Njarðvik úr leik í VISA bikarnum
Leikið var innandyra í Fjarðarbygðarhöllinni þar sem grasvöllur heimamanna var ekki klár eftir veturinn. Njarðvíkingar áttu fyrsta færið snemma leiks þegar að Ísak Þórðarsson fékk sendingu inn í teig eftir sendingu frá Einar Val en skalli Ísaks fór beint á markvörð heimamanna. Heimamenn fengu ágætisfæri þegar að Aron Már Smárason fékk boltann innfyrir vörn Njarðvíkur en var kominn í of þröngt skotfæri þegar að hann náði stjórn á boltanum og skaut framhjá stönginni. Heimamenn komust yfir á 21 mínútu með marki frá Óttari Guðlaugssyni eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina vinstra megin út í teig og afgreiddi boltann í hægra hornið framhjá Ingvari í markinu. Njarðvíkingar jöfnuðu metin á 29 mínútu eftir að varnarmaður skallaði fyrirgjöf Kristins Björnssonar yfir markmanninn sinn þar sem Ísak Þórðarsson var mættur og skallaði boltann yfir línuna. Ben Long átti svo skot fyrir utan teig en hitti boltann illa og skotið fór framhjá. Heimamenn fengu svo dauðafæri á 45 mínútu eftir að heimamenn áttu aukaspyrnu við endalínu við vítateig. Rafn Vilbergs hreinsaði boltann út fyrir vítateig á mótherja sem sendi boltann aftur inn í teig og þar var leikmaður nr 6 einn og óvaldaður vinstra megin við markteig en skotið hans var slappt og framhjá markinu. Staðan í hálfleik 1 1. Heimamenn fengu 3 hornspyrnur í röð á fyrstu mínútum síðari hálfleiks sem endaði svo með skoti framhjá markinu. Njarðvíkingar komust yfir á 52 mínútu þegar að Njarðvíkingar komust í skyndisókn upp hægri kantinn. Einar Helgi rak knöttinn inn fyrir miðjuna og sendi háan bolta á fjærstöngina á Ólaf Jón sem skallaði knöttinn yfir markvörðinn og í netið. Heimamenn jöfnuðu metin á 56 mínútu eftir klafs inn í teig Njarðvíkinga. Fjarðarbyggð fékk aukaspyrnu við endalínu vítateigs hægra megin og eftir klafs í teignum datt boltinn framfyrir lappirnar á Felix Hjálmarssyni sem skaut boltanum í netið og staðan jöfn 2 2. Ben Long fékk flott færi eftir að Kristinn Björnsson stakk boltanum inn fyrir vörnina en fast skot Ben´s var varið. Ben var svo aftur á ferðinni stuttu síðar eftir frábæra sendingu frá Frans Elvarssyni, fékk boltann inn fyrir vörnina hægra megin í teignum og lagði boltann vel fyrir sig en markvörður Fjarðarbyggðar varði vel og greip svo frákastið. Njarðvíkingar sóttu grimmt á mark heimamanna og var Ísak Þórðarsson óheppinn að skora ekki eftir aukaspyrnu frá Haraldi Axels en skalli Ísaks fór yfir markið. Þrátt fyrir mikla pressu Njarðvíkinga þá náðu þeir ekki að setja mark og leikurinn fór í framlenginu. Heimamenn áttu kjörið tækifæri þegar að Hilmar Freyr Bjartþórsson fékk boltann innfyrir vörnina og komst einn á móti Ingvari en lyfti boltanum yfir markið. Færið angaði af rangstöðulykt alla leið til Blöndósar en áðurnefndur Hilmar fór illa með frábært færi. Njarðvíkingar sóttu stíft áfram án þess þó að koma boltanum í netið. Heimamenn innsigluðu svo sigurinn þegar að Aron Smárason fékk sendingu innfyrir vörnina og komst framhjá Einari Val og Ingvar náði ekki að verja gott skot Arons. Lokatölur 3 2 Fjarðarbyggð í vil og verða þau úrslit seint talin sanngjörn miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Byrjunarlið Njarðvíkur; Ingvar Jónsson (m),Kristinn Björnsson (f), Gestur Gylfason(Eyþór Guðnason) , Einar Valur Árnason, Rafn Markús Vilbergsson, Ólafur Jón Jónsson, Frans Elvarsson, Haraldur Axel Einarsson, Einar Helgi Helgason, Ísak Örn Þórðarsson (Kristinn Örn Agnarsson), Ben Ryan Long (Árni Þór Ármannsson). Varamenn; Almar Elí færseth (m), Árni Þór Ármannsson, Kristinn Örn Agnarsson, Eyþór Guðnason, Björn Ísberg Björnsson.Því miður höfum við engar myndir úr leiknum til að birta. Leikið var innandyra í Fjarðarbygðarhöllinni þar sem grasvöllur heimamanna var ekki klár eftir veturinn. Njarðvíkingar áttu fyrsta færið snemma leiks þegar að Ísak Þórðarsson fékk sendingu inn í teig eftir sendingu frá Einar Val en skalli Ísaks fór beint á markvörð heimamanna. Heimamenn fengu ágætisfæri þegar að Aron Már Smárason fékk boltann innfyrir vörn Njarðvíkur en var kominn í of þröngt skotfæri þegar að hann náði stjórn á boltanum og skaut framhjá stönginni. Heimamenn komust yfir á 21 mínútu með marki frá Óttari Guðlaugssyni eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina vinstra megin út í teig og afgreiddi boltann í hægra hornið framhjá Ingvari í markinu. Njarðvíkingar jöfnuðu metin á 29 mínútu eftir að varnarmaður skallaði fyrirgjöf Kristins Björnssonar yfir markmanninn sinn þar sem Ísak Þórðarsson var mættur og skallaði boltann yfir línuna. Ben Long átti svo skot fyrir utan teig en hitti boltann illa og skotið fór framhjá. Heimamenn fengu svo dauðafæri á 45 mínútu eftir að heimamenn áttu aukaspyrnu við endalínu við vítateig. Rafn Vilbergs hreinsaði boltann út fyrir vítateig á mótherja sem sendi boltann aftur inn í teig og þar var leikmaður nr 6 einn og óvaldaður vinstra megin við markteig en skotið hans var slappt og framhjá markinu. Staðan í hálfleik 1 1. Heimamenn fengu 3 hornspyrnur í röð á fyrstu mínútum síðari hálfleiks sem endaði svo með skoti framhjá markinu. Njarðvíkingar komust yfir á 52 mínútu þegar að Njarðvíkingar komust í skyndisókn upp hægri kantinn. Einar Helgi rak knöttinn inn fyrir miðjuna og sendi háan bolta á fjærstöngina á Ólaf Jón sem skallaði knöttinn yfir markvörðinn og í netið. Heimamenn jöfnuðu metin á 56 mínútu eftir klafs inn í teig Njarðvíkinga. Fjarðarbyggð fékk aukaspyrnu við endalínu vítateigs hægra megin og eftir klafs í teignum datt boltinn framfyrir lappirnar á Felix Hjálmarssyni sem skaut boltanum í netið og staðan jöfn 2 2. Ben Long fékk flott færi eftir að Kristinn Björnsson stakk boltanum inn fyrir vörnina en fast skot Ben´s var varið. Ben var svo aftur á ferðinni stuttu síðar eftir frábæra sendingu frá Frans Elvarssyni, fékk boltann inn fyrir vörnina hægra megin í teignum og lagði boltann vel fyrir sig en markvörður Fjarðarbyggðar varði vel og greip svo frákastið. Njarðvíkingar sóttu grimmt á mark heimamanna og var Ísak Þórðarsson óheppinn að skora ekki eftir aukaspyrnu frá Haraldi Axels en skalli Ísaks fór yfir markið. Þrátt fyrir mikla pressu Njarðvíkinga þá náðu þeir ekki að setja mark og leikurinn fór í framlenginu. Heimamenn áttu kjörið tækifæri þegar að Hilmar Freyr Bjartþórsson fékk boltann innfyrir vörnina og komst einn á móti Ingvari en lyfti boltanum yfir markið. Færið angaði af rangstöðulykt alla leið til Blöndósar en áðurnefndur Hilmar fór illa með frábært færi. Njarðvíkingar sóttu stíft áfram án þess þó að koma boltanum í netið. Heimamenn innsigluðu svo sigurinn þegar að Aron Smárason fékk sendingu innfyrir vörnina og komst framhjá Einari Val og Ingvar náði ekki að verja gott skot Arons. Lokatölur 3 2 Fjarðarbyggð í vil og verða þau úrslit seint talin sanngjörn miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Byrjunarlið Njarðvíkur; Ingvar Jónsson (m),Kristinn Björnsson (f), Gestur Gylfason(Eyþór Guðnason) , Einar Valur Árnason, Rafn Markús Vilbergsson, Ólafur Jón Jónsson, Frans Elvarsson, Haraldur Axel Einarsson, Einar Helgi Helgason, Ísak Örn Þórðarsson (Kristinn Örn Agnarsson), Ben Ryan Long (Árni Þór Ármannsson). Varamenn; Almar Elí færseth (m), Árni Þór Ármannsson, Kristinn Örn Agnarsson, Eyþór Guðnason, Björn Ísberg Björnsson. Því miður höfum við engar myndir úr leiknum til að birta.

