Fjórði og fimmti flokkur léku í gærdag
Fjórði og fimmti flokkur léku í gærdag í Íslandsmótinu. Fimmti flokkur tók á móti Leikni úr Breiðholtinu í góðviðrinu þar sem flokkurinn vigði nýja keppnisbúninga. Það var hörkuleikur í A liðum þar sem gestirnir sigrðu 2 – 3. Þeir Patrekur B. Þorbjargarson og Thor Andri Hallgrímsson skoruðu mörk liðsins. Leiknisdrengir voru einnig sterkari í B liðum þar sem þeir sigruðu 0 – 2. Fjórði flokkur fór til Vestmannaeyja og vígði einnig nýja keppnisbúninga ásamt því að sigra heimamenn 2 – 3 sem var mikilvægur sigur fyrir okkur. Mörk okkar gerðu þeir Aron Breki Skúlason, Elvar Már Friðriksson og Ólafur H. Ólafsson. Strákarnir skelltu sér í sund á eftir og hamborgaraveislu og snéru sælir heim í gærkvöldi eftir góðan dag. Nokkrar myndir fylgja hér úr verkefnum gærdagsins á heimavelli. Fjórði og fimmti flokkur léku í gærdag í Íslandsmótinu. Fimmti flokkur tók á móti Leikni úr Breiðholtinu í góðviðrinu þar sem flokkurinn vigði nýja keppnisbúninga. Það var hörkuleikur í A liðum þar sem gestirnir sigrðu 2 – 3. Þeir Patrekur B. Þorbjargarson og Thor Andri Hallgrímsson skoruðu mörk liðsins. Leiknisdrengir voru einnig sterkari í B liðum þar sem þeir sigruðu 0 – 2. Fjórði flokkur fór til Vestmannaeyja og vígði einnig nýja keppnisbúninga ásamt því að sigra heimamenn 2 – 3 sem var mikilvægur sigur fyrir okkur. Mörk okkar gerðu þeir Aron Breki Skúlason, Elvar Már Friðriksson og Ólafur H. Ólafsson. Strákarnir skelltu sér í sund á eftir og hamborgaraveislu og snéru sælir heim í gærkvöldi eftir góðan dag. Nokkrar myndir fylgja hér úr verkefnum gærdagsins á heimavelli.

