Reykjaneshöllinn fimm ára
Í dag verður haldið uppá fimm ára afmæli Reykjaneshallarinnar. Fimm ár eru fljót að líða þegar hugsað er til baka, því manni finnst ekki svo langt síðan höllinn var tekin í notkun. Við Njarðvíkingar höfum nýtt þetta mannvirki eins og best verður á kosið þessi fimm ár. Það má sjá glögglega á starfsemi okkar og framgangi. Reykjaneshöllin er okkar annar heimavöllur og höfum við nýtt okkur hana óspart til þessa. Um leið og við óskum bæjarbúum til hamingju með daginn viljum við þakka starfsfólkinu gott samstarf og bæjaryfirvöldum fyrir að hafa sýnt þessa framsýni að koma þessu mannvirki upp. Af því tilefni verður opið hús í höllinni í dag, föstudaginn 18. febrúar og verður boðið upp á kaffi og kleinur frá 9:00 til 12:00. Myndir / frá mótshaldi í Reykjaneshöll Í dag verður haldið uppá fimm ára afmæli Reykjaneshallarinnar. Fimm ár eru fljót að líða þegar hugsað er til baka, því manni finnst ekki svo langt síðan höllinn var tekin í notkun. Við Njarðvíkingar höfum nýtt þetta mannvirki eins og best verður á kosið þessi fimm ár. Það má sjá glögglega á starfsemi okkar og framgangi. Reykjaneshöllin er okkar annar heimavöllur og höfum við nýtt okkur hana óspart til þessa. Um leið og við óskum bæjarbúum til hamingju með daginn viljum við þakka starfsfólkinu gott samstarf og bæjaryfirvöldum fyrir að hafa sýnt þessa framsýni að koma þessu mannvirki upp. Af því tilefni verður opið hús í höllinni í dag, föstudaginn 18. febrúar og verður boðið upp á kaffi og kleinur frá 9:00 til 12:00. Myndir / frá mótshaldi í Reykjaneshöll

