Grindavík sigraði hraðmót kvenna (uppfært)
Eins og áður hafði komið fram sigraði Grindavík lið Hamars frá Hveragerði í bráðskemmtilegum og fjörugum úrslitaleik í hraðmóti UMFN og Kosts sem haldið var í tengslum við Ljósanótt, með 54 stigum gegn 53. KR sigraði svo Keflavík í leik um 3. sætið. Var þetta í annað sinn sem mótið er haldið og er að sjálfsögðu stefnt að því að gera það að árvissum viðburði. Grindavíkurstelpur lentu fljótlega undir í leiknum gegn ákveðnum og öflugum Hamarsstelpum. Grindavík gafst ekki upp og náðu að knýja fram sigur á æsispennandi lokamínútum. Lið Grindavíkur var vel að sigrinum komið og er ljóst að þær mæta sterkar til leiks í Iceland Expess deild kvenna í haust. Liðið sigraði flesta sína leiki nokkuð örugglega. Lið Hamars sýndi einnig að þar fara öflugar stelpur og verða án efa erfiðar við að eiga í vetur. Almenn ánægja var með mótið hjá bæði leikmönnum og þjálfurum liðanna og gefa leikir mótsins góð fyrirheit um það sem koma skal í vetur hjá stelpunum. Njarðvíkurstelpur sýndu ágætis takta á köflum, en nýju leikmennirnir, þær Ólöf Helga, Helga Jónasar og Auður eiga enn eftir að slípast betur að leik liðsins. Það verður spennandi að sjá frumraun þeirra í vetur í “alvöru leik” sem verður gegn Haukum í Powerade- bikar, þann 25. september. Röð liðanna var sem hér segir: 1. sæti Grindavík, 2. sæti Hamar, 3. sæti KR, 4. sæti Keflavík, 5. sæti Snæfell, 6. sæti Njarðvík, og 18 ára landsliðin skipuðu svo sæti 7 og 8. Kvennaráð kkd UMFN vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. S.s. Leikmönnum, þjálfurum, dómurum, starfsfólki á ritaraborði, Loga Halldórs og hans fólki. Án ykkar er þetta einfaldlega ekki hægt. Sérstakar þakkir til Gylfa Þórs Ólafssonar starsmanns Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur, fyrir elskulegheit og ótrúlegt langlundargeð! Mynd: Sigurlið Grindavíkur ásamt þjálfara sínum, Jóhanni Ólafssyni. Eins og áður hafði komið fram sigraði Grindavík lið Hamars frá Hveragerði í bráðskemmtilegum og fjörugum úrslitaleik í hraðmóti UMFN og Kosts sem haldið var í tengslum við Ljósanótt, með 54 stigum gegn 53. KR sigraði svo Keflavík í leik um 3. sætið. Var þetta í annað sinn sem mótið er haldið og er að sjálfsögðu stefnt að því að gera það að árvissum viðburði. Grindavíkurstelpur lentu fljótlega undir í leiknum gegn ákveðnum og öflugum Hamarsstelpum. Grindavík gafst ekki upp og náðu að knýja fram sigur á æsispennandi lokamínútum. Lið Grindavíkur var vel að sigrinum komið og er ljóst að þær mæta sterkar til leiks í Iceland Expess deild kvenna í haust. Liðið sigraði flesta sína leiki nokkuð örugglega. Lið Hamars sýndi einnig að þar fara öflugar stelpur og verða án efa erfiðar við að eiga í vetur. Almenn ánægja var með mótið hjá bæði leikmönnum og þjálfurum liðanna og gefa leikir mótsins góð fyrirheit um það sem koma skal í vetur hjá stelpunum. Njarðvíkurstelpur sýndu ágætis takta á köflum, en nýju leikmennirnir, þær Ólöf Helga, Helga Jónasar og Auður eiga enn eftir að slípast betur að leik liðsins. Það verður spennandi að sjá frumraun þeirra í vetur í “alvöru leik” sem verður gegn Haukum í Powerade- bikar, þann 25. september. Röð liðanna var sem hér segir: 1. sæti Grindavík, 2. sæti Hamar, 3. sæti KR, 4. sæti Keflavík, 5. sæti Snæfell, 6. sæti Njarðvík, og 18 ára landsliðin skipuðu svo sæti 7 og 8. Kvennaráð kkd UMFN vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. S.s. Leikmönnum, þjálfurum, dómurum, starfsfólki á ritaraborði, Loga Halldórs og hans fólki. Án ykkar er þetta einfaldlega ekki hægt. Sérstakar þakkir til Gylfa Þórs Ólafssonar starsmanns Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur, fyrir elskulegheit og ótrúlegt langlundargeð! Mynd: Sigurlið Grindavíkur ásamt þjálfara sínum, Jóhanni Ólafssyni.

