Stofnfundur Ungmark
Á morgun laugardaginn 4. mars verður stofnfundur Ungmarks, minningasjóðs um Mile, Krsta Kristinn Stanojev fyrrum knattspyrnuþjálfara hjá Njarðvík. Það er hópur leikmanna sem æfðu undir stjórn Mile sem standa fyrir stofnun sjóðsins. Þeir Gunnar Þórarinsson, Guðmundur Sighvatsson og Örn Sævar Júlíusson hafa haft veg og vanda af undirbúningsvinnunni. Megin tilgangur minningasjóðsins er að efla barna og unglingastarf innan knattspyrnudeildarinnar og sérstaklega leggja áherslur félagsþroska, siðgæðisvitund og samkend sem stunda knattspyrnu hjá deildinni. Einnig mun sjóðurinn leggja sérstaka áherslu á forvarnarstarf gegn notkun ungmenna á vímuefni. Sérstakur gestur stofnfundarins verður ekkja Mile Sigfríður Vilhjámsdóttir og mun hún afhenda deildinni mynd af Mile sem ætlað er að setja upp í félagsaðstöðu deildarinnar. Stofn fundurinn verður haldinn í sal Ungmennafélags Njarðvíkur í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 17:00 á morgun laugardag. Allir þeir sem á einn og annan hátt hafa komið að starfsemi deildarinnar í gegnum árin eru velkomnir ásamt þeim sem áhuga hafa á. Hér fyrir neðan er að finna reglugerð fyrir sjóðin sem lögð verður fram á stofn fundinum. Ungmark – frá æsku til farsældar – Reglugerð fyrir UNGMARK, minningarsjóð um Míle, þjálfara hjá knattspyrnudeild Ungmennafélags Njarðvíkur Markmið sjóðsins er að efla unglingastarf knattspyrnudeildar UMFN. Megináherslu skal leggja á að efla félagsþroska, siðgæðisvitund og samkennd barna og unglinga sem stunda knattspyrnu á vegum félagsins, sem og líkamlega og andlega uppbyggingu þeirra, þannig að þeim veitist auðveldara að ná árangri í lífinu og verða ábyrgir og farsælir einstaklingar. Sérstök áhersla skal lögð á forvarnarstarf gegn notkun ungmennanna á hverskonar vímuefnum og þeim auðveldað að átta sig á andstæðum góðs lífs og lífsflótta. Stofnendur sjóðsins eru þeir sem æfðu og léku undir stjórn Míle, Krsta Kristins Stanojev, hjá knattspyrnudeild UMFN og leggja sjóðnum til stofnfé. Þá geta þeir orðið stofnendur sem hafa æft eða æfa og leika með UMFN eða hafa verið eða eru í stjórn knattspyrnudeildar UMFN og þeir sem starfa fyrir sjóðinn og leggja sjóðnum til stofnfé fyrir 15. september 2006. Síðan geta allir þeir sem síðar æfa eða eru í stjórn knattspyrnudeildarinnar svo og aðrir áhugamenn um knattspyrnu hjá UMFN gerst félagar í sjóðnum með því að leggja sjóðnum til fjárframlag. Haldinn skal aðalfundur ár hvert þar sem lögð skal fram skýrsla og ársreikningur um starf sjóðsins á liðnu ári. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn og tveir til vara, kosnir við stofnun sjóðsins og síðan á aðalfundi ár hvert. Stjórn sjóðsins skal kosin úr hópi félaga sjóðsins. Ef einhver úr stjórn eða varastjórn vill víkja úr stjórn eða hann fellur frá skal stjórn sjóðsins boða félaga til fundar sem kýs nýja stjórnarmenn í stað þeirra sem víkja eða falla frá. Stjórn sjóðsins skal leita til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem reiðubúnir eru að styrkja starfsemi sjóðsins með fjárframlögum eða öðrum framlögum. Þessir aðilar eru styrktaraðilar sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal ávaxta sjóðinn þannig að hann skili með öryggi sem mestri ávöxtun. Stjórn sjóðsins skal starfa í anda markmiðs sjóðsins hér að ofan. Hún getur sjálf haft frumkvæði af þeim verkefnum sem ráðist er í en jafnframt skal stjórnin taka við tilmælum og ábendingum frá stjórn knattspyrnudeildarinnar og þeim sem eru aðilar að sjóðnum Ef sjóðurinn verður lagður niður, skulu eignir hans renna til barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar UMFN. Njarðvík, 4. mars 2006 Á morgun laugardaginn 4. mars verður stofnfundur Ungmarks, minningasjóðs um Mile, Krsta Kristinn Stanojev fyrrum knattspyrnuþjálfara hjá Njarðvík. Það er hópur leikmanna sem æfðu undir stjórn Mile sem standa fyrir stofnun sjóðsins. Þeir Gunnar Þórarinsson, Guðmundur Sighvatsson og Örn Sævar Júlíusson hafa haft veg og vanda af undirbúningsvinnunni. Megin tilgangur minningasjóðsins er að efla barna og unglingastarf innan knattspyrnudeildarinnar og sérstaklega leggja áherslur félagsþroska, siðgæðisvitund og samkend sem stunda knattspyrnu hjá deildinni. Einnig mun sjóðurinn leggja sérstaka áherslu á forvarnarstarf gegn notkun ungmenna á vímuefni. Sérstakur gestur stofnfundarins verður ekkja Mile Sigfríður Vilhjámsdóttir og mun hún afhenda deildinni mynd af Mile sem ætlað er að setja upp í félagsaðstöðu deildarinnar. Stofn fundurinn verður haldinn í sal Ungmennafélags Njarðvíkur í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 17:00 á morgun laugardag. Allir þeir sem á einn og annan hátt hafa komið að starfsemi deildarinnar í gegnum árin eru velkomnir ásamt þeim sem áhuga hafa á. Hér fyrir neðan er að finna reglugerð fyrir sjóðin sem lögð verður fram á stofn fundinum. Ungmark – frá æsku til farsældar – Reglugerð fyrir UNGMARK, minningarsjóð um Míle, þjálfara hjá knattspyrnudeild Ungmennafélags Njarðvíkur Markmið sjóðsins er að efla unglingastarf knattspyrnudeildar UMFN. Megináherslu skal leggja á að efla félagsþroska, siðgæðisvitund og samkennd barna og unglinga sem stunda knattspyrnu á vegum félagsins, sem og líkamlega og andlega uppbyggingu þeirra, þannig að þeim veitist auðveldara að ná árangri í lífinu og verða ábyrgir og farsælir einstaklingar. Sérstök áhersla skal lögð á forvarnarstarf gegn notkun ungmennanna á hverskonar vímuefnum og þeim auðveldað að átta sig á andstæðum góðs lífs og lífsflótta. Stofnendur sjóðsins eru þeir sem æfðu og léku undir stjórn Míle, Krsta Kristins Stanojev, hjá knattspyrnudeild UMFN og leggja sjóðnum til stofnfé. Þá geta þeir orðið stofnendur sem hafa æft eða æfa og leika með UMFN eða hafa verið eða eru í stjórn knattspyrnudeildar UMFN og þeir sem starfa fyrir sjóðinn og leggja sjóðnum til stofnfé fyrir 15. september 2006. Síðan geta allir þeir sem síðar æfa eða eru í stjórn knattspyrnudeildarinnar svo og aðrir áhugamenn um knattspyrnu hjá UMFN gerst félagar í sjóðnum með því að leggja sjóðnum til fjárframlag. Haldinn skal aðalfundur ár hvert þar sem lögð skal fram skýrsla og ársreikningur um starf sjóðsins á liðnu ári. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn og tveir til vara, kosnir við stofnun sjóðsins og síðan á aðalfundi ár hvert. Stjórn sjóðsins skal kosin úr hópi félaga sjóðsins. Ef einhver úr stjórn eða varastjórn vill víkja úr stjórn eða hann fellur frá skal stjórn sjóðsins boða félaga til fundar sem kýs nýja stjórnarmenn í stað þeirra sem víkja eða falla frá. Stjórn sjóðsins skal leita til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem reiðubúnir eru að styrkja starfsemi sjóðsins með fjárframlögum eða öðrum framlögum. Þessir aðilar eru styrktaraðilar sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal ávaxta sjóðinn þannig að hann skili með öryggi sem mestri ávöxtun. Stjórn sjóðsins skal starfa í anda markmiðs sjóðsins hér að ofan. Hún getur sjálf haft frumkvæði af þeim verkefnum sem ráðist er í en jafnframt skal stjórnin taka við tilmælum og ábendingum frá stjórn knattspyrnudeildarinnar og þeim sem eru aðilar að sjóðnum Ef sjóðurinn verður lagður niður, skulu eignir hans renna til barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar UMFN. Njarðvík, 4. mars 2006

