Getraunirnar í dag, 9 umferð
Níunda umferð gertraunaleikja UMFN getrauna fór fram í dag, keppnin er að verða harðari og harðari þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Í Haustleiknum er Sigurður Kristjánsson er efstur með 80 rétta og fast á eftir honum koma þau Brynja Þorsteinsdóttir og Hermann Hermannsson með 79 rétta, Hermann var hæstur í dag með 12 rétta sem gefarúmlega 7.000 kr. Í barnaleiknum heldur Ásgeir Jónsson forystunni með 75 rétta. Búið er að uppfæra stöðuna á getraunasíðunni. Leikvika 47 var reyndar söguleg fyrir þær sakir að heildarsala á 1X2 260 var samtals 6.555 raðir sem er það mesta sem við höfum náð og er 1.6 % af heildarsölu vikunar. Fyrir þessa helgi vorum við í efsta sæti í keppni UMFÍ og Íslenskra getrauna þar sem félög keppa um söluaukningu með alls 156 % söluaukningu þegar keppnin er hálfnuð. Við vorum búnir að setja okkur það takmark í haust að fara yfir 100.000 raða múrinn sem er það mesta sem við höfum selt. Heildarsala 2003 á 260 var samtals 19.730 raðir sem svarar til 0.1 % á landsvísu, 2004 var salan 49.134 sem svarar til 0.2 % á landsvísu, 2004 var árið sem við fórum að efla sölu og áróður. Í ár er salan komin í 97.008 raðir sem svarar til 0.5 á landsvísu. Þessa glæsilegu aukningu eigum við að þakka því fólki sem kemur reglulega á laugardagsmorgnum og tippar í Vallarhúsinu í góðum félagsskap, einnig þeim fjölmörgu sem merkja við 260 í sölukössum víða og þeim sem tippa heima á tölvunni. Kærar þakkar og höldum áfram að lyfta okkur upp listann. Níunda umferð gertraunaleikja UMFN getrauna fór fram í dag, keppnin er að verða harðari og harðari þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Í Haustleiknum er Sigurður Kristjánsson er efstur með 80 rétta og fast á eftir honum koma þau Brynja Þorsteinsdóttir og Hermann Hermannsson með 79 rétta, Hermann var hæstur í dag með 12 rétta sem gefarúmlega 7.000 kr. Í barnaleiknum heldur Ásgeir Jónsson forystunni með 75 rétta. Búið er að uppfæra stöðuna á getraunasíðunni. Leikvika 47 var reyndar söguleg fyrir þær sakir að heildarsala á 1X2 260 var samtals 6.555 raðir sem er það mesta sem við höfum náð og er 1.6 % af heildarsölu vikunar. Fyrir þessa helgi vorum við í efsta sæti í keppni UMFÍ og Íslenskra getrauna þar sem félög keppa um söluaukningu með alls 156 % söluaukningu þegar keppnin er hálfnuð. Við vorum búnir að setja okkur það takmark í haust að fara yfir 100.000 raða múrinn sem er það mesta sem við höfum selt. Heildarsala 2003 á 260 var samtals 19.730 raðir sem svarar til 0.1 % á landsvísu, 2004 var salan 49.134 sem svarar til 0.2 % á landsvísu, 2004 var árið sem við fórum að efla sölu og áróður. Í ár er salan komin í 97.008 raðir sem svarar til 0.5 á landsvísu. Þessa glæsilegu aukningu eigum við að þakka því fólki sem kemur reglulega á laugardagsmorgnum og tippar í Vallarhúsinu í góðum félagsskap, einnig þeim fjölmörgu sem merkja við 260 í sölukössum víða og þeim sem tippa heima á tölvunni. Kærar þakkar og höldum áfram að lyfta okkur upp listann.

