B liðið óvænt úr leik
UMFN B féllu mjög óvænt úr leik í Bikarkeppni Lýsingar í gær þegar þeir lágu gegn Hamar/Selfoss í Ljónagryfjunni 73-95. B-liðið var skipað nokkrum gömlum refum auk þess sem Óskar Hauksson knattspyrnusnillingurinn hjá KR spilaði sinn fyrsta mfl leik með UMFN. Jón Júlíus Árnason dustaði rykið af gömlu Converse skónum og lék með piltunum og yfirþungavigtarmennirnir Örvar Kristjánsson og Ásgeir Guðbjartsson hífðu upp meðalþyngd liðsins. Ragnar Halldór Ragnarsson mætti einnig með fallbyssuna en annars var liðið skipað ungum leikmönnum UMFN. Leikurinn var gríðarlega vel leikinn og þeir sárafáu sem mættu fengu mikið fyrir sinn snúð. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegir taktar litu dagsins ljós. Jónas varði t.d sitt fyrsta skot á ferlinum þegar hann varði harkalega sniðskot George Byrd. Ragnar og Örvar voru funheitir í 3ja stiga skotunum í fyrri hálfleik og komu Hamrsmönnum oft á tíðum í klandur. Hamarsmenn litu út eins og skólastúlkur í höndunum á Njarðvíkurpiltum á löngum köflum en staðan í hálfleik var 39-42 gestunum í vil. Í síðari hálfleik misstu heimamenn tökin og fóru að reyna allt of erfiða og flókna hluti. Formið var líka að plaga ákveðna menn sem blésu eins og búrhveli í byrjun 3 leikhluta. Nefnum engin nöfn ( Örvar & Geiri ) en formleysið á þessum mönnum var yngri mönnum til vansa. Daníel og Rúnar léku ágætlega sem leikstjórnendur en það voru þeir Jón Júlíus og Óskar Hauksson sem stálu senunni. Jón setti 4 stig og reif 3 fráköst ( Persónulegt met, bætt um helming ) og sannaði það að allt er fertugum fært. Óskar sýndi lipra takta og tók 3 fráköst og skoraði svo fallegustu körfu leiksins þegar hann stal knettinum fimlega af George Byrd og lagði hann af glæsibrag í körfuna við mikinn fögnuð áhorfenda. Hamarsmenn geta talið sig heppna að hafa farið með sigur af hólmi enda B-lið UMFN gríðarlega sterkt. Bojan Bojovic og George Byrd voru atkvæðamestir gestanna með 17 og 15 stig en máttu sín lítils í frákastabaráttunni gegn háloftafuglunum Ásgeiri og Örvari. Stigaskor UMFN B: Ragnar 16 stig 6 fráköst Hjörtur 16 stig 5 fráköst 4 stoðsendingar Örvar 13 stig 9 fráköst Ásgeir 7 stig 8 fráköst Jónas 5 stig 5 villur Daníel 5 stig Elías 5 stig Jón Júlús 4 stig Óskar 2 stig Rúnar Ingi 4 fráköst Höfundur: Geiri UMFN B féllu mjög óvænt úr leik í Bikarkeppni Lýsingar í gær þegar þeir lágu gegn Hamar/Selfoss í Ljónagryfjunni 73-95. B-liðið var skipað nokkrum gömlum refum auk þess sem Óskar Hauksson knattspyrnusnillingurinn hjá KR spilaði sinn fyrsta mfl leik með UMFN. Jón Júlíus Árnason dustaði rykið af gömlu Converse skónum og lék með piltunum og yfirþungavigtarmennirnir Örvar Kristjánsson og Ásgeir Guðbjartsson hífðu upp meðalþyngd liðsins. Ragnar Halldór Ragnarsson mætti einnig með fallbyssuna en annars var liðið skipað ungum leikmönnum UMFN. Leikurinn var gríðarlega vel leikinn og þeir sárafáu sem mættu fengu mikið fyrir sinn snúð. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegir taktar litu dagsins ljós. Jónas varði t.d sitt fyrsta skot á ferlinum þegar hann varði harkalega sniðskot George Byrd. Ragnar og Örvar voru funheitir í 3ja stiga skotunum í fyrri hálfleik og komu Hamrsmönnum oft á tíðum í klandur. Hamarsmenn litu út eins og skólastúlkur í höndunum á Njarðvíkurpiltum á löngum köflum en staðan í hálfleik var 39-42 gestunum í vil. Í síðari hálfleik misstu heimamenn tökin og fóru að reyna allt of erfiða og flókna hluti. Formið var líka að plaga ákveðna menn sem blésu eins og búrhveli í byrjun 3 leikhluta. Nefnum engin nöfn ( Örvar & Geiri ) en formleysið á þessum mönnum var yngri mönnum til vansa. Daníel og Rúnar léku ágætlega sem leikstjórnendur en það voru þeir Jón Júlíus og Óskar Hauksson sem stálu senunni. Jón setti 4 stig og reif 3 fráköst ( Persónulegt met, bætt um helming ) og sannaði það að allt er fertugum fært. Óskar sýndi lipra takta og tók 3 fráköst og skoraði svo fallegustu körfu leiksins þegar hann stal knettinum fimlega af George Byrd og lagði hann af glæsibrag í körfuna við mikinn fögnuð áhorfenda. Hamarsmenn geta talið sig heppna að hafa farið með sigur af hólmi enda B-lið UMFN gríðarlega sterkt. Bojan Bojovic og George Byrd voru atkvæðamestir gestanna með 17 og 15 stig en máttu sín lítils í frákastabaráttunni gegn háloftafuglunum Ásgeiri og Örvari. Stigaskor UMFN B: Ragnar 16 stig 6 fráköst Hjörtur 16 stig 5 fráköst 4 stoðsendingar Örvar 13 stig 9 fráköst Ásgeir 7 stig 8 fráköst Jónas 5 stig 5 villur Daníel 5 stig Elías 5 stig Jón Júlús 4 stig Óskar 2 stig Rúnar Ingi 4 fráköst Höfundur: Geiri

