Lokaleikur Njarðvíkurvallar
Í gær fór fram síðasti formlegi knattspyrnuleikurinn á Njarðvíkurvelli, þegar meistaraflokkur mætti lið skipuðu leikmönnum sem leikið hafa hér á síðari árum og nokkrum núverandi leikmönnum okkar. Aðstæður til leik voru frábærar logn og hlýtt í veðri en þó var farið að síga á birtuna undir lokin. Leiknum lauk 2 – 1 fyrir meistaraflokkinn. Eftir leikinn bjóð deildin uppá veitingar fyrir leikmennina og vallargesti, þá gafst mönnum tími til að spjalla saman enda höfðu margir ekki hist lengi. Meðal leikmann var Björgvin Friðriksson en hann er búsettur í New York en var staddur hér heima og sleppti ekki þessu tækifæri. Feðgarnir Högni, Ísak og Þórður voru í fyrsta skipti þátttakendur í sama leiknum Leikurinn hófst kl. 18:00 og voru leiknar 2 x 30 mín. Það var ljóst strax í byrjun að meistaraflokkur ætlaði að fara taplausir af Njarðvíkurvelli í síðasta leiknum því þeir byrjuðu leikinn af krafti og þeir létu úrvalsliðið finna fyrir því í gríð og erg til að byrja með. En það var ljóst að Úrvalsliðið undur stjórn Gunnar Þórarinsson hafði reiknað með því og liðið slapp fyrir horn og komu smátt og smátt inní leikin enda engin smá framlína sem tók að sækja á meistaraflokkinn með þá feðga Högna og Þórð ásamt Sævari Eyjólfsyni með Guðna Erlends, Helga Arnars og Óskar Örn fyrir aftan. Fyrsta markið kom svo á 10 mín og það var Rafn Vilbergsson sem náði að koma boltanum frá hjá markverðinum Snorra Má Jónssyni sem tekið hafði markið í forföllum annars leikmanns. Liðið skiptust á að sækja og var skemmtilegt að fylgjast með hvað þeir Úrvalsliðsmenn náðu að láta boltan ganga sín á milli og brjóta á bak sóknir andstæðingana. Annað mark leiksins koma á 24 mín og þá var Rafn aftur á ferðinni. Eyþór í baráttu við þá Sigga Hill og Hemma Hemm, Snorri Már við öllu búinn í markinu Seinni hálfleikur var ekki síðri á að horfa og þá komu inná leikmenn sem nokkuð er orðið um liðið síðan þeir spiluðu síðast fyrir Njarðvík og gaman að sjá á velli á ný. Þetta voru þeir Björgvin Friðriksson (’97), Guðmundur Hjaltested (’90) Hallgriímur Sigurðsson (’97), Halldór Magnússon (’97), Ívar Guðmundsson (’94) og í sviga eru það ár sem þeir léku síðast. Sónarþungi Úrvalsliðsin þyngdist við þessa breytingu Gunnars og skilaði fljótlega marki þegar markahrókurinn Ívar Guðmundsson náð i að minnka munin eftir mikinn atgang fyrir framan markið. En meistaraflokksliðinu tókst að sigra þennan leik og halda hreinu út tímabilið. Ívar Guðmundsson fagnar marki sínu Þessi leikur var einn sá skemmtilegasti á árinu, þrátt fyrir að hann hafi verið í léttari kantinum. Áhorfendur sem mættu skemmtu sér vel. Knattspyrnudeildin þakkar öllum þeim leikmönnum sem mættu í leikinn fyrir að heiðra okkur á þessum tímamótum. Einnig sendum við bestu kveðjur til allara þeirra leikmanna okkar sem leikið hafa fyrir okkar hönd. Fjöldi fyrrverandi leikmanna hefði viljað mæta og taka þátt en ekki áttu allir heimangengt. Gunnar Þórarinsson leggur línurnar fyrir leikinn Völlurinn var vígður þann 16. júní 19957 og nú 49 árum og 106 dögum síðar líkur þjónustu Njarðvíkurvallar við keppnislið Ungmennafélags Njarðvíkur en einnig var völlurinn heimavöllur Keflvíkinga og á honum unnu þeir sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil 1964 og svo ÍBV árið 1973, árið sem gaus í Eyjum. Ekki höfum við tölu yfir hvað margir leikir voru leiknir á vellinum en þeir hljóta að skipta þúsundum. Sævar Eyjólfs skiptir við Högna Hvað tekur við hjá okkur er nýtt æfingasvæði hér fyrir ofan Móahverfið á svokölluðu Nikkelsvæði. Búið er að tyrfa svæðið og verið að fara að ganga frá mönum umhverfis svæðið ásamt hönnun á Vallarhúsi sem bæjaryfirvöld ætla að hafa tilbúið næsta sumar. Ekki er ljóst hvort keppnisleyfi fæst fyrir leiki í 1. deild á næsta ári, en þá þarf að leggja í ýmsan kostnað sem ekki er yfirleitt á æfingasvæðum. Það gæti farið svo að við myndum leika heimaleiki okkar á Keflavíkurvelli næsta sumar og segja má að þá séum við að fá það í staðin fyrir þann tíma sem þeir notuðu Njarðvíkurvöll. Þetta á allt eftir að ræðja við bæjaryfirvöld og Keflvíkinga. Stjórn deildarinnar hefur einnig farið fram á að ekki verið hreyft við öðrum hvorum vellinum svo hægt verði að nota þá til voræfinga næsta vor því nýja svæðið verður valla tilbúið fyrr en um mánaðarmót maí – júní. Flott hreyfing hjá Sigga Hill Byrjunarlið Úrvalsliðiðs; 1. Snorri Már Jónsson, 2. Hermann Hermannsson, 3. Sigurður Hilmar Ólafsson 4. Helgi Arnarson, 5. Bjarni Sæmundsson, 6. Guðni Erlendsson, 7. Óskar Örn Hauksson, 8. Þórður Karlsson, 9. Sævar Eyjólfsson, 10. Högni Þórðarson, 11. Sighvatur Gunnarsson. Varamenn; 12. Halldór Magnússon, 13. Ívar Guðmundsson, 14. Hallgrímur Sigurðsson, 15. Guðmundur Hjaltested, 16. Ólafur Þór Gylfason, 17. Björgvin Friðriksson. Framkvæmdastjóri; Gunnar Þórarinsson og liðstjóri Ingvar Georgsson. Byrjunarlið Njarðvík 2006; 1. Kári Oddgeirsson, 2. Gunnar Sveinsson, 3. Rafn Vilbergsson, 4. Kristinn Björnsson 5. Eyþór Guðnason, 6. Marteinn Guðjónsson, 7. Alexander Magnússon, 8. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson, 9. Gestur Gylfason, 10. Einar Valur Árnason, 11. Árni Þór Ármannsson. Varamenn; 12. Víðir Einarsson, 13. Ísak Örn Þórðarson, 14. Valdimar Eiríksson, 15. Andri Þór Guðjónsson. Liðstjórn; Helgi Bogason, aðstoðarmaður Kristinn Örn Agnarsson Björgvin Friðriks og Guðni Helgi Arnars og Óli Gylfa Óskar Örn í baráttu við Kidda Björns og Einar Val Sævar reynir að finna leið að markinum Óskar Örn lætur eitt þrumuskotið vaða Kári bjargar á síðustu stundu Óskar Örn með boltann Hálfleiksræðan hjá Gunnari Helgi og Siggi Hill slappa af í hálfleik Dóri Magg fær sér vatnsopa Óli Gylfa og Halli fisksali í baráttunni Helgi og Guðni bíða eftir að komast inná Ívar og Guðni í baráttu við græna leikmenn Í gær fór fram síðasti formlegi knattspyrnuleikurinn á Njarðvíkurvelli, þegar meistaraflokkur mætti lið skipuðu leikmönnum sem leikið hafa hér á síðari árum og nokkrum núverandi leikmönnum okkar. Aðstæður til leik voru frábærar logn og hlýtt í veðri en þó var farið að síga á birtuna undir lokin. Leiknum lauk 2 – 1 fyrir meistaraflokkinn. Eftir leikinn bjóð deildin uppá veitingar fyrir leikmennina og vallargesti, þá gafst mönnum tími til að spjalla saman enda höfðu margir ekki hist lengi. Meðal leikmann var Björgvin Friðriksson en hann er búsettur í New York en var staddur hér heima og sleppti ekki þessu tækifæri. Feðgarnir Högni, Ísak og Þórður voru í fyrsta skipti þátttakendur í sama leiknum Leikurinn hófst kl. 18:00 og voru leiknar 2 x 30 mín. Það var ljóst strax í byrjun að meistaraflokkur ætlaði að fara taplausir af Njarðvíkurvelli í síðasta leiknum því þeir byrjuðu leikinn af krafti og þeir létu úrvalsliðið finna fyrir því í gríð og erg til að byrja með. En það var ljóst að Úrvalsliðið undur stjórn Gunnar Þórarinsson hafði reiknað með því og liðið slapp fyrir horn og komu smátt og smátt inní leikin enda engin smá framlína sem tók að sækja á meistaraflokkinn með þá feðga Högna og Þórð ásamt Sævari Eyjólfsyni með Guðna Erlends, Helga Arnars og Óskar Örn fyrir aftan. Fyrsta markið kom svo á 10 mín og það var Rafn Vilbergsson sem náði að koma boltanum frá hjá markverðinum Snorra Má Jónssyni sem tekið hafði markið í forföllum annars leikmanns. Liðið skiptust á að sækja og var skemmtilegt að fylgjast með hvað þeir Úrvalsliðsmenn náðu að láta boltan ganga sín á milli og brjóta á bak sóknir andstæðingana. Annað mark leiksins koma á 24 mín og þá var Rafn aftur á ferðinni. Eyþór í baráttu við þá Sigga Hill og Hemma Hemm, Snorri Már við öllu búinn í markinu Seinni hálfleikur var ekki síðri á að horfa og þá komu inná leikmenn sem nokkuð er orðið um liðið síðan þeir spiluðu síðast fyrir Njarðvík og gaman að sjá á velli á ný. Þetta voru þeir Björgvin Friðriksson (’97), Guðmundur Hjaltested (’90) Hallgriímur Sigurðsson (’97), Halldór Magnússon (’97), Ívar Guðmundsson (’94) og í sviga eru það ár sem þeir léku síðast. Sónarþungi Úrvalsliðsin þyngdist við þessa breytingu Gunnars og skilaði fljótlega marki þegar markahrókurinn Ívar Guðmundsson náð i að minnka munin eftir mikinn atgang fyrir framan markið. En meistaraflokksliðinu tókst að sigra þennan leik og halda hreinu út tímabilið. Ívar Guðmundsson fagnar marki sínu Þessi leikur var einn sá skemmtilegasti á árinu, þrátt fyrir að hann hafi verið í léttari kantinum. Áhorfendur sem mættu skemmtu sér vel. Knattspyrnudeildin þakkar öllum þeim leikmönnum sem mættu í leikinn fyrir að heiðra okkur á þessum tímamótum. Einnig sendum við bestu kveðjur til allara þeirra leikmanna okkar sem leikið hafa fyrir okkar hönd. Fjöldi fyrrverandi leikmanna hefði viljað mæta og taka þátt en ekki áttu allir heimangengt. Gunnar Þórarinsson leggur línurnar fyrir leikinn Völlurinn var vígður þann 16. júní 19957 og nú 49 árum og 106 dögum síðar líkur þjónustu Njarðvíkurvallar við keppnislið Ungmennafélags Njarðvíkur en einnig var völlurinn heimavöllur Keflvíkinga og á honum unnu þeir sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil 1964 og svo ÍBV árið 1973, árið sem gaus í Eyjum. Ekki höfum við tölu yfir hvað margir leikir voru leiknir á vellinum en þeir hljóta að skipta þúsundum. Sævar Eyjólfs skiptir við Högna Hvað tekur við hjá okkur er nýtt æfingasvæði hér fyrir ofan Móahverfið á svokölluðu Nikkelsvæði. Búið er að tyrfa svæðið og verið að fara að ganga frá mönum umhverfis svæðið ásamt hönnun á Vallarhúsi sem bæjaryfirvöld ætla að hafa tilbúið næsta sumar. Ekki er ljóst hvort keppnisleyfi fæst fyrir leiki í 1. deild á næsta ári, en þá þarf að leggja í ýmsan kostnað sem ekki er yfirleitt á æfingasvæðum. Það gæti farið svo að við myndum leika heimaleiki okkar á Keflavíkurvelli næsta sumar og segja má að þá séum við að fá það í staðin fyrir þann tíma sem þeir notuðu Njarðvíkurvöll. Þetta á allt eftir að ræðja við bæjaryfirvöld og Keflvíkinga. Stjórn deildarinnar hefur einnig farið fram á að ekki verið hreyft við öðrum hvorum vellinum svo hægt verði að nota þá til voræfinga næsta vor því nýja svæðið verður valla tilbúið fyrr en um mánaðarmót maí – júní. Flott hreyfing hjá Sigga Hill Byrjunarlið Úrvalsliðiðs; 1. Snorri Már Jónsson, 2. Hermann Hermannsson, 3. Sigurður Hilmar Ólafsson 4. Helgi Arnarson, 5. Bjarni Sæmundsson, 6. Guðni Erlendsson, 7. Óskar Örn Hauksson, 8. Þórður Karlsson, 9. Sævar Eyjólfsson, 10. Högni Þórðarson, 11. Sighvatur Gunnarsson. Varamenn; 12. Halldór Magnússon, 13. Ívar Guðmundsson, 14. Hallgrímur Sigurðsson, 15. Guðmundur Hjaltested, 16. Ólafur Þór Gylfason, 17. Björgvin Friðriksson. Framkvæmdastjóri; Gunnar Þórarinsson og liðstjóri Ingvar Georgsson. Byrjunarlið Njarðvík 2006; 1. Kári Oddgeirsson, 2. Gunnar Sveinsson, 3. Rafn Vilbergsson, 4. Kristinn Björnsson 5. Eyþór Guðnason, 6. Marteinn Guðjónsson, 7. Alexander Magnússon, 8. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson, 9. Gestur Gylfason, 10. Einar Valur Árnason, 11. Árni Þór Ármannsson. Varamenn; 12. Víðir Einarsson, 13. Ísak Örn Þórðarson, 14. Valdimar Eiríksson, 15. Andri Þór Guðjónsson. Liðstjórn; Helgi Bogason, aðstoðarmaður Kristinn Örn Agnarsson Björgvin Friðriks og Guðni Helgi Arnars og Óli Gylfa Óskar Örn í baráttu við Kidda Björns og Einar Val Sævar reynir að finna leið að markinum Óskar Örn lætur eitt þrumuskotið vaða Kári bjargar á síðustu stundu Óskar Örn með boltann Hálfleiksræðan hjá Gunnari Helgi og Siggi Hill slappa af í hálfleik Dóri Magg fær sér vatnsopa Óli Gylfa og Halli fisksali í baráttunni Helgi og Guðni bíða eftir að komast inná Ívar og Guðni í baráttu við græna leikmenn

