Góð ferð til Plymount
Tveir drengir úr 4. flokki þeir Haukur Harðarson og Kristjón Freyr Hjaltested komu í gær heim eftir að hafa dvalist í tæpa viku við æfingar hjá enska 1. deildar félaginu Plymounth Argyle. Strákarnir gistu á heimavist sem félagið rekur í gömlu hóteli og æfðu við mjög góðar aðstæður. Í þessum hóp æfa einir 18 strákar víða frá Englandi, einn íri og tveir ungverjar. Með strákunum í ferðinni voru þeir Freyr Sverrisson þjálfari drengjana og Leifur Gunnlaugsson framkvæmdastjóri deildarinnar en þeir kynntu sér starfsemi félagsins. Mjög vel var tekið á móti okkur og var unnið með okkar stráka alveg eins og þá sem eru hjá félaginu og þeir látnir taka þátt í sömu störfum og hinir drengirnir t.d á leikjum aðalliðsins. Þessi ferð var okkur mjög gagnleg þar sem okkur gafst gott tækifæri til að kynnast hvernig þessum málum er háttað hjá félagi af þessari stærðargráðu. Hjá þessu félagi er landi okkar Bjarni Guðjónsson sem tók vel á móti okkur og bauð okkur í mat heim til sín, hann lét einnig mjög vel af dvöl sinni hjá félaginu en hann er samningsbundin til næsta vors. Stákarnir voru mjög ánægðir með ferðina og allt sem tengdist henni. Mynd / Kristjón Freyr og Haukur með nýju stúkuna á Home Park í baksín. Kristjón og Haukur ásamt Bjarna Guðjónssyni Kristjón með góða takta John James yfirmaður Youth Development og Stuard Gibson yfirþjáfari John James og Freyr spjalla saman Slappað af eftir góða æfingu Gömul stjarna Taribo West sem ný komin er til félagsins Tveir drengir úr 4. flokki þeir Haukur Harðarson og Kristjón Freyr Hjaltested komu í gær heim eftir að hafa dvalist í tæpa viku við æfingar hjá enska 1. deildar félaginu Plymounth Argyle. Strákarnir gistu á heimavist sem félagið rekur í gömlu hóteli og æfðu við mjög góðar aðstæður. Í þessum hóp æfa einir 18 strákar víða frá Englandi, einn íri og tveir ungverjar. Með strákunum í ferðinni voru þeir Freyr Sverrisson þjálfari drengjana og Leifur Gunnlaugsson framkvæmdastjóri deildarinnar en þeir kynntu sér starfsemi félagsins. Mjög vel var tekið á móti okkur og var unnið með okkar stráka alveg eins og þá sem eru hjá félaginu og þeir látnir taka þátt í sömu störfum og hinir drengirnir t.d á leikjum aðalliðsins. Þessi ferð var okkur mjög gagnleg þar sem okkur gafst gott tækifæri til að kynnast hvernig þessum málum er háttað hjá félagi af þessari stærðargráðu. Hjá þessu félagi er landi okkar Bjarni Guðjónsson sem tók vel á móti okkur og bauð okkur í mat heim til sín, hann lét einnig mjög vel af dvöl sinni hjá félaginu en hann er samningsbundin til næsta vors. Stákarnir voru mjög ánægðir með ferðina og allt sem tengdist henni. Mynd / Kristjón Freyr og Haukur með nýju stúkuna á Home Park í baksín. Kristjón og Haukur ásamt Bjarna Guðjónssyni Kristjón með góða takta John James yfirmaður Youth Development og Stuard Gibson yfirþjáfari John James og Freyr spjalla saman Slappað af eftir góða æfingu Gömul stjarna Taribo West sem ný komin er til félagsins

