Létt spjall við Gunnar Þorvarðarson
Jæja hvernig hefurðu það.?? Ég hef það bara nokkuð gott þakka þér fyrir Fullt nafn?? Arinbjörn Gunnar Þorvarðarson Fæðingarstaður Vestmannaeyjar. Maki?? Hrafnhildur Hilmarsdóttir Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er nú ekki svo auðvelt að svara því. Það er svo margt skemmtilegt. Ég hef mjög gaman að því að ferðast innanlands sem utan. Körfuboltinn er ofarlega á listanum, að fylgjast með Njarðvík og körfubolta yfirleitt er svakalega skemmtilegt áhugamál. Ég veiði líka svolítið á stöng , en geri meira af því að stunda skotveiði. Að fara með skemmtilegum félögum að veiða getur verið eitt það besta sem maður gerir. Ekki get ég sleppt því að minnast á eldamennsku. Ég hef alveg ótrúlega gaman af því að elda mat. Þá á ég ekki við að sjóða fisk og spæla egg. Þegar ég elda reyni ég að elda eitthvað sérstakt og gómsætt. Hvað finnst þér erfiðast að gera.?? Mér detttur ekkert í hug sem mér finnst erfitt en mér finnst alveg drepleiðinlegt að bóna og þrífa bílinn minn. Hver er þitt vandræðalegasta atvik í körfunni?? Það var þegar ég hélt mig vera að skora með lay uppi ( sniðskoti) en gerði mér grein fyrir því með hryllingi á síðusu stundu að þetta var mín eigin karfa sem ég stefndi að. Ég brenndi af með ásetningi á síðustu stundu. Varst þú hjátrúarfullur fyrir leiki?? (Ef svo hvernig) Já og ég fullyrði að 99,9% af íþróttafólki er hjátrúarfullt þó að það vilji ekki viðurkenna það. Ég notaði til dæmis alltaf sama snagann í þeim íþróttahúsum sem ég spilaði í. Nú, ef snaginn var upptekinn færði ég einfaldlega draslið annað og notaði MINN snaga. Móti hverjum var þinn besti leikur ( og hvernig var tölfræðin þín í þeim leik) Ég skoraði mest í efstu deild gegn ÍR 38 stig það var að mig minnir árið ????? nei ég man það ekki, það er svo langt síðan. Tölfræði var ekki fundin upp þegar ég var að þessu. Tókstu þátt í öðrum íþróttum en körfunni. Já já . Ég var efnilegasti markvörður sem UMFN hefur alið í fótbolta! Ég hætti reyndar eftir einn leikinn þegar ég missti botann 7 stinnum í netið og þar af tvisvar í gegnum klofið. Hver var þinn erfiðasti andstæðingur? Birgir Jakobsson IR. ( Það muna ekki margir eftir honum nema kannski Ingi Gunn ) Hann passaði mig í næsta leik eftir þessi 38 stig sem ég skoraði á móti honum sem ég gat um hér fyrr á síðunni. Ég sá ekki til sólar hann passaði mig svo vel. Hann var allstaðar þar sem ég var. Það fór ekki mikið fyrir stigaskorun hjá mér í þessum leik. Mig minnir að þau hafi verið 7 .Þegar leikurinn var búinn og ég fór í sturtu var hann mættur á undan mér eins og í ölllum leiknum og meira að segja með sjampo handa mér. Hann sagði að fyrirmæli hans frá þjálfari sínum fyrir leikinn hafi verið að hann ætti að fara allt sem Gunni færi og ef ég færi í bað ætti hann að elta mig þangað sem og hann gerði. En skrýtnasti?? Enn einn ÍRingurinn, Jón Indriðason. Hann var svo skrýtinn að ef ég ætti að skrifa öll uppátæki hanns hér á þessa síðu þá væri einfaldlega ekki pláss fyrir annað. Hver var “Jókerinn” í Njarðvíkurliðinu á þínum tíma??? Það voru margir skemmtilegir félagar þessi ár en ég verð að segja að Guðsteinn Ingimarsson var sá sem gantaðist mest á æfingum og í leikjum. Hver var þín fyrirmynd í NBA?? John Havlicek Boston Celtic. Man nokkur eftir honum? Hvort chillar þú með pizzu í annari og kók í hinni eða með Slátur í annari og Malt í hinni??? Bara með það sem er hendi næst, hvort sem það er pizza eða slátur. Hvaða gerð af skóm spilaðirðu í ?? Converse úr striga. Síðan varð algjör bylting og það fattaðist að framleiða skó úr leðri. Við Njarðvíkingar vourm þeir fyrstu sem fengu samning við Puma sem voru frumkvöðlar í þessari skógerð. Tegundir eins og NIKE og And One voru ekki til. Hver er uppáhaldsleikarinn þinn?? The Duke (John Wayne) Besti bíll í heimi er?? Ekki minn Uppáhaldslið í NBA?? Ekki hlæja, Boston Celtic og er hreykinn af því. Þeir eru að vinna einhverja leiki núna og maður bara vonar að áframhald verði á því. Fyrst verið er að tala um Boston, jú þeir eru grænir eins og við. Veit nokkur af hverju Njarðvík spilar í grænum búningum? Raunverulegir félagslitir UMFN eru blár og gulur. Það er nú skemmtileg saga að segja frá því. Hún kemur kannski seinna. Besti leikmaður á Íslandi í dag (bannað að nefna syni sína)?? Jæja þá, næst bestir eru Jón Arnór KR, Ólafur Orms KR þegar hann er ekki meiddur. Frikki Stef. alltaf að bæta sig. Já og ekki má gleyma Íslendingnum Brenton Birmingham. Hver er þitt motto?? Ekki gera neitt í dag sem þú getur geymt til morguns. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið: Diskótek- Þegar ég var ungur Doctor- Doctor Jónsi Halldórs þegar hann var á bekknum í fyrra. Nike- Skór Jólin- Pakkar McDonalds- Burger King Manchester United-Bestir Koddi-Sofa Korter í þrjú- Korter í Kaffi Wonder-????? Ekkert Burn- Áramótabrenna við Höskuldarkotið. Dabbi krulla- Stór eyru Whiskey-Eitthvað sem ég er þakklátur fyrir að hafi verið fundið up. Einhver lokaorð fyrir ungu leikmennina í Njarðvík?? Það eru allir búnir að heyra klisjurnar um að æfa vel, vera reglusamur o.s.v.fr. aftur og aftur. Þetta eru vissulega mikilvæg atrið sem verða að vera til staðar ef íþróttafólk ætlar að ná árangri. Það sem ég vildi minna unga og eldri leikmenn félagsins á er að sýna alltaf andstæðingum sínum virðingu. Það er alltaf auðvelt að hæðast að andstæðingi sem maður er búinn að taka í nefið og sýna honum rækilega hver er betri og nudda salti í sárin. Það eru því miður lið í efstu deild sem hafa gerst sek um þess konar hátterni. Þess háttar framkoma gleymist ekki og þegar tímar líða eru slík lið óvinsæl og fyrirlitin af flestum öðrum liðum og áhangendum þeirra. Við í meistaraflokk Njarðvíkur höfum verið þekktir fyrir það í gegnum árin að koma fram við lakari andstæðinga okkar með virðingu og sem jafningja. Það er ósk mín að þetta verði aðalsmerki allra flokka félagsins um ókomin ár. Við þökkum Gunna kærlega fyrir spjallið. Höfundur: Hjörtur Guðbjartsson Jæja hvernig hefurðu það.?? Ég hef það bara nokkuð gott þakka þér fyrir Fullt nafn?? Arinbjörn Gunnar Þorvarðarson Fæðingarstaður Vestmannaeyjar. Maki?? Hrafnhildur Hilmarsdóttir Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er nú ekki svo auðvelt að svara því. Það er svo margt skemmtilegt. Ég hef mjög gaman að því að ferðast innanlands sem utan. Körfuboltinn er ofarlega á listanum, að fylgjast með Njarðvík og körfubolta yfirleitt er svakalega skemmtilegt áhugamál. Ég veiði líka svolítið á stöng , en geri meira af því að stunda skotveiði. Að fara með skemmtilegum félögum að veiða getur verið eitt það besta sem maður gerir. Ekki get ég sleppt því að minnast á eldamennsku. Ég hef alveg ótrúlega gaman af því að elda mat. Þá á ég ekki við að sjóða fisk og spæla egg. Þegar ég elda reyni ég að elda eitthvað sérstakt og gómsætt. Hvað finnst þér erfiðast að gera.?? Mér detttur ekkert í hug sem mér finnst erfitt en mér finnst alveg drepleiðinlegt að bóna og þrífa bílinn minn. Hver er þitt vandræðalegasta atvik í körfunni?? Það var þegar ég hélt mig vera að skora með lay uppi ( sniðskoti) en gerði mér grein fyrir því með hryllingi á síðusu stundu að þetta var mín eigin karfa sem ég stefndi að. Ég brenndi af með ásetningi á síðustu stundu. Varst þú hjátrúarfullur fyrir leiki?? (Ef svo hvernig) Já og ég fullyrði að 99,9% af íþróttafólki er hjátrúarfullt þó að það vilji ekki viðurkenna það. Ég notaði til dæmis alltaf sama snagann í þeim íþróttahúsum sem ég spilaði í. Nú, ef snaginn var upptekinn færði ég einfaldlega draslið annað og notaði MINN snaga. Móti hverjum var þinn besti leikur ( og hvernig var tölfræðin þín í þeim leik) Ég skoraði mest í efstu deild gegn ÍR 38 stig það var að mig minnir árið ????? nei ég man það ekki, það er svo langt síðan. Tölfræði var ekki fundin upp þegar ég var að þessu. Tókstu þátt í öðrum íþróttum en körfunni. Já já . Ég var efnilegasti markvörður sem UMFN hefur alið í fótbolta! Ég hætti reyndar eftir einn leikinn þegar ég missti botann 7 stinnum í netið og þar af tvisvar í gegnum klofið. Hver var þinn erfiðasti andstæðingur? Birgir Jakobsson IR. ( Það muna ekki margir eftir honum nema kannski Ingi Gunn ) Hann passaði mig í næsta leik eftir þessi 38 stig sem ég skoraði á móti honum sem ég gat um hér fyrr á síðunni. Ég sá ekki til sólar hann passaði mig svo vel. Hann var allstaðar þar sem ég var. Það fór ekki mikið fyrir stigaskorun hjá mér í þessum leik. Mig minnir að þau hafi verið 7 .Þegar leikurinn var búinn og ég fór í sturtu var hann mættur á undan mér eins og í ölllum leiknum og meira að segja með sjampo handa mér. Hann sagði að fyrirmæli hans frá þjálfari sínum fyrir leikinn hafi verið að hann ætti að fara allt sem Gunni færi og ef ég færi í bað ætti hann að elta mig þangað sem og hann gerði. En skrýtnasti?? Enn einn ÍRingurinn, Jón Indriðason. Hann var svo skrýtinn að ef ég ætti að skrifa öll uppátæki hanns hér á þessa síðu þá væri einfaldlega ekki pláss fyrir annað. Hver var “Jókerinn” í Njarðvíkurliðinu á þínum tíma??? Það voru margir skemmtilegir félagar þessi ár en ég verð að segja að Guðsteinn Ingimarsson var sá sem gantaðist mest á æfingum og í leikjum. Hver var þín fyrirmynd í NBA?? John Havlicek Boston Celtic. Man nokkur eftir honum? Hvort chillar þú með pizzu í annari og kók í hinni eða með Slátur í annari og Malt í hinni??? Bara með það sem er hendi næst, hvort sem það er pizza eða slátur. Hvaða gerð af skóm spilaðirðu í ?? Converse úr striga. Síðan varð algjör bylting og það fattaðist að framleiða skó úr leðri. Við Njarðvíkingar vourm þeir fyrstu sem fengu samning við Puma sem voru frumkvöðlar í þessari skógerð. Tegundir eins og NIKE og And One voru ekki til. Hver er uppáhaldsleikarinn þinn?? The Duke (John Wayne) Besti bíll í heimi er?? Ekki minn Uppáhaldslið í NBA?? Ekki hlæja, Boston Celtic og er hreykinn af því. Þeir eru að vinna einhverja leiki núna og maður bara vonar að áframhald verði á því. Fyrst verið er að tala um Boston, jú þeir eru grænir eins og við. Veit nokkur af hverju Njarðvík spilar í grænum búningum? Raunverulegir félagslitir UMFN eru blár og gulur. Það er nú skemmtileg saga að segja frá því. Hún kemur kannski seinna. Besti leikmaður á Íslandi í dag (bannað að nefna syni sína)?? Jæja þá, næst bestir eru Jón Arnór KR, Ólafur Orms KR þegar hann er ekki meiddur. Frikki Stef. alltaf að bæta sig. Já og ekki má gleyma Íslendingnum Brenton Birmingham. Hver er þitt motto?? Ekki gera neitt í dag sem þú getur geymt til morguns. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið: Diskótek- Þegar ég var ungur Doctor- Doctor Jónsi Halldórs þegar hann var á bekknum í fyrra. Nike- Skór Jólin- Pakkar McDonalds- Burger King Manchester United-Bestir Koddi-Sofa Korter í þrjú- Korter í Kaffi Wonder-????? Ekkert Burn- Áramótabrenna við Höskuldarkotið. Dabbi krulla- Stór eyru Whiskey-Eitthvað sem ég er þakklátur fyrir að hafi verið fundið up. Einhver lokaorð fyrir ungu leikmennina í Njarðvík?? Það eru allir búnir að heyra klisjurnar um að æfa vel, vera reglusamur o.s.v.fr. aftur og aftur. Þetta eru vissulega mikilvæg atrið sem verða að vera til staðar ef íþróttafólk ætlar að ná árangri. Það sem ég vildi minna unga og eldri leikmenn félagsins á er að sýna alltaf andstæðingum sínum virðingu. Það er alltaf auðvelt að hæðast að andstæðingi sem maður er búinn að taka í nefið og sýna honum rækilega hver er betri og nudda salti í sárin. Það eru því miður lið í efstu deild sem hafa gerst sek um þess konar hátterni. Þess háttar framkoma gleymist ekki og þegar tímar líða eru slík lið óvinsæl og fyrirlitin af flestum öðrum liðum og áhangendum þeirra. Við í meistaraflokk Njarðvíkur höfum verið þekktir fyrir það í gegnum árin að koma fram við lakari andstæðinga okkar með virðingu og sem jafningja. Það er ósk mín að þetta verði aðalsmerki allra flokka félagsins um ókomin ár. Við þökkum Gunna kærlega fyrir spjallið. Höfundur: Hjörtur Guðbjartsson

