Tap gegn Gróttu
Grótta sigraði Njarðvík 1 – 0 í fyrsta leik liðana í Deilarbikarkeppni KSÍ í Reykjaneshöll í dag. Í fyrri hálfleik voru Njarðvíkingar mun sterkari og aðgangsharðir við mark Gróttu en sókarlotur okkar manna skiluðu engum mörkum. Markvörðu Gróttu greip örugglega inní flestar fyrirgjafir sem komu fyrir markið og sókarmenn okkar notuðu fullmargar snertingar. Við erum á því að dómarinn hafi sleppt víti þegar Aron var felldur í vítateignum einnig að boltinn hafi verið inni þegar markvörður þeirra bjargaði á linu. Hættulegasta færi þeirra og jafnframt það eina var skot í slánna. Grótta náði forystunni á 49mín leiksins eftir að markverði okkar mistókst að ná til boltans eftir að hann var skallaður til baka á hann. Markið var sem vítamínsprauta fyrir Gróttu og barátta aukst til muna og hver einustu mistök sem við gerðum var þeirra hagur. Þær voru margar sóknir okkar í seinni hálfleik og allar runnu þær út í sandinn, það var eins og menn ætluðu að gera allt í einu. Fullmikið af mistökum sem ekki höfðu sést í síðustu æfingaleikjum. Það er ekkert annað en að rífa sig upp og læra af mistökum þessa leiks. Mynd / Helgi ræðir við Micel fyrir leikinn, Gunni Sveins teygjir Micel Herrero Idigoras Það sáust líka ljósir punktar hjá okkur sérstaklega í fyrri hálfleik, við nýttum okkur alla sjö varamennina. Eyþór fór meiddur útaf á 10mín og Rúnar Holm 17 ára leikmaður úr 2. flokki leysti hann af. Spánverjinn Micel stóð sig vel og sýndi skemmtilega takta. Það er stutt í næsta leik sem er gegn Huginn Seyðisfirði næsta föstudagkvöld kl. 20:00 í Reykjaneshöll. Byrjunarlið Njarðvík; 1. Guðmundur Á. Þórðarson 2. Árni Þór Ármannsson (Kristinn Örn Agnarsson 46m) 3. Kristinn Björnsson (Sveinn Steingrímsson 46m) 4. Gestur Gylfason 5. Eyþór Guðnason (Rúnar F. Holm 10m) 6. Marteinn Guðjónsson (Einar Valur Árnason 56m) 7. Aron Már Smárason (Jóhannes H. Bjarnason 75m) 8. Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Guðni Erlendsson (F) (Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 70m) 11. Micel Herrero Idigoras (Bjarni Sæmundsson 56m) Varamenn; 12. Bjarni Sæmundsson 13. Jóhannes H. Bjarnason 14. Einar Valur Árnason 15. Sveinn Steingrímsson 16. Kristinn Örn Agnarsson 17. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 18. Rúnar F. Holm. Í þessum leik léku þeir Gestur, Guðmundur, Jóhannes, Micel, Rúnar og Sveinn sína fyrstu mótsleiki með Njarðvik. Grótta sigraði Njarðvík 1 – 0 í fyrsta leik liðana í Deilarbikarkeppni KSÍ í Reykjaneshöll í dag. Í fyrri hálfleik voru Njarðvíkingar mun sterkari og aðgangsharðir við mark Gróttu en sókarlotur okkar manna skiluðu engum mörkum. Markvörðu Gróttu greip örugglega inní flestar fyrirgjafir sem komu fyrir markið og sókarmenn okkar notuðu fullmargar snertingar. Við erum á því að dómarinn hafi sleppt víti þegar Aron var felldur í vítateignum einnig að boltinn hafi verið inni þegar markvörður þeirra bjargaði á linu. Hættulegasta færi þeirra og jafnframt það eina var skot í slánna. Grótta náði forystunni á 49mín leiksins eftir að markverði okkar mistókst að ná til boltans eftir að hann var skallaður til baka á hann. Markið var sem vítamínsprauta fyrir Gróttu og barátta aukst til muna og hver einustu mistök sem við gerðum var þeirra hagur. Þær voru margar sóknir okkar í seinni hálfleik og allar runnu þær út í sandinn, það var eins og menn ætluðu að gera allt í einu. Fullmikið af mistökum sem ekki höfðu sést í síðustu æfingaleikjum. Það er ekkert annað en að rífa sig upp og læra af mistökum þessa leiks. Mynd / Helgi ræðir við Micel fyrir leikinn, Gunni Sveins teygjir Micel Herrero Idigoras Það sáust líka ljósir punktar hjá okkur sérstaklega í fyrri hálfleik, við nýttum okkur alla sjö varamennina. Eyþór fór meiddur útaf á 10mín og Rúnar Holm 17 ára leikmaður úr 2. flokki leysti hann af. Spánverjinn Micel stóð sig vel og sýndi skemmtilega takta. Það er stutt í næsta leik sem er gegn Huginn Seyðisfirði næsta föstudagkvöld kl. 20:00 í Reykjaneshöll. Byrjunarlið Njarðvík; 1. Guðmundur Á. Þórðarson 2. Árni Þór Ármannsson (Kristinn Örn Agnarsson 46m) 3. Kristinn Björnsson (Sveinn Steingrímsson 46m) 4. Gestur Gylfason 5. Eyþór Guðnason (Rúnar F. Holm 10m) 6. Marteinn Guðjónsson (Einar Valur Árnason 56m) 7. Aron Már Smárason (Jóhannes H. Bjarnason 75m) 8. Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Guðni Erlendsson (F) (Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 70m) 11. Micel Herrero Idigoras (Bjarni Sæmundsson 56m) Varamenn; 12. Bjarni Sæmundsson 13. Jóhannes H. Bjarnason 14. Einar Valur Árnason 15. Sveinn Steingrímsson 16. Kristinn Örn Agnarsson 17. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 18. Rúnar F. Holm. Í þessum leik léku þeir Gestur, Guðmundur, Jóhannes, Micel, Rúnar og Sveinn sína fyrstu mótsleiki með Njarðvik.

