Yfirlit yfir yngri flokka starfið
Ef litið er yfir síðasta starfsár yngri flokka sem við miðum við 3. flokk drengja og niður er ekki annað hægt en vera sáttur við útkomuna. Flokkar okkar eru að mæta þetta 130 – 140 sinnum á æfingu yfir starfsárið og leika um vel á þriðja hundarð leiki í allskonar mótum við allskonar aðstæður. Þetta er mikill tími sem fer í þetta hjá iðkendum og foreldrar eyða miklum tíma einnig í að fylgja eftir börnum sínum. Það er því upplagt að fara aðeins yfir helstu verkefni flokkana á liðnu tímabili. Það er helst í yngstu flokkunum sem hægt er að hafa einhverjar áhyggjur, þá vegna hversu fáir nýjir koma inn miðað við fyrri ár en það stendur vonandi allt til bóta. Mynd / Einar Freyr Andrésson leikmaður í 4. flokki reynir við markmannsvegginn sem þýsku bíllinn heimsótti okkur með fyrir stuttu. Hjá 3. flokki aðalverkefni þeirra Íslandsmótið þar sem þeir léku í c riðli og höfnuðu í þriðja sæti, við höfðum gert okkur vonir um að þeir ættu möguleika á sæti í úrslitakeppni um að komast uppúr riðlinum. Um 16 strákar æfðu í 3 flokki í sumar og nokkrir þeirra léku einnig með 2. flokki. Óhætt er að segja að starfsár 3. flokks hafi verið árangursríkt á vissan hátt, okkur tókst að halda öllum þeim drengjum sem hafa haldið starfinu gangandi í boltanum og einir sjö ganga uppí 2. flokk og er ekki að sjá að þeir allir haldi áfram. 4. flokkur í ár var stæðsti flokkur sem við höfum átt í 11 manna boltanum til þessa. Vegna þessa fjölda sáum við okkur fært að gera út 2 lið í Íslandmótinu í sumar. A liðið sigraði B riðill og tók þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Liðið tapaði tveimur leikjum með minnsta mun og vann einn stórt í mjög jöfnum riðli sem leikinn var á Akureyri í sumar. Flokkurinn var einnig Suðurnesjameistari í a liðum. Um 24 srákar æfðu með 4. flokki í sumar. 5. Flokkur lék í A riðli Íslandsmótsins sem var full stór bita fyrir ekki stærri leikmannahóp og okkar. Það var vitað mál fyrir mótið að við ættum ekki möguleika að verja sæti okkar þar. Flokkurinn tók að venju þátt í ESSO mótinu á Akureyri ásamt nokkrum minni mótum. Flokkurinn taldi um 20 stráka en sumarfrí settu svip sinn á starfsemi flokksin. Hjá 6 Flokki var stæðsta verkefni flokksins var að sjálfsögðu Shellmótið og árangur þar bara nokkuð góður. Einnig vorum við með á Pollamóti KSÍ og þar tryggði B liðið sér sæti í úrslitum og stóðu sig þar bara vel miðað við að vera í riðli með stæðstu liðum landsins. B liðið vann einnig Suðurnesjamótið. Um 20 strákar æfðu í 6 flokki í sumar. 7 Flokkur tók þátt í nokkrum mótum á árinu. Aðal keppni þeirra var Skagamótið á Akranesi. Okkur gekk vel þar og sigruðum þar í B liðum. Einnig sigraði B liðið Suðurnesjamótið. Rúmlega 20 strákar æfðu með 7. flokki í sumar. 5. fl stúlkna var eini stúlkna flokkurinn sem starfræktur hjá okkur. Fjöldi íðkenda hefur ekki verið mikill þetta 9 12 stúlkur þó oftast hefur verið 9 stelpur. Þetta er engan veginn nóg. Samt höfum við þrjóskast við og haldið þeim í starfinu. Þær tóku þátt í Íslandsmótinu og voru í B riðli og lentu í efsta sæti sem gaf þó ekki sæti í úrslitum. Einnig fór þær á Pæjumótið í Eyjum. Ef litið er yfir síðasta starfsár yngri flokka sem við miðum við 3. flokk drengja og niður er ekki annað hægt en vera sáttur við útkomuna. Flokkar okkar eru að mæta þetta 130 – 140 sinnum á æfingu yfir starfsárið og leika um vel á þriðja hundarð leiki í allskonar mótum við allskonar aðstæður. Þetta er mikill tími sem fer í þetta hjá iðkendum og foreldrar eyða miklum tíma einnig í að fylgja eftir börnum sínum. Það er því upplagt að fara aðeins yfir helstu verkefni flokkana á liðnu tímabili. Það er helst í yngstu flokkunum sem hægt er að hafa einhverjar áhyggjur, þá vegna hversu fáir nýjir koma inn miðað við fyrri ár en það stendur vonandi allt til bóta. Mynd / Einar Freyr Andrésson leikmaður í 4. flokki reynir við markmannsvegginn sem þýsku bíllinn heimsótti okkur með fyrir stuttu. Hjá 3. flokki aðalverkefni þeirra Íslandsmótið þar sem þeir léku í c riðli og höfnuðu í þriðja sæti, við höfðum gert okkur vonir um að þeir ættu möguleika á sæti í úrslitakeppni um að komast uppúr riðlinum. Um 16 strákar æfðu í 3 flokki í sumar og nokkrir þeirra léku einnig með 2. flokki. Óhætt er að segja að starfsár 3. flokks hafi verið árangursríkt á vissan hátt, okkur tókst að halda öllum þeim drengjum sem hafa haldið starfinu gangandi í boltanum og einir sjö ganga uppí 2. flokk og er ekki að sjá að þeir allir haldi áfram. 4. flokkur í ár var stæðsti flokkur sem við höfum átt í 11 manna boltanum til þessa. Vegna þessa fjölda sáum við okkur fært að gera út 2 lið í Íslandmótinu í sumar. A liðið sigraði B riðill og tók þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Liðið tapaði tveimur leikjum með minnsta mun og vann einn stórt í mjög jöfnum riðli sem leikinn var á Akureyri í sumar. Flokkurinn var einnig Suðurnesjameistari í a liðum. Um 24 srákar æfðu með 4. flokki í sumar. 5. Flokkur lék í A riðli Íslandsmótsins sem var full stór bita fyrir ekki stærri leikmannahóp og okkar. Það var vitað mál fyrir mótið að við ættum ekki möguleika að verja sæti okkar þar. Flokkurinn tók að venju þátt í ESSO mótinu á Akureyri ásamt nokkrum minni mótum. Flokkurinn taldi um 20 stráka en sumarfrí settu svip sinn á starfsemi flokksin. Hjá 6 Flokki var stæðsta verkefni flokksins var að sjálfsögðu Shellmótið og árangur þar bara nokkuð góður. Einnig vorum við með á Pollamóti KSÍ og þar tryggði B liðið sér sæti í úrslitum og stóðu sig þar bara vel miðað við að vera í riðli með stæðstu liðum landsins. B liðið vann einnig Suðurnesjamótið. Um 20 strákar æfðu í 6 flokki í sumar. 7 Flokkur tók þátt í nokkrum mótum á árinu. Aðal keppni þeirra var Skagamótið á Akranesi. Okkur gekk vel þar og sigruðum þar í B liðum. Einnig sigraði B liðið Suðurnesjamótið. Rúmlega 20 strákar æfðu með 7. flokki í sumar. 5. fl stúlkna var eini stúlkna flokkurinn sem starfræktur hjá okkur. Fjöldi íðkenda hefur ekki verið mikill þetta 9 12 stúlkur þó oftast hefur verið 9 stelpur. Þetta er engan veginn nóg. Samt höfum við þrjóskast við og haldið þeim í starfinu. Þær tóku þátt í Íslandsmótinu og voru í B riðli og lentu í efsta sæti sem gaf þó ekki sæti í úrslitum. Einnig fór þær á Pæjumótið í Eyjum.

