Njarðvík í 16 liða úrslit
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum VISAbikarsins þegar þeir sigruðu Breiðablik 0 – 2 á Kópavogsvelli í kvöld. Það er óhætt að segja að sigur okkar manna hafi verið sanngjarn, við vorum meira skapandi í veðurblíðunni og vart fá menn betri veður til að leika knattspyrnu. Leikurinn var mjög vel leikinn og prúðmannlega því engin spjöld voru gefin í leiknum, Njarðvíkíngar voru óheppnir að taka ekki forystuna á 40m þegar Bjarni misnotaði vítaspyrnu. Á 54m var dæmd aukaspyrna fyrir framan mark Blika og úr henni renndi Snorri Már boltanum á Milan sem lék upp að endamörkum og lagði hann fyrir markið þar sem Alfreð kom á ferðinni og lagði hann í netið. Eftir þetta má segja að við hefðum tekið öll völd á vellinum þó Blikar væru alltaf annað slagið að minna á sig. Guðni bætti síðan við marki á 74m með glæsilegu skoti eftir að hafa náð boltanum aftur er hættuleg sókn okkar rann út í sandinn. Það sem eftir lifði leiksins reyndu Blikar að klóara í bakkann en sterk vörn okkar og Friðrik markvörður öryggið uppmálað. Sanngjarn sigur í höfn og nafn okkar í 16 liða pottinum. Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Friðrik kom í markið, Magnús og Gunnar Örn inn í stað Eyþórs og Gunnars Sveins.Þetta er í fyrsta skipti síðan 1985 að Njarðvík nær í 16 liða úrslit, þá tapaði liðið fyrir Keflavík 0 – 3. Guðni Erlendsson lék í gærkvöldi sinn 130 leik fyrir Njarðvík, Gunnar Örn Einarsson sinn 40 og Einar Oddsson sinn 30. VISAbikarinn Kópavogsöllur BREIÐABLIK – NJARÐVÍK 0 – 2 ( 0 – 0 ) Byrjunarlið Njarðvík 1. Friðrik Árnason , 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Ingi Magnússon 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Gunnar Örn Einarsson ( Gunnar Sveinsson ), 6.Einar Oddsson , 7.Milan Janosevic , 8. Jón Fannar Guðmundsson, 9. Magnús Ólafsson ( Eyþór Guðnason), 10. Guðni Erlendsson, 11. Alfreð Jóhannsson ( Kristinn Björnsson) Varamenn 12.Sigurður Bjarni Sigurðsson , 13.Kristinn Björnsson, 14.Eyþór Guðnason, 15.Gunnar Sveinsson , 16.Einar Freyr Sigurðsson. Myndir / Frá leiknum í kvöld. Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum VISAbikarsins þegar þeir sigruðu Breiðablik 0 – 2 á Kópavogsvelli í kvöld. Það er óhætt að segja að sigur okkar manna hafi verið sanngjarn, við vorum meira skapandi í veðurblíðunni og vart fá menn betri veður til að leika knattspyrnu. Leikurinn var mjög vel leikinn og prúðmannlega því engin spjöld voru gefin í leiknum, Njarðvíkíngar voru óheppnir að taka ekki forystuna á 40m þegar Bjarni misnotaði vítaspyrnu. Á 54m var dæmd aukaspyrna fyrir framan mark Blika og úr henni renndi Snorri Már boltanum á Milan sem lék upp að endamörkum og lagði hann fyrir markið þar sem Alfreð kom á ferðinni og lagði hann í netið. Eftir þetta má segja að við hefðum tekið öll völd á vellinum þó Blikar væru alltaf annað slagið að minna á sig. Guðni bætti síðan við marki á 74m með glæsilegu skoti eftir að hafa náð boltanum aftur er hættuleg sókn okkar rann út í sandinn. Það sem eftir lifði leiksins reyndu Blikar að klóara í bakkann en sterk vörn okkar og Friðrik markvörður öryggið uppmálað. Sanngjarn sigur í höfn og nafn okkar í 16 liða pottinum. Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Friðrik kom í markið, Magnús og Gunnar Örn inn í stað Eyþórs og Gunnars Sveins.Þetta er í fyrsta skipti síðan 1985 að Njarðvík nær í 16 liða úrslit, þá tapaði liðið fyrir Keflavík 0 – 3. Guðni Erlendsson lék í gærkvöldi sinn 130 leik fyrir Njarðvík, Gunnar Örn Einarsson sinn 40 og Einar Oddsson sinn 30. VISAbikarinn Kópavogsöllur BREIÐABLIK – NJARÐVÍK 0 – 2 ( 0 – 0 ) Byrjunarlið Njarðvík 1. Friðrik Árnason , 2. Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Ingi Magnússon 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Gunnar Örn Einarsson ( Gunnar Sveinsson ), 6.Einar Oddsson , 7.Milan Janosevic , 8. Jón Fannar Guðmundsson, 9. Magnús Ólafsson ( Eyþór Guðnason), 10. Guðni Erlendsson, 11. Alfreð Jóhannsson ( Kristinn Björnsson) Varamenn 12.Sigurður Bjarni Sigurðsson , 13.Kristinn Björnsson, 14.Eyþór Guðnason, 15.Gunnar Sveinsson , 16.Einar Freyr Sigurðsson. Myndir / Frá leiknum í kvöld.

