Jafntefli gegn ÍR
Jafntefli var niðurstaðan úr fyrsta leik okkar í Íslandsmótinu gegn ÍR á ÍR velli í dag. Leikurinn fór vel af stað og var kraftur í báðum liðum sem skiptust á að sækja, oft sköpuðust hættur fyrir framan mörkin. Albert bjargaði tvisvar mjög vel og við óheppnir að setja ekki á þá mörk. Á 25 mín skorðaði Aron Már Smárason laglegt mark eftir góðan undirbúning fá Guðna Erlendssyni. Jöfnunarmark ÍR inga kom á 28 mín. Í seinnihálfleik vorum við mun sterkari aðilinn og áttum oft góð upphlaup. Boltinn lenti þó einu sinni í marki ÍR inga en þá var Aron dæmdur rangstæður. Annað mark ÍR kom á 85 mín þvert á gang leksins, Albert sá ekki boltann sem sem spynnt var fyrir utan vítateig. Fögnuður ÍR inga var mikill enda stutt eftir en í uppbótartíma jafnaði Rafn Vilbergsson með skallamarki og bjargaði andliti okkar. Kristinn Björnsson lék í dag sinn 40 mótsleik fyrir Njarðvík og Snorri Már Jónsson sinn 140 leik. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Árni Þór Ármannsson (Zoran Daníel Ljubicic) 3.Kristinn Björnsson 4. Snorri Már Jónsson 5.Eyþór Guðnason (Zoran Daníel Ljubicic 67 mín) 6.Marteinn Guðjónsson 7.Gestur Gylfason 8.Rafn Vilbergsson 9.Gunnar Sveinsson 10. Guðni Erlendsson (Sveinn Steingrímsson 80 mín) 11.Aron Már Smárason (Rúnar Freyr Holm 78 mín). Varamenn; 12.Zoran Daníel Ljubicic 13.Sveinn Steingrímsson 14.Einar Valur Árnason15.Rúnar Freyr Holm 16.Kristinn Örn Agnarsson Gul spjöld; Gestur Gylfason 84 mín Myndir / úr leiknum Jafntefli var niðurstaðan úr fyrsta leik okkar í Íslandsmótinu gegn ÍR á ÍR velli í dag. Leikurinn fór vel af stað og var kraftur í báðum liðum sem skiptust á að sækja, oft sköpuðust hættur fyrir framan mörkin. Albert bjargaði tvisvar mjög vel og við óheppnir að setja ekki á þá mörk. Á 25 mín skorðaði Aron Már Smárason laglegt mark eftir góðan undirbúning fá Guðna Erlendssyni. Jöfnunarmark ÍR inga kom á 28 mín. Í seinnihálfleik vorum við mun sterkari aðilinn og áttum oft góð upphlaup. Boltinn lenti þó einu sinni í marki ÍR inga en þá var Aron dæmdur rangstæður. Annað mark ÍR kom á 85 mín þvert á gang leksins, Albert sá ekki boltann sem sem spynnt var fyrir utan vítateig. Fögnuður ÍR inga var mikill enda stutt eftir en í uppbótartíma jafnaði Rafn Vilbergsson með skallamarki og bjargaði andliti okkar. Kristinn Björnsson lék í dag sinn 40 mótsleik fyrir Njarðvík og Snorri Már Jónsson sinn 140 leik. Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Árni Þór Ármannsson (Zoran Daníel Ljubicic) 3.Kristinn Björnsson 4. Snorri Már Jónsson 5.Eyþór Guðnason (Zoran Daníel Ljubicic 67 mín) 6.Marteinn Guðjónsson 7.Gestur Gylfason 8.Rafn Vilbergsson 9.Gunnar Sveinsson 10. Guðni Erlendsson (Sveinn Steingrímsson 80 mín) 11.Aron Már Smárason (Rúnar Freyr Holm 78 mín). Varamenn; 12.Zoran Daníel Ljubicic 13.Sveinn Steingrímsson 14.Einar Valur Árnason15.Rúnar Freyr Holm 16.Kristinn Örn Agnarsson Gul spjöld; Gestur Gylfason 84 mín Myndir / úr leiknum

