Njarðvíkursigur í góðgerðarleik fyrir heyrnaskerta
Njarðvíkingar lögðu Grindvíkinga í síðasta upphitunarleik ársins, leiknum milli ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Allir sem mættu í Ljónagryfjuna studdu foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra í verki en það gerðu leikmenn einnig að þessu sinni því hópur fyrirtækja hét á leikmennina ákveðnum styrktarupphæðum fyrir hverja þriggja stiga körfu og hverja troðslu. Okkar menn byrjuðu með látum og náðu forskoti strax á fyrstu mínútunum, með góðri vörn og þriggja stiga skotum. Grindvíkingar unnu sig þó aftur inn í leikinn og eftir fyrsta leikhlutann var forysta grænklæddra engin orðin. Eitthvað hefur Frikki Ragg sagt rétt í hléinu því annar leikhluti var allur Grindvíkinga sem hreinlega rúlluðu Njarðvíkurvörninni upp og gátu farið glottandi með 15 stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik. Okkar menn voru hrein hörmung um tíma og ráðleysið á stundum algert eins og þegar Bjössi Brynjólfs blokkaði Ragga Ragg í stökkskoti með engan tíma eftir á skotklukkunni en það var 3-4 sóknin í röð þar sem öll skot enduðu í röffinu. Dagsskipunin hefur eflaust verið að koma boltanum inn í teiginn á Frikka og láta Egil standa rétt utan við vítalínuna til að hindra að hægt yrði að hjálpa á Frikka. Falsgullið, 3-stiga skotin í upphafi, olli því að grænklæddir fóru út af sporinu og án þess að spila inn og út bolta fór allur annar fjórðungurinn í hlaup fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan áhorfendur klöppuðu fyrir skotsýningu Páls Axels hinum megin. Ekki hjálpaði að Frikki virtist hálfilla við körfuhringinn þau skipti sem boltanum var komin til hans. Grindvíkingar höfðu mann fyrir framan Frikka og Agli virtist nokk sama þótt maðurinn hans héldi sig svo nálægt Frikka að svo til ómögulegt var að gefa inn á hann. Það tók Steven Thomas smá tíma að átta sig á því að hann átti lítið í Frikka færi hann beint upp í skotin undir körfunni en hann aðlagaði sig ágætlega og fór að sækja boltann utar, keyra upp að hlið Frikka, hoppa utan í tröllið, pumpa einu sinni og setjann spjaldið ofaní. Gekk það ágætlega enda sterkur strákur þarna á ferð með mikinn stökkkraft. Strax í upphafi seinni hálfleiks hófu Njarðvíkingar að éta upp forskot þeirra gulklæddu. Frikki fékk boltann meira í teignum og þriggja stiga skotin fóru aftur að detta hjá bakvörðunum sem stundum virtust vera með hugann meira við söfnunina en liðsspilið og ófá þriggja stiga skotin tekin í upphafi sóknar, upp-úr-engu eins sagt var í gamla daga. Jeb, Brenton og Gummi voru allir í söfnunarhug og Jeb á það til að taka einn Ísak á þetta þegar hann setur niður einn þrist. Það er þó þannig að maður verður bara að klappa þegar þessi leikaðferð gengur upp þó blótsyrði hafi verið komin upp í hálsinn á manni þegar skotið er tekið. Eftir þrjá var staðan jöfn, 60-60, en tilfinningin komin (einhvert óútskýranlegt ferómónaflæði í stúkunni) að þetta væri okkar dagur. Liðið hélt áfram að punda boltanum á Frikkann í teignum og Egill fann fjölina (eftir allnokkra leit). Jeb hélt áfram að setja niður þrista og Gummi og Brenton laumuðu slíkum að líka. Þrátt fyrir mikla baráttu Grindvíkinga voru þeir komnir út á plankann þegar fimm mínútur voru eftir og þurftu körfu í hverri sókn til að sökkva ekki. Egill negldi aftur líkkistuna með troðslu og þriggja stiga körfu og eftir það var bara beðið eftir verðlaunaafhendingunni. Lokastaðan 87-76. Þessi síðasti upphitunarleikur körfuknattleikstímabilsins var skemmtilegur og vel spilaður og gefur góð fyrirheit á tímabilið þó vert sé að geta þess að byrjunarliðsleikmenn Grindavíkur og Njarðvíkur skoruðu 158 af 163 stigum liðanna og það var aðeins Fagni Karlsson sem kom af bekknum og skilaði 5 stigum í hús. Að öðrum ólöstuðum var Friðrik Stefánsson verðmætasti leikmaður leiksins, 18 stig, 17 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 varin skot. Elsku Heimakletturinn, eins og Örvar Kristjánsson verðskuldað kallar Frikka, mætti þó alveg ná sér í stiga og koma á persónulegu sambandi við körfuhringinn vestanmegin í salnum áður en Íslandsmótið hefst. Höfundur: JAK Njarðvíkingar lögðu Grindvíkinga í síðasta upphitunarleik ársins, leiknum milli ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Allir sem mættu í Ljónagryfjuna studdu foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra í verki en það gerðu leikmenn einnig að þessu sinni því hópur fyrirtækja hét á leikmennina ákveðnum styrktarupphæðum fyrir hverja þriggja stiga körfu og hverja troðslu. Okkar menn byrjuðu með látum og náðu forskoti strax á fyrstu mínútunum, með góðri vörn og þriggja stiga skotum. Grindvíkingar unnu sig þó aftur inn í leikinn og eftir fyrsta leikhlutann var forysta grænklæddra engin orðin. Eitthvað hefur Frikki Ragg sagt rétt í hléinu því annar leikhluti var allur Grindvíkinga sem hreinlega rúlluðu Njarðvíkurvörninni upp og gátu farið glottandi með 15 stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik. Okkar menn voru hrein hörmung um tíma og ráðleysið á stundum algert eins og þegar Bjössi Brynjólfs blokkaði Ragga Ragg í stökkskoti með engan tíma eftir á skotklukkunni en það var 3-4 sóknin í röð þar sem öll skot enduðu í röffinu. Dagsskipunin hefur eflaust verið að koma boltanum inn í teiginn á Frikka og láta Egil standa rétt utan við vítalínuna til að hindra að hægt yrði að hjálpa á Frikka. Falsgullið, 3-stiga skotin í upphafi, olli því að grænklæddir fóru út af sporinu og án þess að spila inn og út bolta fór allur annar fjórðungurinn í hlaup fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan áhorfendur klöppuðu fyrir skotsýningu Páls Axels hinum megin. Ekki hjálpaði að Frikki virtist hálfilla við körfuhringinn þau skipti sem boltanum var komin til hans. Grindvíkingar höfðu mann fyrir framan Frikka og Agli virtist nokk sama þótt maðurinn hans héldi sig svo nálægt Frikka að svo til ómögulegt var að gefa inn á hann. Það tók Steven Thomas smá tíma að átta sig á því að hann átti lítið í Frikka færi hann beint upp í skotin undir körfunni en hann aðlagaði sig ágætlega og fór að sækja boltann utar, keyra upp að hlið Frikka, hoppa utan í tröllið, pumpa einu sinni og setjann spjaldið ofaní. Gekk það ágætlega enda sterkur strákur þarna á ferð með mikinn stökkkraft. Strax í upphafi seinni hálfleiks hófu Njarðvíkingar að éta upp forskot þeirra gulklæddu. Frikki fékk boltann meira í teignum og þriggja stiga skotin fóru aftur að detta hjá bakvörðunum sem stundum virtust vera með hugann meira við söfnunina en liðsspilið og ófá þriggja stiga skotin tekin í upphafi sóknar, upp-úr-engu eins sagt var í gamla daga. Jeb, Brenton og Gummi voru allir í söfnunarhug og Jeb á það til að taka einn Ísak á þetta þegar hann setur niður einn þrist. Það er þó þannig að maður verður bara að klappa þegar þessi leikaðferð gengur upp þó blótsyrði hafi verið komin upp í hálsinn á manni þegar skotið er tekið. Eftir þrjá var staðan jöfn, 60-60, en tilfinningin komin (einhvert óútskýranlegt ferómónaflæði í stúkunni) að þetta væri okkar dagur. Liðið hélt áfram að punda boltanum á Frikkann í teignum og Egill fann fjölina (eftir allnokkra leit). Jeb hélt áfram að setja niður þrista og Gummi og Brenton laumuðu slíkum að líka. Þrátt fyrir mikla baráttu Grindvíkinga voru þeir komnir út á plankann þegar fimm mínútur voru eftir og þurftu körfu í hverri sókn til að sökkva ekki. Egill negldi aftur líkkistuna með troðslu og þriggja stiga körfu og eftir það var bara beðið eftir verðlaunaafhendingunni. Lokastaðan 87-76. Þessi síðasti upphitunarleikur körfuknattleikstímabilsins var skemmtilegur og vel spilaður og gefur góð fyrirheit á tímabilið þó vert sé að geta þess að byrjunarliðsleikmenn Grindavíkur og Njarðvíkur skoruðu 158 af 163 stigum liðanna og það var aðeins Fagni Karlsson sem kom af bekknum og skilaði 5 stigum í hús. Að öðrum ólöstuðum var Friðrik Stefánsson verðmætasti leikmaður leiksins, 18 stig, 17 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 varin skot. Elsku Heimakletturinn, eins og Örvar Kristjánsson verðskuldað kallar Frikka, mætti þó alveg ná sér í stiga og koma á persónulegu sambandi við körfuhringinn vestanmegin í salnum áður en Íslandsmótið hefst. Höfundur: JAK

