 1. sætið. Dómari sem er einnig arfaslakur og virtist ekki vera í mikilli æfingu. Guðni Erlendsson lék í dag sinn 180 leik fyrir Njarðvík. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson 5.Eyþór Guðnason (Árni Þór Ármannsson ) 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson (Einar Valur Árnason) 11.Kristinn Örn Agnarsson (Aron Már Smárason). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Bjarni St. Sveinbjörnsson 14. Einar Valur Árnason 15. Árni Þór Ármannsson 16. Aron Már Smárason Myndirnar eru úr leiknum Jafntefli við Sindra 1 – 1 var niðurstaðan hjá okkur úr leik okkar við þá á Höfn í dag. Við byrjuðum leikinn á undan sterkum vindi og áttum nokkur upphlaup og sóknarlotur, reyndar var ekki gott að byggja upp sóknarlotur vegna vindsins. Sindramenn mættu fullir af baráttuhug til leiksins og vörðust vel og áttu einnig sýnar sóknir, baráttan var allsráðandi í fyrri hálfleik. Þegar seinni hálfleikur hófst hafði vind eitthvað lægt en sama baráttan hélt áfram, fyrsta mark leiksins kom á 60 mín þegar dæmd var vítaspyrna á Njarðvík. Boltinn átti að hafa farið í hönd leikmanns okkar að áliti línuvarðar. Eftir markið áttu Sindramenn stangarskot. Við sóttum látlaust sem eftir var af leiknum og áttum að fá dæmdar einar 3 vítaspyrnur þar sem boltinn fór í hönd leikmanns í vítateignum, þrátt fyrir að línuvörður flaggaði lét dómarinn það afskipta laust. Bjarni Sæmundsson jafnaði leikinn á 70 mín eftir harða atlögu. Með þessu jafntefli misstum við efsta sætið yfir til Fjarðarbyggðar sem sigraði í dag. Það má heita furðulegt að dómarinn sem settur er á leikinn skuli vera dómari sem dæmir fyrir Fjarðarbyggð, því þrátt fyrir að bæði liðinn sé búin að tryggja sér sæti í 1.deild er mótið ekki búið og keppni milli þessara félaga stendur um 1. sætið. Dómari sem er einnig arfaslakur og virtist ekki vera í mikilli æfingu. Guðni Erlendsson lék í dag sinn 180 leik fyrir Njarðvík. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson 5.Eyþór Guðnason (Árni Þór Ármannsson ) 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson (Einar Valur Árnason) 11.Kristinn Örn Agnarsson (Aron Már Smárason). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Bjarni St. Sveinbjörnsson 14. Einar Valur Árnason 15. Árni Þór Ármannsson 16. Aron Már Smárason Myndirnar eru úr leiknum

