Frábær körfuboltaleikur en enn eitt tapið!
Njarðvíkingar og rússar buðu upp á frábærlega leikinn körfuboltaleik í íþróttahúsinu við Sunnubraut í kvöld. Njarðvíkingar sýndu rússnesku atvinnumönnunum í CSK-VVS Samöru enga miskunn og léku frábærlega bæði í sókn og vörn. Bæði lið léku vel og mátti oft sjá frábær tilþrif beggja megin á vellinum. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en á síðustu mínútunum náði rússneska liðið 6 stiga forskoti sem reyndist okkar mönnum of mikið og 86-88 tap staðreynd. Brenton aldeilis óstöðvandi og Friðrik varnarklettur Húsgagnabúðareigandinn Brenton sýndi rússunum aldeilis í tvo heimana í kvöld og raðaði niður körfunum en hann skoraði samtals 33 stig í leiknum. Friðrik Stefánsson hélt áfram að stilla heimaklettinum upp í teignum varnarmegin og komst Kelvin Gibbs (hefðbundinn þrekvaxinn bandarískur miðherji í Evrópu) hvorki lönd né strönd gegn honum frekar en aðrir sömu tegundar í Evrópukeppninni í ár. Sóknarmeginn var Friðrik einnig erfiður og var gaman að sjá hann taka upp á sjaldséðum gegnumbrotum með góðum árangri auk hefðbundinna up-and-under hreyfinga á vinstri höndina. Endaði Friðrik með 15 stig, 10 fráköst og 2 varin skot. Dóri Karls hækkar ALLTAF orkustigið á vellinum Jeb Ivey skoraði 21 stig en þurfti til þess fleiri skot en æskilegt hefði verið (7/19). Allir leikmenn liðsins eiga heiður skilið fyrir frábæra baráttu varnarmegin og aga sóknarmegin en sóknarlega var liðið takmarkað þegar Jeb, Brenton og Friðrik sleppti. Guðmundur Jónsson þarf að horfa meira á körfuna, ekki bara á þriggja stiga lína, sérstaklega þegar honum stærri og hægari varnarmenn sækja fast að honum. Halldór Karlsson átti frábæra innkomu, skilaði sínum villum með sóma í bland við verklegan sóknarleik og Egill setti niður þrist og átti eina viðstöðulausa troðslu en sýndi okkur fátt annað að þessu sinni. Hann meiddist á hné en vonandi er það ekki alvarleg meiðsl. Jóhann Ólafsson lét sóknarleikinn eiga sig að þessu sinni en skilað frábæru varnarhlutverki og sýndi “smá-illsku” þegar þörf var á henni. Omar Cook augnayndi Hinn bandaríski bakvörður Samara, Omar Cook, var lykilmaður rússneska liðsins og maðurinn á bakvið sigur liðsins, augnayndi að horfa á án þess að vera sérstaklega sætur. Leikskipulag rússanna var mjög skemmtilegt og liðið “vel gefandi”. Sóknarleikurinn var skipulagður og alltaf virtust leikmenn finna “lykilsendinguna” til að ljúka sókninni með góðu skoti. Omar þessi er einstaklega fljótur og markviss bæði í sendingum og skotum. Þegar hann tók sig til sköpuðust undantekningalaust góð færi fyrir meðspilara hans og hrein unun að sjá sumar sendingar hans rata til samherja “á réttum stað og á réttum stað”. Besta 0-7 lið sem ég hef séð Njarðvíkurliðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð og eflaust er forráðamönnum sárast bikartapið gegn ÍR á dögunum. Allir vissu að með þátttökunni í Evrópukeppninni yrði álagið mikið á ákveðnum tímabili og einnig að ekki myndi liðið mæta einhverjum “kettlingum” í Evrópu. Ég veit ekki hvort þessi sjö leikja taphrina en lengsta taphrina Njarðvíkinga frá upphafi úrvalsdeildarinnar en ég er þess fullviss að við verðum með “Evrópuhert” lið þegar dregur að lokum Íslandsmótsins og það á eftir að koma okkur að góðum notum. Höfundur: JAK Njarðvíkingar og rússar buðu upp á frábærlega leikinn körfuboltaleik í íþróttahúsinu við Sunnubraut í kvöld. Njarðvíkingar sýndu rússnesku atvinnumönnunum í CSK-VVS Samöru enga miskunn og léku frábærlega bæði í sókn og vörn. Bæði lið léku vel og mátti oft sjá frábær tilþrif beggja megin á vellinum. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en á síðustu mínútunum náði rússneska liðið 6 stiga forskoti sem reyndist okkar mönnum of mikið og 86-88 tap staðreynd. Brenton aldeilis óstöðvandi og Friðrik varnarklettur Húsgagnabúðareigandinn Brenton sýndi rússunum aldeilis í tvo heimana í kvöld og raðaði niður körfunum en hann skoraði samtals 33 stig í leiknum. Friðrik Stefánsson hélt áfram að stilla heimaklettinum upp í teignum varnarmegin og komst Kelvin Gibbs (hefðbundinn þrekvaxinn bandarískur miðherji í Evrópu) hvorki lönd né strönd gegn honum frekar en aðrir sömu tegundar í Evrópukeppninni í ár. Sóknarmeginn var Friðrik einnig erfiður og var gaman að sjá hann taka upp á sjaldséðum gegnumbrotum með góðum árangri auk hefðbundinna up-and-under hreyfinga á vinstri höndina. Endaði Friðrik með 15 stig, 10 fráköst og 2 varin skot. Dóri Karls hækkar ALLTAF orkustigið á vellinum Jeb Ivey skoraði 21 stig en þurfti til þess fleiri skot en æskilegt hefði verið (7/19). Allir leikmenn liðsins eiga heiður skilið fyrir frábæra baráttu varnarmegin og aga sóknarmegin en sóknarlega var liðið takmarkað þegar Jeb, Brenton og Friðrik sleppti. Guðmundur Jónsson þarf að horfa meira á körfuna, ekki bara á þriggja stiga lína, sérstaklega þegar honum stærri og hægari varnarmenn sækja fast að honum. Halldór Karlsson átti frábæra innkomu, skilaði sínum villum með sóma í bland við verklegan sóknarleik og Egill setti niður þrist og átti eina viðstöðulausa troðslu en sýndi okkur fátt annað að þessu sinni. Hann meiddist á hné en vonandi er það ekki alvarleg meiðsl. Jóhann Ólafsson lét sóknarleikinn eiga sig að þessu sinni en skilað frábæru varnarhlutverki og sýndi “smá-illsku” þegar þörf var á henni. Omar Cook augnayndi Hinn bandaríski bakvörður Samara, Omar Cook, var lykilmaður rússneska liðsins og maðurinn á bakvið sigur liðsins, augnayndi að horfa á án þess að vera sérstaklega sætur. Leikskipulag rússanna var mjög skemmtilegt og liðið “vel gefandi”. Sóknarleikurinn var skipulagður og alltaf virtust leikmenn finna “lykilsendinguna” til að ljúka sókninni með góðu skoti. Omar þessi er einstaklega fljótur og markviss bæði í sendingum og skotum. Þegar hann tók sig til sköpuðust undantekningalaust góð færi fyrir meðspilara hans og hrein unun að sjá sumar sendingar hans rata til samherja “á réttum stað og á réttum stað”. Besta 0-7 lið sem ég hef séð Njarðvíkurliðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð og eflaust er forráðamönnum sárast bikartapið gegn ÍR á dögunum. Allir vissu að með þátttökunni í Evrópukeppninni yrði álagið mikið á ákveðnum tímabili og einnig að ekki myndi liðið mæta einhverjum “kettlingum” í Evrópu. Ég veit ekki hvort þessi sjö leikja taphrina en lengsta taphrina Njarðvíkinga frá upphafi úrvalsdeildarinnar en ég er þess fullviss að við verðum með “Evrópuhert” lið þegar dregur að lokum Íslandsmótsins og það á eftir að koma okkur að góðum notum. Höfundur: JAK

