Jafntefli á Húsavík
Njarðvik gerði jafntefli við Völsung 1 – 1 á Húsavík í dag þegar liðin mættust í fjórðu umferð Íslandsmótsins. Völsungar voru fljótir að skora strax á 4 mín og verður það mark að skrifast á vörn okkar, mark sem aldrei átti að koma. Við markið fylltust heimamenn af krafti en fengu engin marktækifæri sem eftir var af fyrri hálfleik. Njarðvíkingar náðu sér aldrei á strik og menn langt frá sínu besta. Í seinnihálfleik var blásið til sóknar sem stóð yfir sem eftir var af leiknum. Nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum en vantaði herslumuninn. Hættulegasta færið kom er Sverrir Þór skaut í slánna. Jöfnunarmak okkar kom úr vítaspyrnu á 91 mín sem Guðni Erlendsson tók, markvörðurinn varði spyrnu Guðna en hann náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu. Það voru vissulega mikil vonbrigði að sigra ekki í dag en það er ekki sjálfgefið gegn baráttuglöðum Völsungum, það stefnir í spennandi mót þar sem allir geta gert öllum skráveifur. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Kristinn Örn Agnarsson (Árni Þór Ármannsson 54m) 3.Kristinn Björnsson 4.Snorri Már Jónsson 5.Gunnar Sveinsson (Sveinn Steingrímsson 62m) 6.Marteinn Guðjónsson 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Mikel Herrero Idigoras (Magnús Ólafsson 63m) 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Sveinn Steingrímsson 80m). Varamenn; 12.Kári Oddgeirsson 13.Magnús Ólafsson 14.Sveinn Steingrímsson 15.Árni Þór Ármannsson 16.Bjarni Sæmundsson Svipmyndir úr leiknum Njarðvik gerði jafntefli við Völsung 1 – 1 á Húsavík í dag þegar liðin mættust í fjórðu umferð Íslandsmótsins. Völsungar voru fljótir að skora strax á 4 mín og verður það mark að skrifast á vörn okkar, mark sem aldrei átti að koma. Við markið fylltust heimamenn af krafti en fengu engin marktækifæri sem eftir var af fyrri hálfleik. Njarðvíkingar náðu sér aldrei á strik og menn langt frá sínu besta. Í seinnihálfleik var blásið til sóknar sem stóð yfir sem eftir var af leiknum. Nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum en vantaði herslumuninn. Hættulegasta færið kom er Sverrir Þór skaut í slánna. Jöfnunarmak okkar kom úr vítaspyrnu á 91 mín sem Guðni Erlendsson tók, markvörðurinn varði spyrnu Guðna en hann náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu. Það voru vissulega mikil vonbrigði að sigra ekki í dag en það er ekki sjálfgefið gegn baráttuglöðum Völsungum, það stefnir í spennandi mót þar sem allir geta gert öllum skráveifur. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Kristinn Örn Agnarsson (Árni Þór Ármannsson 54m) 3.Kristinn Björnsson 4.Snorri Már Jónsson 5.Gunnar Sveinsson (Sveinn Steingrímsson 62m) 6.Marteinn Guðjónsson 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Mikel Herrero Idigoras (Magnús Ólafsson 63m) 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Sveinn Steingrímsson 80m). Varamenn; 12.Kári Oddgeirsson 13.Magnús Ólafsson 14.Sveinn Steingrímsson 15.Árni Þór Ármannsson 16.Bjarni Sæmundsson Svipmyndir úr leiknum

