Ennþá tak á Selfyssingum
Með sigri okkar á Selfossi í gærkvöldi höldum við en í vonina um að geta veitt efstu liðunum keppni. Heimamenn stóðu fyrir mikilli upphitun meðal stuðningsmanna sinna fyrir leikinn með andlitsmálun, grilli og skrúðgöngu inná völlinn fyrir leik, allt til að skapa skemmtilega umgjörð. Liðin hófu leikinn á sleipum vellinum, en það hafði rignt duglega fyrr um daginn, skiptust á að sækja. Eftir 15 mín leik kom svo fyrsta hættulega færi leiksins þegar heimamenn áttu skot í stöngina og út í þvöguna en ekkert varð úr. Eftir þetta náðum við undirtökunum í leiknum og héldum allt til leiksloka. Á 22 mín fékk Aron Már boltann eftir laglega sendingu frá Samir og sendi hann framhjá markveðinum 0 – 1. Á 29 mín áttu Njarðvíkingar laglegt upphlaup Micheal lék upp að endamörkum og sendi á Aron sem lék lagalega inní teiginn og sendi fyrir markið þar sem Guðni var á réttum stað og skoraði. Þriðja markið kom svo á 36 mín þá stökk Micheal hæst allra á vellinum þegar boltinn kom fyrir markið eftir hornspyrnu og skallaði í markið 0 – 3. Mark heimamanna kom svo úr vítaspyrnu á 39 mín, þegar boltinn átti að hafa farið í hönd Kristins Arnar en engin Selfyssingur gerði kröfu á vítaspyrnu aðeins línuvörðurinn sem flaggaði. Efsta mynd / Aron Már Smárason gerði fyrsta mark okkar Guðni skoraði annað mark okkar Eðlilega settu heimamenn allt á fullt í upphafi seinni hálleiks að minnka munin, en þeim tókst aldrei að brjóta á bak vörn okkar, áttu einhver tvö þrjú skot sem Friðrik varði örugglega. Út allan seinni hálfleik vorum við að eiga fullt að skyndiupphlaupum sem vörn þeirra réð ekki við, við sáum síðan sjálfir fyrir því að boltarnir lentu ekki í markinu en svona er þetta búið að vera í allt sumar hjá okkur, því miður. Gunnar Sveinsson átti skot í slánna og dæmt var af mark sem Sverrir gerði, dómarinn dæmdi rangastöðu. Óhætt er að segja að það hafi aðeins verið eitt lið á vellinum í gær, öll spilamenska okkar var þannig að heimamenn áttu ekki svar við. Allt liðið á hrós skilið fyrir góðan leik frá aftasta manni til fremsta þó þeir fremstu hefðu geta gert miklu betur þegar kom að marka skorun. Micheal setti þriðja markið Því miður kom upp bilun í myndavél okkar og þess vegna koma engar myndir frá leiknum. Byrjunarliðið: 1. Friðrik Árnason 2. Árni Þór Ármannsson 3. Kristinn Örn Agnarsson 4. Snorri Már Jónsson 5. Aron Már Smárason ( Gunnar Sveinsson 60 m ) 6. Marteinn Guðjónsson 7. Hafsteinn Guðjónsson 8. Sverrir Þór Sverrisson 9. Samir Mesetovic ( Rafn Vilbergsson 55 m ) 10. Guðni Erlendsson ( Kristinn Björnsson 52 m ) 11. Micheal Jónsson. Varamenn 12. Kári Oddgeirsson 13. Kristinn Björnsson 14. Gunnar Sveinsson 15. Rafn Vilbergsson 16. Sigurður M Grétarsson. Leikskýrslan Selfoss – Njarðvík 1 – 3 Með sigri okkar á Selfossi í gærkvöldi höldum við en í vonina um að geta veitt efstu liðunum keppni. Heimamenn stóðu fyrir mikilli upphitun meðal stuðningsmanna sinna fyrir leikinn með andlitsmálun, grilli og skrúðgöngu inná völlinn fyrir leik, allt til að skapa skemmtilega umgjörð. Liðin hófu leikinn á sleipum vellinum, en það hafði rignt duglega fyrr um daginn, skiptust á að sækja. Eftir 15 mín leik kom svo fyrsta hættulega færi leiksins þegar heimamenn áttu skot í stöngina og út í þvöguna en ekkert varð úr. Eftir þetta náðum við undirtökunum í leiknum og héldum allt til leiksloka. Á 22 mín fékk Aron Már boltann eftir laglega sendingu frá Samir og sendi hann framhjá markveðinum 0 – 1. Á 29 mín áttu Njarðvíkingar laglegt upphlaup Micheal lék upp að endamörkum og sendi á Aron sem lék lagalega inní teiginn og sendi fyrir markið þar sem Guðni var á réttum stað og skoraði. Þriðja markið kom svo á 36 mín þá stökk Micheal hæst allra á vellinum þegar boltinn kom fyrir markið eftir hornspyrnu og skallaði í markið 0 – 3. Mark heimamanna kom svo úr vítaspyrnu á 39 mín, þegar boltinn átti að hafa farið í hönd Kristins Arnar en engin Selfyssingur gerði kröfu á vítaspyrnu aðeins línuvörðurinn sem flaggaði. Efsta mynd / Aron Már Smárason gerði fyrsta mark okkar Guðni skoraði annað mark okkar Eðlilega settu heimamenn allt á fullt í upphafi seinni hálleiks að minnka munin, en þeim tókst aldrei að brjóta á bak vörn okkar, áttu einhver tvö þrjú skot sem Friðrik varði örugglega. Út allan seinni hálfleik vorum við að eiga fullt að skyndiupphlaupum sem vörn þeirra réð ekki við, við sáum síðan sjálfir fyrir því að boltarnir lentu ekki í markinu en svona er þetta búið að vera í allt sumar hjá okkur, því miður. Gunnar Sveinsson átti skot í slánna og dæmt var af mark sem Sverrir gerði, dómarinn dæmdi rangastöðu. Óhætt er að segja að það hafi aðeins verið eitt lið á vellinum í gær, öll spilamenska okkar var þannig að heimamenn áttu ekki svar við. Allt liðið á hrós skilið fyrir góðan leik frá aftasta manni til fremsta þó þeir fremstu hefðu geta gert miklu betur þegar kom að marka skorun. Micheal setti þriðja markið Því miður kom upp bilun í myndavél okkar og þess vegna koma engar myndir frá leiknum. Byrjunarliðið: 1. Friðrik Árnason 2. Árni Þór Ármannsson 3. Kristinn Örn Agnarsson 4. Snorri Már Jónsson 5. Aron Már Smárason ( Gunnar Sveinsson 60 m ) 6. Marteinn Guðjónsson 7. Hafsteinn Guðjónsson 8. Sverrir Þór Sverrisson 9. Samir Mesetovic ( Rafn Vilbergsson 55 m ) 10. Guðni Erlendsson ( Kristinn Björnsson 52 m ) 11. Micheal Jónsson. Varamenn 12. Kári Oddgeirsson 13. Kristinn Björnsson 14. Gunnar Sveinsson 15. Rafn Vilbergsson 16. Sigurður M Grétarsson. Leikskýrslan Selfoss – Njarðvík 1 – 3

