Tap fyrir Grindavík
Njarðvík tapaði sínum öðrum leik sínum í deildarbikarnum og nú gegn Grindavík 4 – 2 í Reykjaneshöll í gærkvöldi. Óhætt er að segja að allt frá upphafi til enda var leikurinn á mjög háu tempói likt og svona nágrannaslagir verða gjarnan og góð skemmtun fyrir áhorfendur sem voru um 200. Njarðvíkingar voru fyrr til að skora, þegar Guðni Erlendsson setti boltann í netið á 13m. Grindvíkingar náðu að jafna á á 19m þegar hættulaust skot Grindvíkinga sigldi gegnum vörn okkar og misheppnuð tilraun til að bjarga á línu kom boltanum í netið á endanum. Grindvíkingar náðu forystunni á 52m leiksins eftir snögga sókn og þeir bættu við þriðja markinu á 70m. Fjórða markið kom svo á 80m, ekki er hægt að segja að um yfirburði væri að ræða heldur góða nýtingu á færum því allan tímann vorum við spila vel gegn þeim og hafa betur í baráttunni um boltann. Bjarni Sæmundsson setti annað mark okkar á 90m úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörð Grindvíkinga fyrir að fella Aron Már. Deildarbikarkeppni KSÍ a riðill GRINDAVÍK – NJARÐVÍK 5 – 1 ( 4 – 0 ) Reykjaneshöll Byrjunarlið Njarðvíkur; 1. Friðrik Árnason, 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Örn Agnarsson ( Guðmundur Þór Brynjarsson ), 4. Snorri Már Jónsson ( Aron Már Smárason ), 5. Eyþór Guðnason, 6. Einar Freyr Sigurðsson ( Ólafur Þór Gylfason ), 7. Gunnar Örn Einarsson ( Kristinn Björnsson ), 8. Jón Fannar Guðmundsson, 9. Kristinn Magnússon, 10. Guðni Erlendsson, 11. Gunnar Sveinsson ( Oddur Björnsson ). Varamenn; 12. Oddur Björnsson, 13. Kristinn Björnsson, 14. Ólafur Þór Gylfason, 15. Aron Már Smárason, 16. Guðmundur Þór Brynjarsson. Njarðvík tapaði sínum öðrum leik sínum í deildarbikarnum og nú gegn Grindavík 4 – 2 í Reykjaneshöll í gærkvöldi. Óhætt er að segja að allt frá upphafi til enda var leikurinn á mjög háu tempói likt og svona nágrannaslagir verða gjarnan og góð skemmtun fyrir áhorfendur sem voru um 200. Njarðvíkingar voru fyrr til að skora, þegar Guðni Erlendsson setti boltann í netið á 13m. Grindvíkingar náðu að jafna á á 19m þegar hættulaust skot Grindvíkinga sigldi gegnum vörn okkar og misheppnuð tilraun til að bjarga á línu kom boltanum í netið á endanum. Grindvíkingar náðu forystunni á 52m leiksins eftir snögga sókn og þeir bættu við þriðja markinu á 70m. Fjórða markið kom svo á 80m, ekki er hægt að segja að um yfirburði væri að ræða heldur góða nýtingu á færum því allan tímann vorum við spila vel gegn þeim og hafa betur í baráttunni um boltann. Bjarni Sæmundsson setti annað mark okkar á 90m úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörð Grindvíkinga fyrir að fella Aron Már. Deildarbikarkeppni KSÍ a riðill GRINDAVÍK – NJARÐVÍK 5 – 1 ( 4 – 0 ) Reykjaneshöll Byrjunarlið Njarðvíkur; 1. Friðrik Árnason, 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Örn Agnarsson ( Guðmundur Þór Brynjarsson ), 4. Snorri Már Jónsson ( Aron Már Smárason ), 5. Eyþór Guðnason, 6. Einar Freyr Sigurðsson ( Ólafur Þór Gylfason ), 7. Gunnar Örn Einarsson ( Kristinn Björnsson ), 8. Jón Fannar Guðmundsson, 9. Kristinn Magnússon, 10. Guðni Erlendsson, 11. Gunnar Sveinsson ( Oddur Björnsson ). Varamenn; 12. Oddur Björnsson, 13. Kristinn Björnsson, 14. Ólafur Þór Gylfason, 15. Aron Már Smárason, 16. Guðmundur Þór Brynjarsson.

