Tap fyrir HK
Njarðvík tapaði 3 – 0 fyrir HK á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn fór vel á stað og skiptust liðin á að sækja og áttu þau bæði góð færi. Á 39 mín var svo dæmd vítaspyrna á Njarðvík þegar boltinn hafnaði slysalega í hendi okkar leikmanns eftir að varnarmaður okkar hafi hreinsað frá og boltinn lent í samherja og þaðan í hendi. Dómarinn var seinn að kveða upp dóm sinn enda var engin hætta á ferðum. HK menn juku forystu sína á 44 mín. Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik og á 70 mín fengu við á okkur slysalegt mark er skot hafði viðkomu í leikmanni okkar. Þetta var ekki okkar dagur í dag og greinilegt að við þurfum að fara að skora mörk úr þessum upplögðu færum okkar því andstæðingar okkar þurfa ekki að eiga stórleiki til að sigra okkur eins og í kvöld. Myndir / úr leiknum Kristinn Björnsson var í kvöld í fyrsta skipti í byrjunarliðinu, aðeins 16 ára Íslandsmót 1.deild HK – NJARÐVÍK 3 – 0 ( 2 – 0 ) Kópavogsvöllur Byrjunarlið Njarðvík 1.Friðrik Árnason, 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Ingi Magnússon, 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Eyþór Guðnason, 6.Einar Freyr Sigurðsson, 7. Kristinn Örn Agnarsson ( Aron Már Smárason ), 8. Kristinn Björnsson ( Milan Janocvic ) , 9. Gunnar Sveinsson ( Michael Jónsson ), 10.Guðni Erlendsson, 11.Jóhann Helgi Aðalgeirsson Varamenn 12.Rúnar Dór Daníelsson,13. Michael Jónsson, 14.Einar Valur Árnason, 15.Milan Janocvic , 16.Aron Már Smárason. Njarðvík tapaði 3 – 0 fyrir HK á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn fór vel á stað og skiptust liðin á að sækja og áttu þau bæði góð færi. Á 39 mín var svo dæmd vítaspyrna á Njarðvík þegar boltinn hafnaði slysalega í hendi okkar leikmanns eftir að varnarmaður okkar hafi hreinsað frá og boltinn lent í samherja og þaðan í hendi. Dómarinn var seinn að kveða upp dóm sinn enda var engin hætta á ferðum. HK menn juku forystu sína á 44 mín. Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik og á 70 mín fengu við á okkur slysalegt mark er skot hafði viðkomu í leikmanni okkar. Þetta var ekki okkar dagur í dag og greinilegt að við þurfum að fara að skora mörk úr þessum upplögðu færum okkar því andstæðingar okkar þurfa ekki að eiga stórleiki til að sigra okkur eins og í kvöld. Myndir / úr leiknum Kristinn Björnsson var í kvöld í fyrsta skipti í byrjunarliðinu, aðeins 16 ára Íslandsmót 1.deild HK – NJARÐVÍK 3 – 0 ( 2 – 0 ) Kópavogsvöllur Byrjunarlið Njarðvík 1.Friðrik Árnason, 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Ingi Magnússon, 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Eyþór Guðnason, 6.Einar Freyr Sigurðsson, 7. Kristinn Örn Agnarsson ( Aron Már Smárason ), 8. Kristinn Björnsson ( Milan Janocvic ) , 9. Gunnar Sveinsson ( Michael Jónsson ), 10.Guðni Erlendsson, 11.Jóhann Helgi Aðalgeirsson Varamenn 12.Rúnar Dór Daníelsson,13. Michael Jónsson, 14.Einar Valur Árnason, 15.Milan Janocvic , 16.Aron Már Smárason.

