Borgnesingar lagðir í hörkuleik
Okkar menn eru á heimleið úr Borgarnesi eftir frækinn útisigur á sterkum Skallagrímsmönnum 84-87. Leikurinn var hinn skemmtilegasti og höfðu Borgnesingar betur framan af þrátt fyrir átta upphafsstig frá Agli Jónassyni. Lærisveinar Vals Ingimundar drituðu niður þriggja stiga körfum alla fyrri hálfleikinn, Dimitar, Jovan, Axel, Pálmi og Pétur sáu til þess að Borgnesingar virtust með örugga forystu í hálfeik, 53-40. Í seinni hálfleiknum var lokað á þriggja stiga skotin hjá Borgnesingum, Egill og Friðrik börðust einn á einn við Darrel Flake í teignum og Brenton límdi sig á Jovan. Um miðjan þriðja leikhluta stigu fram á völlinn þér Halldór Karlsson og Jóhann Ólafsson og breyttu þeir leiknum okkar mönnum í hag og náðum við að jafna leikinn undir lok leikhlutans. Fjórði leikhluti var í járnum og var staðan 84-85 þegar Friðrik Stefánsson fór á vítalínuna með 20 sekúndur á klukkunni. Hann brást ekki á ögurstundu, setti bæði og bætti svo um betur með því að hirða lokafrákastið eftir þriggja stiga tilraun Borgnesinga. Jeb Ivey var stigahæstur okkar manna með 24, Friðrik skilaði 21 stigi og 12 fráköstum, Egill var með 16 stig, Brenton 11, Guðmundur 8 og aðrir minna en menn leiksins voru þeir Dóri Karls og Jói Óla sem sneru leiknum með baráttu og dugnaði. Höfundur: JAK Okkar menn eru á heimleið úr Borgarnesi eftir frækinn útisigur á sterkum Skallagrímsmönnum 84-87. Leikurinn var hinn skemmtilegasti og höfðu Borgnesingar betur framan af þrátt fyrir átta upphafsstig frá Agli Jónassyni. Lærisveinar Vals Ingimundar drituðu niður þriggja stiga körfum alla fyrri hálfleikinn, Dimitar, Jovan, Axel, Pálmi og Pétur sáu til þess að Borgnesingar virtust með örugga forystu í hálfeik, 53-40. Í seinni hálfleiknum var lokað á þriggja stiga skotin hjá Borgnesingum, Egill og Friðrik börðust einn á einn við Darrel Flake í teignum og Brenton límdi sig á Jovan. Um miðjan þriðja leikhluta stigu fram á völlinn þér Halldór Karlsson og Jóhann Ólafsson og breyttu þeir leiknum okkar mönnum í hag og náðum við að jafna leikinn undir lok leikhlutans. Fjórði leikhluti var í járnum og var staðan 84-85 þegar Friðrik Stefánsson fór á vítalínuna með 20 sekúndur á klukkunni. Hann brást ekki á ögurstundu, setti bæði og bætti svo um betur með því að hirða lokafrákastið eftir þriggja stiga tilraun Borgnesinga. Jeb Ivey var stigahæstur okkar manna með 24, Friðrik skilaði 21 stigi og 12 fráköstum, Egill var með 16 stig, Brenton 11, Guðmundur 8 og aðrir minna en menn leiksins voru þeir Dóri Karls og Jói Óla sem sneru leiknum með baráttu og dugnaði. Höfundur: JAK

