Tap gegn Leikni
Vonir okkar Njarðvíkinga um að komast í hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um sæti í 1. deild að ári urðu að engu eftir 3 – 2 tapa á Leikinsvelli í kvöld. Þetta var mikill baráttu leikur og voru Leiknismenn fyrr til að skora á 15 mín. Rafn Vilbergsson jafnaði stuttu síðar en Leiknismenn náðu aftur forystunni. Aron Már Smárason jafnaði svo með góðum skalla. Það sem eftir var af fyrri hálfleik náðum við að ógna Leiknismönnum nokkru sinnum og tvisvar var bjargað á síðustu stundu. Sigurmarkið kom svo á 70 mín en fram að því höfðu liðin sótt til skiptis, það sem eftir lifði af leiknum reyndum við án árangurs að jafn en tókst ekki. Þar sem Stjarnan sigraði Leiftur Dalvík örugglega tryggðu þeir sér annað sætið. Þetta er súrt fyrir okkur en nú er það bara að tryggja þriðja sætið um næstu helgi þegar Stjarnan kemur í heimsókn í lokaumferðinni. Byrjunarlið okkar var svona skipað: 1. Friðrik Árnason 2. Árni Ármannsson 3.Rafn Vilbergsson 4. Snorri Már Jónsson 5. Kristinn Örn Agnarsson 6. Marteinn Guðjónsson 7. Hafsteinn Rúnarsson 8. Sverrir Þór Sverrisson ( Kristinn Björnsson ) 9. Aron Már Smárason ( Gunnar Sveinsson ) 10. Guðni Erlendsson 11. Micheal Jónsson ( Samir Mesetovic ). Varamenn sem ekki komu inná: 12. Ingvar Jónsson 16. Einar Valur Árnason Umfjöllun Víkurfrétta Myndir úr leiknum Vonir okkar Njarðvíkinga um að komast í hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um sæti í 1. deild að ári urðu að engu eftir 3 – 2 tapa á Leikinsvelli í kvöld. Þetta var mikill baráttu leikur og voru Leiknismenn fyrr til að skora á 15 mín. Rafn Vilbergsson jafnaði stuttu síðar en Leiknismenn náðu aftur forystunni. Aron Már Smárason jafnaði svo með góðum skalla. Það sem eftir var af fyrri hálfleik náðum við að ógna Leiknismönnum nokkru sinnum og tvisvar var bjargað á síðustu stundu. Sigurmarkið kom svo á 70 mín en fram að því höfðu liðin sótt til skiptis, það sem eftir lifði af leiknum reyndum við án árangurs að jafn en tókst ekki. Þar sem Stjarnan sigraði Leiftur Dalvík örugglega tryggðu þeir sér annað sætið. Þetta er súrt fyrir okkur en nú er það bara að tryggja þriðja sætið um næstu helgi þegar Stjarnan kemur í heimsókn í lokaumferðinni. Byrjunarlið okkar var svona skipað: 1. Friðrik Árnason 2. Árni Ármannsson 3.Rafn Vilbergsson 4. Snorri Már Jónsson 5. Kristinn Örn Agnarsson 6. Marteinn Guðjónsson 7. Hafsteinn Rúnarsson 8. Sverrir Þór Sverrisson ( Kristinn Björnsson ) 9. Aron Már Smárason ( Gunnar Sveinsson ) 10. Guðni Erlendsson 11. Micheal Jónsson ( Samir Mesetovic ). Varamenn sem ekki komu inná: 12. Ingvar Jónsson 16. Einar Valur Árnason Umfjöllun Víkurfrétta Myndir úr leiknum

