Fyrsta tapið
Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik á Íslandsmótinu í sumar þegar liðið heimsótt Fjarðarbyggð á Eskifirði í dag. Það var greinilegt strax í byrjun leiks að bæði liðin ætluðu sér sigur, fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikin. Óhætt er að segja að Njarðvíkingar hafi verið sterkari í fyrri hálfleik og voru á köflum að leika mjög vel en duttu niður þess á milli. Engin dauðafæri sáust en eitthvað um hálffæri sem skiluðu litlu. Óhætt er að segja um seinni hálfleik að Njarðvíkingar hafi ekki mætt til leiks. Engin neisti sást og leikmenn léku talsvert undir getu. Heimamenn mættu hinsvegar ákveðnir til leik og áttu nokkrar hættulegar sóknir. Sigurmarkið kom um miðjan hálfleikinn eftir hornspyrnu, en boltinn kom fyrir markið og gegnum fjölda leikmann uns einn heimamanna tókst breyta stefnunni í markið. Við markið vöknum við til lífsins og fórum að sækja án þess að ná að jafna. Með þessum ósigri hefur Fjarðarbyggð náð að minnka munin úr fjórum stigum niður í eitt. Það er ljóst að við þurfum að leggja mjög hart að okkur í næsta leik gegn Aftureldingu á fimmtudaginn kemur. Einar S. Oddsson og Mikel Herrero Idigoras léku í dag sinn síðasta leik með okkur þar sem þeir eru báðir á förum erlendis í nám, við þökkum þeim fyrir sumarið og gangi þeim vel að lesa í vetur. Sverrir Þór Sverrisson lék í dag sinn 60 mótsleik með Njarðvík, Árni Þór Ármannsson og Rafn Vilbergsson léku sína 40. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson (Einar S. Oddsson) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson 5.Eyþór Guðnason (Kristinn Örn Agnarsson) 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Árni Þór Ármannsson). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Einar S. Oddsson 14. Mikel Herrero Idigoras 15. Árni Þór Ármannsson 16. Kristinn Örn Agnarsson Myndir úr leiknum í dag. Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik á Íslandsmótinu í sumar þegar liðið heimsótt Fjarðarbyggð á Eskifirði í dag. Það var greinilegt strax í byrjun leiks að bæði liðin ætluðu sér sigur, fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikin. Óhætt er að segja að Njarðvíkingar hafi verið sterkari í fyrri hálfleik og voru á köflum að leika mjög vel en duttu niður þess á milli. Engin dauðafæri sáust en eitthvað um hálffæri sem skiluðu litlu. Óhætt er að segja um seinni hálfleik að Njarðvíkingar hafi ekki mætt til leiks. Engin neisti sást og leikmenn léku talsvert undir getu. Heimamenn mættu hinsvegar ákveðnir til leik og áttu nokkrar hættulegar sóknir. Sigurmarkið kom um miðjan hálfleikinn eftir hornspyrnu, en boltinn kom fyrir markið og gegnum fjölda leikmann uns einn heimamanna tókst breyta stefnunni í markið. Við markið vöknum við til lífsins og fórum að sækja án þess að ná að jafna. Með þessum ósigri hefur Fjarðarbyggð náð að minnka munin úr fjórum stigum niður í eitt. Það er ljóst að við þurfum að leggja mjög hart að okkur í næsta leik gegn Aftureldingu á fimmtudaginn kemur. Einar S. Oddsson og Mikel Herrero Idigoras léku í dag sinn síðasta leik með okkur þar sem þeir eru báðir á förum erlendis í nám, við þökkum þeim fyrir sumarið og gangi þeim vel að lesa í vetur. Sverrir Þór Sverrisson lék í dag sinn 60 mótsleik með Njarðvík, Árni Þór Ármannsson og Rafn Vilbergsson léku sína 40. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson (Einar S. Oddsson) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Kristinn Björnsson 5.Eyþór Guðnason (Kristinn Örn Agnarsson) 6. Gestur Gylfason 7.Sverrir Þór Sverrisson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Árni Þór Ármannsson). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13.Einar S. Oddsson 14. Mikel Herrero Idigoras 15. Árni Þór Ármannsson 16. Kristinn Örn Agnarsson Myndir úr leiknum í dag.

