Karfan 1984-’90
Heilir og sælir ! Þá er það 1984-1985, hér var búið að breyta keppnis-fyrirkomulagi, nú fyrst fengu menn titilinn Deildarmeistarar og verðlaunapeninga, og svo þurfti núna tvo sigra í undanúrslitum sem og í úrslitum til að hljóta Íslandsmeistaratitilinn. og enn var bann á útlendinga, sem stóð yfir sex keppnistímabil. Gunnar Þorvarðarson leiddi Njarðvíkurljónin til keppni annað árið í röð, sem spilandi þjálfari, breytingar á liðinu voru töluverðar, Hlíðarendabaninn Sturla Örlygs gengin til lið við VAL, og vegna náms í R-vík, gekk Ástþór í raðir KR ( erfitt tímabil hjá mér), Kristinn reyndi fyrir sér í Bandaríkjum enn Jónas Jóhannesson kom heim að nýju, og hér bættist við Ellert Magnússon, hópurinn taldist ekki eins sterkur og sá sem endurheimti titilinn tímabilið á undan. En þeir voru sigursælir og þegar deildarkeppninni lauk, höfðu þeir aðeins tapað tveim leikjum í úrvalsdeildinni, bætt gamla metið, sem þeir áttu sjálfir. Úrslitin voru á milli UMFN – HAUKAR,, Haukar voru í toppformi á réttum tíma, tóku forystu í fyrsta leiknum sem var í Ljónagryfjunni, en í Hafnarfirði náðu Njarðvíkur-ljónin að tryggja sér þriðja leikinn, með ævintýralegri körfu Vals Ingimundar. á síðustu sekúndu framlengingar. Andrúmsloftið var rafmagnað þegar rúmlega 800 manns, settu sig í stellingar til að fylgjast með sönnum úrslitaleik, Ljónagryfjan var troðfull klukkutíma fyrir leik og komust færri að en vildu, menn börðu bumbur og fóru með hvatningarhróp, stemningin var ólýsanleg, titilþyrstir Haukar komu ákveðnir til leiks og bæði lið settu í ” fimmta” gír, jafnt var á öllum tölum þar til um að 5 mínútur voru til leiksloka, þá loks náðu Njarðvíkurljónin að hrista Haukan af sér og tróð Jónas Jóhannesson í körfuna í lokasigri 67-61, áhorfendur þustu inn á völlinn, leikmenn faðmaðir í bak og fyrir og Gunnar Þorvarðar. tolleraður,,,, 1985-1986 Eins og áður sagði tróð Jónas Jóhannesson í loka leiknum og varð það síðasta karfan hans því hann hafði ákveðið að leggja sína stóru skó á hilluna, Gunnar ákvað að feta í hans fótspor og vera bara “Þjálfari”. Kristinn Einars og Jóhannes Kristbjörnsson komu heim frá Bandaríkjunum þar sem þeir voru í námi og Ingimar Jónsson kom aftur og hófu að leika með ” Ljónunum”, Gunnar hafði haft áhyggjur af stöðu miðherja í stað Jónasar, en þurfti ekki að örvænta því Helgi Rafns tók gífurlegum framförum, reif þetta 16 til 18 fráköst í leik, aftur urðu þeir deildarmeistarar töpuðu aðeins þrem leikjum og öllum á móti Haukum. Í undaúrslitum léku Ljónin við nágrannana úr Keflavík, fyrri leikurinn vanst eftir framlengingu 75-73, þar sem hvorki Valur Ingimundarson eða Hreiðar Hreiðarsson léku með vegna veikinda, en í seinni leiknum þegar ein sekúnda var eftir af leik, var staðan 73-72 fyrir Kef, en við áttum knöttinn, boltinn var gefin á Árna Lárusson ( Áa), sem skaut utan þriggja stiga línunnar og hitti beint í körfuna, Ljónin höfðu lagt Keflavík aftur og með sömu tölu 75-73. Úrslitaleikurinn var endurtekning UMFN – HAUKAR, Njarðvíkingar höfðu ekki riðið feitum hesti í fyrri leikjum, en í Ljónagryfjunnni var annað upp á teningnum, Haukar voru burstaðir með 41 stigi,, stór hópur stuðningamanna fylgdi í fjörðin, þar var meistaraheppni með okkur, heppni sem fylgir góðu liði, Valur Ingimundarson, þriðja árið í röð tryggði Ljónunum sigur á loka-sekúndunum,,, fögnuður áhofenda var gífurlegur, sem þó var orðin að áhyggjuefni, því þeim hafði fækkað svo mikið á s.l. árum , að aðeins í úrslita- keppninni stóð Ljónagryfjan undir nafni,,, Haukar fengu uppreisn, þegar þeir lögðu Ljónin í bikarkeppninni þegar þeir sigruðu 93-92 . 1986-1987 Miklar breytinga því Gunnar Þorvarðarson lét af þjálfun hjá Njarðvík og tók við erkifjéndunum í Kef, en eftir frábært tímabíl, á þrem árum, þrír íslands- meistaratitlar 100 leikir og þar af sigur í 84, sem er ótrúlegur árangur, er mikill sökknuður ,en honum þökkuð frábær störf, og að ósk leikmanna tók Valur Ingimundar að sér að vera spilandi þjálfari og liðið þótti sigurstranglegt, eftir fyrri hluta var UMFN efst með 16 stig, IBK og Valur með 14 og KR með 10, sama varð í lokinn, Ljónin Deildarmeistarar með 34 stig, töpuðu aðeins þrem leikjum, leiðin var greið í úrslit, unnu KR frekar auðveldlega og voru tilbúnir í VAL, sem hafði unnið ÍBK. Njarðvíkingar sýndu meistaratakta þegar þeir unnu öruggan sigur í fyrsta leiknum af þrem, mættu með sama öryggið ´til Reykjavíkur, þar sem Vals- mönnum var skellt með 80-71, sömu lið mættust einnig í Bikarúrslitum, þar sönnuðu Ljónin að þeir voru tvímælalaust öflugasta og besta Körfuknattleiks- lið landsins og þar hömpuðu þeir bikarmeistaratitli í fyrsta sinn. 1987-1988 Hér var fjölgað í deildinni 6 í 9,, í deildina komu UMFG, ÍR,ÞÓR og UBK, en Fram féll, uppistaðan í Njarðvík var sú sama og árið áður, tveir þó bæst í hópinn þeir Fririk Ragnarsson og Sturla Örlygss komin aftur við hlið ” litla” bróður sínum,Teiti, Valur áfram sem þjálfari og sér til aðstoðar tveir valinkunnir fyrverandi leikmenn, þeir Júlíus Valgeirsson og Hilmar Hafsteins. Njarðvíkingar léku sem meisturum sæmir, og voru með sjálfstraustið í lagi eins og orð Vals Ingimundar. báru með sér í viðtali við Víkurfrettir, fyrir enn einn stórleikinn við nágrannana, ” Við vitum ekki hvað það er að TAPA og ætlum Ekki að taka upp á því núna “, sem varð raunin, því Ljónin unnu 64-53 fyrir rúmlega 850 manns, sem var aðsóknarmet í Ljónagryfjunni, Njarðvík varð deildarmeistari, en lokastaðan var UMFN, ÍBK,VALUR og HAUKAR,, leikir Ljónanna og Vals voru spennandi og þurfti þrjá leiki til að knýja fram úrslit, Haukar unnu ÍBK, svo það voru UMFN og HAUKAR sem fóru í úrslit og þar gerðist það liðið sem varð í 4 sæti, stóð uppi sem Íslandsmeistari, eftir mjög svo spennandi úrslitahrinu, í loka leiknum var jafnt á öllum tölum , framlengja varð og þegar 2 sekúndur voru eftir var Njarðvík tvö stig yfir, en HAUKAR áttu innkast, allt var gert til að dekka þriggja stiga skyttur þeirra, og ekki hirt um að dekka Reynir Krstjánsson, sem fékk knöttinn og öllum til undrunnar hitti hann úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti, staðreynd HAUKAR sigurvegarar. Mikil sárabót var þó þegar Ljónunum tókst að verja Bikarmeistara- titilinn, en það blés ekki byrlega því UMFN-ÍBK drógust saman í fyrsta leik og voru Valur og Sturla í leikbanni og Kristinn meiddur,og Jóhannes gengin yfir til KR, nýjasta stjarna Ljónanna Teitur Örlygsson tók þá til sinna kasta og setti niður 30 stig og leiddi liðið til sigurs, þeir fóru síðan alla leið í úrslit og unnu KR í æsispennandi leik. 1988-1989 Enn einu sinni varð breyting á keppnis-fyrirkomulagi, tveir riðlar tíu lið í allt, í A riðli voru UMFN, Valur, UMFG,Þór og ÍS, en í B riðli voru ÍBK, Haukum-KR,ÍR og Tindastól en þjálfari stólana var Valur Ingimundarson sem gekk til liðs við þá haustið 1988, það voru margir sem spáðu Njarðvík misjöfnu gengi, því Njarðvík hafði líka mist Sturla Örlygs, sem tók að sér þjálfun ÍR-inga. Njarðvík létu allar hrakspár lönd og leið, unnu hvern stórleikinn á fætur öðrum, það var ekki fyrr en í 15 leik liðsins að UMFG, með Ástþór Ingason ” Njarðvíkinginn ” í liði UMFG, sem þar fór fremstur í flokki og stöðvaði sigurgöngu þeirra , en Teitur Örlygsson var enn sem fyrr potturinn og pannan í leik Ljónanna, þeir unnu sinn riðil en fataðist flugið í úrslitum og töðuðu fyrir KR, þar með misstu Ljónin annað árið í röð af Íslandsmeistara- titlinum, en nágrannarnir hömpuðu ho num eftir sigur á KR, Njarðvík varð aftur á móti Bikarmeistarar eftir sigur á ÍR hnífjafnan leik sem fór í framlengingu en að lokum stóð UMFN sem sigurvegarar 78-77 1989-1990 Enn varð breyting, nú var aflétt banni á erlenda leikmenn, Njarðvík hefði spilað án erlends leikmans, ef Valur Ingimundarson hefði komið aftur, því menn töldu liðið mjög sterkt með endurkomu Jóhannesar Kristbjörns, og Ástþórs, en dæmið gekk ekki upp ,svo sá fyrsti kom og fór, Micheal Clark, en UMFN fékk í stað hans Patrick Releford, mjög sterkan 2.02m maður og fjölhæfur, byrjunin var sterk, unnu stórt KR með 30 stiga mun, ÍBK með 15 ásamt UMFG, það voru Þórsarar sem stöðvuðu sigurgöngu UMFN, í hörku leik þar sem tveim leikmönnum UMFN var vísað af leikvelli fyrir ósæmilega hegðun, þeim Patrick og Jóhannesi, Njarðvíkingar náðu ekki að spila af sama krafti seinni hlutann og lentu í 2 sæti í B riðlinum á eftir KR. Njarðvík mætti ÍBK í undaúrslitum en beið þar lægri hlut, KR þurfti aðeins þrjá leiki til að slá ÍBK út og ellefu ára bið vesturbæinga var á enda. En Ljónin og ÍBK áttust við í bikarúrslitum, Njarðvík var að spila sinn fjórða úrslitaleik í röð, náðu sterkri stöðu um miðjan fyrri hálfleik og héldu til leiksloka, og urðu þar með eigendur að hinum glæsilega bikar sem DV hafði gefið til þessarar keppni árið 1988. Hér læt ég staðar numið, en vil þó að lokum bæta aðeins við því umræður um Kana eða útlendinga hafa verið mikið í umræðum undanfarið og láta fylgja hér með álit ,,, Bogi Þorsteins, sagði alltaf að koma þeirra hefði lyft Körfuknatt- leiknum upp í hærri klassa, við komu þeirra varð gífurleg breyting, þjálfun, tækniæfingar skipuðu meiri sess en áður,boltameðferð, skot, sendingar, varnaleikur, fráköst ,hraðaupphlaup og svona mætti lengi telja breyttu leiknum, og gerði físilegri fyrir keppendur sem og áhorfendur, þetta sést best á þeim framförum sem hafa orðið hjá okkar mönnum, fyrst þegar Kanarnir komu voru þetta yfirburðamenn, en í dag standa margir íslendingar jafnfætis þeim og eru ekki síðri,,, kveð svo með íþróttakveðju stælt, stolið og breytt frá ýmsum hliðum. Ingi GunnarssonÞetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það Heilir og sælir ! Þá er það 1984-1985, hér var búið að breyta keppnis-fyrirkomulagi, nú fyrst fengu menn titilinn Deildarmeistarar og verðlaunapeninga, og svo þurfti núna tvo sigra í undanúrslitum sem og í úrslitum til að hljóta Íslandsmeistaratitilinn. og enn var bann á útlendinga, sem stóð yfir sex keppnistímabil. Gunnar Þorvarðarson leiddi Njarðvíkurljónin til keppni annað árið í röð, sem spilandi þjálfari, breytingar á liðinu voru töluverðar, Hlíðarendabaninn Sturla Örlygs gengin til lið við VAL, og vegna náms í R-vík, gekk Ástþór í raðir KR ( erfitt tímabil hjá mér), Kristinn reyndi fyrir sér í Bandaríkjum enn Jónas Jóhannesson kom heim að nýju, og hér bættist við Ellert Magnússon, hópurinn taldist ekki eins sterkur og sá sem endurheimti titilinn tímabilið á undan. En þeir voru sigursælir og þegar deildarkeppninni lauk, höfðu þeir aðeins tapað tveim leikjum í úrvalsdeildinni, bætt gamla metið, sem þeir áttu sjálfir. Úrslitin voru á milli UMFN – HAUKAR,, Haukar voru í toppformi á réttum tíma, tóku forystu í fyrsta leiknum sem var í Ljónagryfjunni, en í Hafnarfirði náðu Njarðvíkur-ljónin að tryggja sér þriðja leikinn, með ævintýralegri körfu Vals Ingimundar. á síðustu sekúndu framlengingar. Andrúmsloftið var rafmagnað þegar rúmlega 800 manns, settu sig í stellingar til að fylgjast með sönnum úrslitaleik, Ljónagryfjan var troðfull klukkutíma fyrir leik og komust færri að en vildu, menn börðu bumbur og fóru með hvatningarhróp, stemningin var ólýsanleg, titilþyrstir Haukar komu ákveðnir til leiks og bæði lið settu í ” fimmta” gír, jafnt var á öllum tölum þar til um að 5 mínútur voru til leiksloka, þá loks náðu Njarðvíkurljónin að hrista Haukan af sér og tróð Jónas Jóhannesson í körfuna í lokasigri 67-61, áhorfendur þustu inn á völlinn, leikmenn faðmaðir í bak og fyrir og Gunnar Þorvarðar. tolleraður,,,, 1985-1986 Eins og áður sagði tróð Jónas Jóhannesson í loka leiknum og varð það síðasta karfan hans því hann hafði ákveðið að leggja sína stóru skó á hilluna, Gunnar ákvað að feta í hans fótspor og vera bara “Þjálfari”. Kristinn Einars og Jóhannes Kristbjörnsson komu heim frá Bandaríkjunum þar sem þeir voru í námi og Ingimar Jónsson kom aftur og hófu að leika með ” Ljónunum”, Gunnar hafði haft áhyggjur af stöðu miðherja í stað Jónasar, en þurfti ekki að örvænta því Helgi Rafns tók gífurlegum framförum, reif þetta 16 til 18 fráköst í leik, aftur urðu þeir deildarmeistarar töpuðu aðeins þrem leikjum og öllum á móti Haukum. Í undaúrslitum léku Ljónin við nágrannana úr Keflavík, fyrri leikurinn vanst eftir framlengingu 75-73, þar sem hvorki Valur Ingimundarson eða Hreiðar Hreiðarsson léku með vegna veikinda, en í seinni leiknum þegar ein sekúnda var eftir af leik, var staðan 73-72 fyrir Kef, en við áttum knöttinn, boltinn var gefin á Árna Lárusson ( Áa), sem skaut utan þriggja stiga línunnar og hitti beint í körfuna, Ljónin höfðu lagt Keflavík aftur og með sömu tölu 75-73. Úrslitaleikurinn var endurtekning UMFN – HAUKAR, Njarðvíkingar höfðu ekki riðið feitum hesti í fyrri leikjum, en í Ljónagryfjunnni var annað upp á teningnum, Haukar voru burstaðir með 41 stigi,, stór hópur stuðningamanna fylgdi í fjörðin, þar var meistaraheppni með okkur, heppni sem fylgir góðu liði, Valur Ingimundarson, þriðja árið í röð tryggði Ljónunum sigur á loka-sekúndunum,,, fögnuður áhofenda var gífurlegur, sem þó var orðin að áhyggjuefni, því þeim hafði fækkað svo mikið á s.l. árum , að aðeins í úrslita- keppninni stóð Ljónagryfjan undir nafni,,, Haukar fengu uppreisn, þegar þeir lögðu Ljónin í bikarkeppninni þegar þeir sigruðu 93-92 . 1986-1987 Miklar breytinga því Gunnar Þorvarðarson lét af þjálfun hjá Njarðvík og tók við erkifjéndunum í Kef, en eftir frábært tímabíl, á þrem árum, þrír íslands- meistaratitlar 100 leikir og þar af sigur í 84, sem er ótrúlegur árangur, er mikill sökknuður ,en honum þökkuð frábær störf, og að ósk leikmanna tók Valur Ingimundar að sér að vera spilandi þjálfari og liðið þótti sigurstranglegt, eftir fyrri hluta var UMFN efst með 16 stig, IBK og Valur með 14 og KR með 10, sama varð í lokinn, Ljónin Deildarmeistarar með 34 stig, töpuðu aðeins þrem leikjum, leiðin var greið í úrslit, unnu KR frekar auðveldlega og voru tilbúnir í VAL, sem hafði unnið ÍBK. Njarðvíkingar sýndu meistaratakta þegar þeir unnu öruggan sigur í fyrsta leiknum af þrem, mættu með sama öryggið ´til Reykjavíkur, þar sem Vals- mönnum var skellt með 80-71, sömu lið mættust einnig í Bikarúrslitum, þar sönnuðu Ljónin að þeir voru tvímælalaust öflugasta og besta Körfuknattleiks- lið landsins og þar hömpuðu þeir bikarmeistaratitli í fyrsta sinn. 1987-1988 Hér var fjölgað í deildinni 6 í 9,, í deildina komu UMFG, ÍR,ÞÓR og UBK, en Fram féll, uppistaðan í Njarðvík var sú sama og árið áður, tveir þó bæst í hópinn þeir Fririk Ragnarsson og Sturla Örlygss komin aftur við hlið ” litla” bróður sínum,Teiti, Valur áfram sem þjálfari og sér til aðstoðar tveir valinkunnir fyrverandi leikmenn, þeir Júlíus Valgeirsson og Hilmar Hafsteins. Njarðvíkingar léku sem meisturum sæmir, og voru með sjálfstraustið í lagi eins og orð Vals Ingimundar. báru með sér í viðtali við Víkurfrettir, fyrir enn einn stórleikinn við nágrannana, ” Við vitum ekki hvað það er að TAPA og ætlum Ekki að taka upp á því núna “, sem varð raunin, því Ljónin unnu 64-53 fyrir rúmlega 850 manns, sem var aðsóknarmet í Ljónagryfjunni, Njarðvík varð deildarmeistari, en lokastaðan var UMFN, ÍBK,VALUR og HAUKAR,, leikir Ljónanna og Vals voru spennandi og þurfti þrjá leiki til að knýja fram úrslit, Haukar unnu ÍBK, svo það voru UMFN og HAUKAR sem fóru í úrslit og þar gerðist það liðið sem varð í 4 sæti, stóð uppi sem Íslandsmeistari, eftir mjög svo spennandi úrslitahrinu, í loka leiknum var jafnt á öllum tölum , framlengja varð og þegar 2 sekúndur voru eftir var Njarðvík tvö stig yfir, en HAUKAR áttu innkast, allt var gert til að dekka þriggja stiga skyttur þeirra, og ekki hirt um að dekka Reynir Krstjánsson, sem fékk knöttinn og öllum til undrunnar hitti hann úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti, staðreynd HAUKAR sigurvegarar. Mikil sárabót var þó þegar Ljónunum tókst að verja Bikarmeistara- titilinn, en það blés ekki byrlega því UMFN-ÍBK drógust saman í fyrsta leik og voru Valur og Sturla í leikbanni og Kristinn meiddur,og Jóhannes gengin yfir til KR, nýjasta stjarna Ljónanna Teitur Örlygsson tók þá til sinna kasta og setti niður 30 stig og leiddi liðið til sigurs, þeir fóru síðan alla leið í úrslit og unnu KR í æsispennandi leik. 1988-1989 Enn einu sinni varð breyting á keppnis-fyrirkomulagi, tveir riðlar tíu lið í allt, í A riðli voru UMFN, Valur, UMFG,Þór og ÍS, en í B riðli voru ÍBK, Haukum-KR,ÍR og Tindastól en þjálfari stólana var Valur Ingimundarson sem gekk til liðs við þá haustið 1988, það voru margir sem spáðu Njarðvík misjöfnu gengi, því Njarðvík hafði líka mist Sturla Örlygs, sem tók að sér þjálfun ÍR-inga. Njarðvík létu allar hrakspár lönd og leið, unnu hvern stórleikinn á fætur öðrum, það var ekki fyrr en í 15 leik liðsins að UMFG, með Ástþór Ingason ” Njarðvíkinginn ” í liði UMFG, sem þar fór fremstur í flokki og stöðvaði sigurgöngu þeirra , en Teitur Örlygsson var enn sem fyrr potturinn og pannan í leik Ljónanna, þeir unnu sinn riðil en fataðist flugið í úrslitum og töðuðu fyrir KR, þar með misstu Ljónin annað árið í röð af Íslandsmeistara- titlinum, en nágrannarnir hömpuðu ho num eftir sigur á KR, Njarðvík varð aftur á móti Bikarmeistarar eftir sigur á ÍR hnífjafnan leik sem fór í framlengingu en að lokum stóð UMFN sem sigurvegarar 78-77 1989-1990 Enn varð breyting, nú var aflétt banni á erlenda leikmenn, Njarðvík hefði spilað án erlends leikmans, ef Valur Ingimundarson hefði komið aftur, því menn töldu liðið mjög sterkt með endurkomu Jóhannesar Kristbjörns, og Ástþórs, en dæmið gekk ekki upp ,svo sá fyrsti kom og fór, Micheal Clark, en UMFN fékk í stað hans Patrick Releford, mjög sterkan 2.02m maður og fjölhæfur, byrjunin var sterk, unnu stórt KR með 30 stiga mun, ÍBK með 15 ásamt UMFG, það voru Þórsarar sem stöðvuðu sigurgöngu UMFN, í hörku leik þar sem tveim leikmönnum UMFN var vísað af leikvelli fyrir ósæmilega hegðun, þeim Patrick og Jóhannesi, Njarðvíkingar náðu ekki að spila af sama krafti seinni hlutann og lentu í 2 sæti í B riðlinum á eftir KR. Njarðvík mætti ÍBK í undaúrslitum en beið þar lægri hlut, KR þurfti aðeins þrjá leiki til að slá ÍBK út og ellefu ára bið vesturbæinga var á enda. En Ljónin og ÍBK áttust við í bikarúrslitum, Njarðvík var að spila sinn fjórða úrslitaleik í röð, náðu sterkri stöðu um miðjan fyrri hálfleik og héldu til leiksloka, og urðu þar með eigendur að hinum glæsilega bikar sem DV hafði gefið til þessarar keppni árið 1988. Hér læt ég staðar numið, en vil þó að lokum bæta aðeins við því umræður um Kana eða útlendinga hafa verið mikið í umræðum undanfarið og láta fylgja hér með álit ,,, Bogi Þorsteins, sagði alltaf að koma þeirra hefði lyft Körfuknatt- leiknum upp í hærri klassa, við komu þeirra varð gífurleg breyting, þjálfun, tækniæfingar skipuðu meiri sess en áður,boltameðferð, skot, sendingar, varnaleikur, fráköst ,hraðaupphlaup og svona mætti lengi telja breyttu leiknum, og gerði físilegri fyrir keppendur sem og áhorfendur, þetta sést best á þeim framförum sem hafa orðið hjá okkar mönnum, fyrst þegar Kanarnir komu voru þetta yfirburðamenn, en í dag standa margir íslendingar jafnfætis þeim og eru ekki síðri,,, kveð svo með íþróttakveðju stælt, stolið og breytt frá ýmsum hliðum. Ingi GunnarssonÞetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það

