Tap í hörkuleik
Njarðvík er úr leik í VISA bikarnum eftir 0 – 1 tap gegn KR. Leikurinn var hörkuleikur frá upphafi til enda og gaf dómarinn alls fimm gul spjöld á hvort lið og eitt rautt á KR inga. Njarðvíkurliðið mætti vel stemmt til leiks og var greiniegt á leikmönnum að þeir ætluðu ekki færa gestunum sigur á silfurfati, heldur börðust leikmenn allir sem einn. Heimamenn áttu í fyrri hálfleik tvo góða möguleika á að skora sem nýttust ekki. Mark KR kom síðan á 45 mín þegar dæmd var vítaspyrna á Snorra Má fyrir brot á sóknarmann. Í seinni hálfleik sóttum við undan vindi sem þó ekki hafði teljandi áhrif á leikinn. Sóknir heimamanna voru miklu hættulegri en KR inga og vorum við óheppnir að jafna ekki leikinn, tvisvar sinnum áttum við það hættuleg færi. Einnig sluppu KR ingar við tvo vítaspyrnudóma, sérstaklega þegar Snorri var sparkaður niður í teignum. Svo slæmt var sparkið að Snorri þurfti að yfirgefa völlinn meiddur sem gerist ekki á hverjum degi. Dómarinn þakkaði Snorra fyrir góðan leik með gulu spjaldi þegar hann yfirgaf völlinn fyrir að láta í ljós óánægju með úrskurð hans. Á lokamínótunum varði markvörður KR gott skot frá Magnúsi Ólafssyni. Eins og áður sagði var allt liðið að leika vel í leiknum og allir að leggja sitt í að reyna leggja KRinga sem meiga vera ánægðir með að hafa náð sigri í kvöld. Snorri Már Jónsson lék í kvöld sinn 150 leik fyrir Njarðvík og óskum við honum til hamingju með áfangan. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson3.Marteinn Guðjónsson (Kristinn Örn Agnarsson 83) 4.Snorri Már Jónsson 5.Eyþór Guðnason (Magnús Ólafsson 80) 6.Gestur Gylfason 7. Kristinn Björnsson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Mikel Herrero Idigoras. Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13. Magnús Ólafsson 14.Árni Þór Ármannsson 15.Einar Valur Arnason 16. Kristinn Örn Agnarsson 17. Alexander Magnússon 18. Þorsteinn Atli Georgsson. Umfjöllun Fótbolta.net Umfjöllun KR vefsins Umfjöllun stuðningmannasíðu KR Umfjöllun VF.is Hér fylgja svo nokkar myndir úr leiknum. Njarðvík er úr leik í VISA bikarnum eftir 0 – 1 tap gegn KR. Leikurinn var hörkuleikur frá upphafi til enda og gaf dómarinn alls fimm gul spjöld á hvort lið og eitt rautt á KR inga. Njarðvíkurliðið mætti vel stemmt til leiks og var greiniegt á leikmönnum að þeir ætluðu ekki færa gestunum sigur á silfurfati, heldur börðust leikmenn allir sem einn. Heimamenn áttu í fyrri hálfleik tvo góða möguleika á að skora sem nýttust ekki. Mark KR kom síðan á 45 mín þegar dæmd var vítaspyrna á Snorra Má fyrir brot á sóknarmann. Í seinni hálfleik sóttum við undan vindi sem þó ekki hafði teljandi áhrif á leikinn. Sóknir heimamanna voru miklu hættulegri en KR inga og vorum við óheppnir að jafna ekki leikinn, tvisvar sinnum áttum við það hættuleg færi. Einnig sluppu KR ingar við tvo vítaspyrnudóma, sérstaklega þegar Snorri var sparkaður niður í teignum. Svo slæmt var sparkið að Snorri þurfti að yfirgefa völlinn meiddur sem gerist ekki á hverjum degi. Dómarinn þakkaði Snorra fyrir góðan leik með gulu spjaldi þegar hann yfirgaf völlinn fyrir að láta í ljós óánægju með úrskurð hans. Á lokamínótunum varði markvörður KR gott skot frá Magnúsi Ólafssyni. Eins og áður sagði var allt liðið að leika vel í leiknum og allir að leggja sitt í að reyna leggja KRinga sem meiga vera ánægðir með að hafa náð sigri í kvöld. Snorri Már Jónsson lék í kvöld sinn 150 leik fyrir Njarðvík og óskum við honum til hamingju með áfangan. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson3.Marteinn Guðjónsson (Kristinn Örn Agnarsson 83) 4.Snorri Már Jónsson 5.Eyþór Guðnason (Magnús Ólafsson 80) 6.Gestur Gylfason 7. Kristinn Björnsson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Mikel Herrero Idigoras. Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13. Magnús Ólafsson 14.Árni Þór Ármannsson 15.Einar Valur Arnason 16. Kristinn Örn Agnarsson 17. Alexander Magnússon 18. Þorsteinn Atli Georgsson. Umfjöllun Fótbolta.net Umfjöllun KR vefsins Umfjöllun stuðningmannasíðu KR Umfjöllun VF.is Hér fylgja svo nokkar myndir úr leiknum.

