Norðurálsmótið í 7. flokki fór fram um helgina
eftir umfn
- flokkur Njarðvíkur tók þátt á Norðurálsmótinu á Akranesi um helgina. Þetta mót er stærsta og flottasta mót sumarsins í þessum aldursflokki. Mótið var frábært í alla staði og skemmtu skrákarnir, foreldrar og þjálfarar sér konunglega. Njarðvík sendi þrjú lið til þátttöku að þessu sinni og er skemmst frá því að segja að allir stóðu sig frábærlega. Fyrir utan að spila mikið af fótboltaleikjum þá var margt annað skemmtilegt gert á mótinu. Strákarnir fóru m.a. saman í sund. Á laugardagskvöldinu var slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu þar sem foreldrar grilluðu hamborgara fyrir okkar hóp. Eftir veisluna var kvöldskemmtun í Akraneshöllinni þar sem Ingó söng með mótsgestum. Eftir leiki dagsins á sunnudeginum var aftur kveikt upp í grillunum þar sem pylsur og sykurpúðar voru á boðstólnum. Frábær helgi að baki. Hægt er að smella á tenglana hér fyrir neðan og skoða myndir frá mótinu (samtals 180 myndir) Myndasafn frá föstudeginum Myndasafn frá laugardeginum Myndasafn frá sunnudeginum 7. flokkur Njarðvíkur tók þátt á Norðurálsmótinu á Akranesi um helgina. Þetta mót er stærsta og flottasta mót sumarsins í þessum aldursflokki. Mótið var frábært í alla staði og skemmtu skrákarnir, foreldrar og þjálfarar sér konunglega. Njarðvík sendi þrjú lið til þátttöku að þessu sinni og er skemmst frá því að segja að allir stóðu sig frábærlega. Fyrir utan að spila mikið af fótboltaleikjum þá var margt annað skemmtilegt gert á mótinu. Strákarnir fóru m.a. saman í sund. Á laugardagskvöldinu var slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu þar sem foreldrar grilluðu hamborgara fyrir okkar hóp. Eftir veisluna var kvöldskemmtun í Akraneshöllinni þar sem Ingó söng með mótsgestum. Eftir leiki dagsins á sunnudeginum var aftur kveikt upp í grillunum þar sem pylsur og sykurpúðar voru á boðstólnum. Frábær helgi að baki. Hægt er að smella á tenglana hér fyrir neðan og skoða myndir frá mótinu (samtals 180 myndir) Myndasafn frá föstudeginum Myndasafn frá laugardeginum Myndasafn frá sunnudeginum

