Elvar og Inga íþróttafólk UMFN 2013
Nú í kvöld voru afhent verðlaun frá öllum deildum UMFN til þeirra kvenna og karla deilda sem skarað þóttu hafa framúr á síðastliðnu ári. Að lokum voru svo kjörin íþróttakarl og íþróttakona félagsins. Að þessu sinni var það Elvar Már Friðriksson sem var íþróttakarl UMFN og Inga María Henningsdóttir sem varð íþróttakona UMFN. Elvar spilar körfuknattleik fyrir félagið og hefur komið sér í fremstu röð á landinu í sínu sporti. Inga María stundar lyftingar innan félagsins og á stuttum tíma hefur hún náð flottum árangri og á framtíðina fyrir sér í lyftingunum. Annars fóru kjör deildanna þannig: Júdómaður: Bjarni Darri Sigfússon Júdókona: Sóley Þrastarsdóttir Sundmaður: Alexander Páll Friðriksson Sundkona: Sunneva Dögg Friðriksdóttir Þríþrautarmaður: Rafnkell Jónsson Þríþrautarkona: Þuríður Árnadóttir Knattspyrnumaður: Theódór Guðni Halldórsson Kraftlyftingarmaður: Þorvarður Ólafsson Kraflyftingarkona: Inga María Henningsdóttir Körfuknattleiksmaður: Elvar Már Friðriksson Körfuknattleikskona: Erna Hákonardóttir Íþróttakarl UMFN: Elvar Már Friðriksson Íþróttarkona UMFN: Inga María Henningsdóttir Myndir:VF.is

