NM unglinga 2008 ( smá samantekt )
Norðurlandamót unglinga fór fram í Solna í Svíþjóð um sl. helgi og var þetta sjötta árið í röð sem mótið fer fram á þessum stað og með þessu fyrirkomulagi. Undirritaður var þarna að fara á sitt fyrsta Norðurlandamót og er óhætt að segja að ferðin hafi heppnast gríðarlega vel. UMFN átti 5 fulltrúa í leikmannahópum að þessu sinni, þær Dagmar Traustadóttir og Ína María Einarsdóttir sem spiluðu með U16 ára liði kvenna og þeir Ólafur Helgi Jónsson, Óli Ragnar Alexandersson og Styrmir Gauti Fjelsted úr U16 ára liði karla. Þau stóðu sig öll mjög vel og voru að spila stór hlutverk með liðum sínum og voru UMFN til mikils sóma innan sem utan vallar. Þetta mót er algjör veisla fyrir körfuknattleiksunnendur. Þarna eru bestu leikmenn Norðurlanda á aldrinum 15-18 ára mættir saman á einum stað og það er ótrúlega mikið af frábærum leikmönnum. Áhorfendur voru fjölmargir og virkilega gaman var að sjá þann mikla fjölda íslenskra áhorfenda sem voru mætt til Solna, foreldrar krakkanna fjölmentu að þessu sinni sem var einkar ánægjulegt. Úrslit leikjanna voru misjöfn en íslensku krakkarnir börðust eins og Ljón allan tímann sem er okkar aðalsmerki. U18 ára lið karla og U16 ára lið karla unnu t.d frábæra sigra gegn Svíum og komust U16 ára strákar alla leið í úrslit sem er frábær árangur. Þess má geta að Einar Árni Jóhannsson er þjálfari liðsins. Stelpurnar í U16 sigruðu svo t.d Norðmenn og voru nálægt því að vinna Dani sem eru með öflugt lið. Glæsilega umfjöllun um mótið má finna á www.karfan.is og verður ekki nánar farið út í það hér í þessum pistli. Unglinganefnd KKÍ á mikið hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem þau leggja á sig í þessu verkefni. Það væsir sko ekki um okkar krakka í ferðum sem þessari og öll umgjörð landsliðanna er til mikillar fyrirmyndar. Farastjórn í þessari ferð var í höndum frábærra einstaklinga sem leggja á sig ómælda vinnu fyrir sambandið í sjálfboðavinnu, án þessa fólks væri þetta ekki hægt. Snorri Örn, Erlingur foringinn Hannesson, Þóra,Guðbjörg og Ragnar stóðu sig vel og héldu vel utan um hópinn. Framkvæmdastjóri og formaður sambandsins auk nokkurra stjórnarmanna mættu á mótið og sýndu krökkunum mikinn stuðning um helgina. Sjúkraþjálfarar voru tvær frábærar stúlkur sem stóðu sig ótrúlega vel og voru krökkunum ómetanlegar í þessari miklu törn. Undirritaður var með í för sem aðstoðarþjálfari U16 ára liðsins og óhætt að segja að fyrsta reynslan af þessu móti hafi verið einkar ánægjuleg. Íslensku dómararnir báru af á mótinu. Við eigum marga frábæra dómara og þeir Sigmundur, Björgvin, Guðni og Rögnvaldur voru okkar fulltrúar að þessu sinni, gerðu mjög vel. Síðast en ekki síst verður að geta þess að 3 heiðusrmenn voru með í för og gerðu kraftaverk, þeir Jón Björn Ólafsson, Eggert Baldvinsson og Óskar Ófeigur Jónsson. Þessir aðilar sáu um ítarlegan fréttaflutning frá mótinu, beinar útsendingar, magnaða tölfræðiupplýsingar, viðtöl og margt fleira. Hreint út sagt magnað að eiga svona menn innan okkar hreyfingar sem gera íþróttinni ótrúlega mikið gagn. Fréttaflutningur af mótinu var glæsilegur og gerist vart betri, eins og fólk varð vitni af á www.karfan.is Framtíðin er björt í íslenskum körfuknattleik, við erum smáþjóð en með stórt hjarta og stöndum vel upp í hárinu á þessum stærri þjóðum. Áfram Ísland Örvar Þór Kristjánsson Norðurlandamót unglinga fór fram í Solna í Svíþjóð um sl. helgi og var þetta sjötta árið í röð sem mótið fer fram á þessum stað og með þessu fyrirkomulagi. Undirritaður var þarna að fara á sitt fyrsta Norðurlandamót og er óhætt að segja að ferðin hafi heppnast gríðarlega vel. UMFN átti 5 fulltrúa í leikmannahópum að þessu sinni, þær Dagmar Traustadóttir og Ína María Einarsdóttir sem spiluðu með U16 ára liði kvenna og þeir Ólafur Helgi Jónsson, Óli Ragnar Alexandersson og Styrmir Gauti Fjelsted úr U16 ára liði karla. Þau stóðu sig öll mjög vel og voru að spila stór hlutverk með liðum sínum og voru UMFN til mikils sóma innan sem utan vallar. Þetta mót er algjör veisla fyrir körfuknattleiksunnendur. Þarna eru bestu leikmenn Norðurlanda á aldrinum 15-18 ára mættir saman á einum stað og það er ótrúlega mikið af frábærum leikmönnum. Áhorfendur voru fjölmargir og virkilega gaman var að sjá þann mikla fjölda íslenskra áhorfenda sem voru mætt til Solna, foreldrar krakkanna fjölmentu að þessu sinni sem var einkar ánægjulegt. Úrslit leikjanna voru misjöfn en íslensku krakkarnir börðust eins og Ljón allan tímann sem er okkar aðalsmerki. U18 ára lið karla og U16 ára lið karla unnu t.d frábæra sigra gegn Svíum og komust U16 ára strákar alla leið í úrslit sem er frábær árangur. Þess má geta að Einar Árni Jóhannsson er þjálfari liðsins. Stelpurnar í U16 sigruðu svo t.d Norðmenn og voru nálægt því að vinna Dani sem eru með öflugt lið. Glæsilega umfjöllun um mótið má finna á www.karfan.is og verður ekki nánar farið út í það hér í þessum pistli. Unglinganefnd KKÍ á mikið hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem þau leggja á sig í þessu verkefni. Það væsir sko ekki um okkar krakka í ferðum sem þessari og öll umgjörð landsliðanna er til mikillar fyrirmyndar. Farastjórn í þessari ferð var í höndum frábærra einstaklinga sem leggja á sig ómælda vinnu fyrir sambandið í sjálfboðavinnu, án þessa fólks væri þetta ekki hægt. Snorri Örn, Erlingur foringinn Hannesson, Þóra,Guðbjörg og Ragnar stóðu sig vel og héldu vel utan um hópinn. Framkvæmdastjóri og formaður sambandsins auk nokkurra stjórnarmanna mættu á mótið og sýndu krökkunum mikinn stuðning um helgina. Sjúkraþjálfarar voru tvær frábærar stúlkur sem stóðu sig ótrúlega vel og voru krökkunum ómetanlegar í þessari miklu törn. Undirritaður var með í för sem aðstoðarþjálfari U16 ára liðsins og óhætt að segja að fyrsta reynslan af þessu móti hafi verið einkar ánægjuleg. Íslensku dómararnir báru af á mótinu. Við eigum marga frábæra dómara og þeir Sigmundur, Björgvin, Guðni og Rögnvaldur voru okkar fulltrúar að þessu sinni, gerðu mjög vel. Síðast en ekki síst verður að geta þess að 3 heiðusrmenn voru með í för og gerðu kraftaverk, þeir Jón Björn Ólafsson, Eggert Baldvinsson og Óskar Ófeigur Jónsson. Þessir aðilar sáu um ítarlegan fréttaflutning frá mótinu, beinar útsendingar, magnaða tölfræðiupplýsingar, viðtöl og margt fleira. Hreint út sagt magnað að eiga svona menn innan okkar hreyfingar sem gera íþróttinni ótrúlega mikið gagn. Fréttaflutningur af mótinu var glæsilegur og gerist vart betri, eins og fólk varð vitni af á www.karfan.is Framtíðin er björt í íslenskum körfuknattleik, við erum smáþjóð en með stórt hjarta og stöndum vel upp í hárinu á þessum stærri þjóðum. Áfram Ísland Örvar Þór Kristjánsson

