Sæti í 1. deild tryggt
Njarðvík tryggði sér sæti í 1.deild að ári þegar liðið sigraði Aftureldingu 5 – 1 á Njarðvíkurvelli í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og eftir aðeins 4 mín lá boltinn í netinu eftir skalla Eyþórs Guðnasonar, Eyþór var svo aftur á ferðinni á 12 mín. Afturelding minnkði munin á 22 mín með marki eftir aukaspyrnu. Stuttu seinna var mark dæmt af Guðna Erlendssyni eftir að hann hafði fengið boltann frá Eyþóri, menn voru ekki sammála um þá ákvörðun dómararans að dæma rangstöðu. Eyþór bætti við þriðja marki sýnu á 33 mín og Kristinn Björnsson skoraði fjórða markið á 44 mín. Í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum, gestirnir vörðust og oft skall hurð nærri hælum við mark þeirra. Fimmta mark okkar gerði Kristinn Örn Agnarsson á 57 mín er hann fylgdi fast eftir skalla Eyþórs í slánna. Það sem eftir lifði leiksins sóttu heimamenn á afláts en engin ógnun kom frá gestunum svo heita gat. Bjarni Sæmundsson lék í kvöld inn 160 leik með Njarðvík. Umfjöllun Fótbolta.net Viðtal við Helga Bogason á Fótbolta.net Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson (Einar Valur Árnason 86m) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson (Árni Þór Ármannsson 55m) 5.Eyþór Guðnason 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Kristinn Örn Agnarsson (Aron Már Smárason 86m ). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Bjarni St. Sveinbjörnsson 14. Einar Valur Árnason 15. Árni Þór Ármannsson 16. Aron Már Smárason Myndir úr leiknum Njarðvík tryggði sér sæti í 1.deild að ári þegar liðið sigraði Aftureldingu 5 – 1 á Njarðvíkurvelli í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og eftir aðeins 4 mín lá boltinn í netinu eftir skalla Eyþórs Guðnasonar, Eyþór var svo aftur á ferðinni á 12 mín. Afturelding minnkði munin á 22 mín með marki eftir aukaspyrnu. Stuttu seinna var mark dæmt af Guðna Erlendssyni eftir að hann hafði fengið boltann frá Eyþóri, menn voru ekki sammála um þá ákvörðun dómararans að dæma rangstöðu. Eyþór bætti við þriðja marki sýnu á 33 mín og Kristinn Björnsson skoraði fjórða markið á 44 mín. Í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum, gestirnir vörðust og oft skall hurð nærri hælum við mark þeirra. Fimmta mark okkar gerði Kristinn Örn Agnarsson á 57 mín er hann fylgdi fast eftir skalla Eyþórs í slánna. Það sem eftir lifði leiksins sóttu heimamenn á afláts en engin ógnun kom frá gestunum svo heita gat. Bjarni Sæmundsson lék í kvöld inn 160 leik með Njarðvík. Umfjöllun Fótbolta.net Viðtal við Helga Bogason á Fótbolta.net Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson (Einar Valur Árnason 86m) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson (Árni Þór Ármannsson 55m) 5.Eyþór Guðnason 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Kristinn Örn Agnarsson (Aron Már Smárason 86m ). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Bjarni St. Sveinbjörnsson 14. Einar Valur Árnason 15. Árni Þór Ármannsson 16. Aron Már Smárason Myndir úr leiknum

