Örlagavaldur körfunnar á Suðurnesjum
Þegar ég undirritaður ásamt fleirum stóðum í “REC HOLLINU”(Recreation Hall), en svo var Íþrótta- og tómstundabragginn á Keflavíkurflugvelli yfirleitt kallaður og horfðum á körfuknattleik í fyrsta sinn árið 1948-1949 datt engum okkar í hug að þessi íþrótt ætti eftir að verða ein vinsælasta íþróttagreinin hér á Suðurnesjum sem og á landinu öllu. 1949-1950 voru starfandi í “Rec holl” menn á vegum Lockheed Aircraft Overseas Corporation, L.A.O.C,en það félag sá um rekstur Keflavíkurflugvallar. Þessir starfsmenn, Mike Crisci, John Smith og Hal Crombie, sáu okkur vera að reyna að leika þennan leik og tóku sig til og hjálpuðu okkur að komast af stað. Þannig hófst þetta, lið var stofnað og fékk að sjálfsögðu nafnið ” VIKINGS”. Í þessu fyrsta liði voru: Guðmundur Pétursson, Hörður Sumarliðason, Kristinn Júlíusson, Friðrik Bjarnason Hjálmar Guðmundsson,Pétur Guðmundsson og ég allt starfsmenn L.O.A.C ….en síðar bættust þeir Helgi Jakobsson, Runólfur Sölvason og Rósmundur Guðmundsson í hópinn. Vikingsliðið tók þátt í mótum á Keflavíkurflugvelli og lék þá eingöngu við Bandaríkjamenn. Fyrsta íslenska mótið sem fór fram í “Rec Holl ” var hið svokallaða LAOC mót árið 1950. Þar kepptu fimm lið, ÍR, Bókbindarar, Lögreglan, Háskólinn og Vikings. Ekki man ég tölur eða úrslit einstakra leikja utan þess að Vikings vann þetta mót og fékk að launum forkunarfagran bikar sem keppt var svo um á næstu Íslandsmótum. Það var svo 9. október 1951, sem Í.K.F. var stofnað og féll þá að sjálfsögðu VIKINGS niður og ÍKF tók við æfingum og keppnum í vallarmótunum. Fyrsta Íslandsmótið fór svo fram 20.apríl 1952, sett hátíðlega í Hálogalandi af Benedikt Waage forseta ÍSÍ, fyrir framan 5 áhorfendur í þessu fyrsta Íslandsmóti kepptu 5 lið, sem voru ÍKF, GOSI(síðar KFR þvínæst VALUR og nú síðast Valur/Fjölnir);Ármann, ÍS, og ÍR. Ekki var stigaskorun mikil í hverjum leik en keppt var í fjórum lotum 24 mínútur í senn. Leikklukka var ekki stöðvuð nema í vítaskotum svo og þegar boltinn hvarf undir áhorfendabekkina. Í.K.F.varð fyrsti Íslandsmeistarinn í körfuknattleik 1952 en þeir unnu sína leiki sem hér segir: ÍKF – GOSI 40-25 ÍKF – ÁRMANN 37-30 ÍKF – ÍR 43 – 23 ÍKF – ÍS 35-29…..eftir framlengingu. Já framlenging …….. og sigurliðið skoraði aðeins 35 stig. Met sem standa enn í dag Samtals voru skoruð 155-105 stig þessum fjórum leikjum sem þætti gott í einum leik nú til dags. Þetta breyttist samt fljótt með æfingum og fleiri leikjum og breyttum reglum, hraða,leikni og þriggja stiga reglunni. Ég held samt að enn séu tvö met sem standa ennþá, Þórir Magnússon KFR gerði 57 stig í einum leik,(1967) og ÍKF á metið, 84 stig í plús, þegar það skoraði 106 stig gegn 22.á Íslandsmótinu 1958 gegn KFR-b og varð þar með fyrsta liðið á Íslandi til að gera 100 stig í leik. ÍKF fellur í aðra deild, töpuðu 0-60 gegn KR Árið 1966 féll svo ÍKF niður í aðra deild. Erfitt var orðið um vik, æfingartímar af skornum skammti þrátt fyrir nýtt íþróttahús á vellinum en nú voru hertar reglur,við fengum stundum æfingar, svo ekki aftur svo vikum skipti,lékum í vallarmótum í stað æfinga en við það varð lítil endurnýjun á leikmönnum. Við reyndum þó að halda áfram og meira að segja 1967 sendi Í.K.F. lið í alla flokka, en réttast væri að segja lítið frá þeim leikjum,ég má þó til með að segja frá einum leik þó ég hafi (Þjálfað) leiðbeint öllum flokkum ,en 4.flokkur var sendur meira til að fá smá leiki heldur en af getu, þeir spiluðu þrjá leiki sem allir töpuðust- ÍLLA, á móti ÍR 2-29 á móti Á, 3-35 og á móti KR 0-60—–allt þar til að ÍKF varð að deild innan UMFN. Í.K.F verður að kkd. UMFN 1969 Þann 2.ágúst 1969 (á afmælisdegi Boga Þorsteinssonar)spiluðu við með Jó-Jó liðinu,en svo var liðið nefnt því við vorum sem jójó annað hvert ár í fyrstu eða annari deild, ýmsir valikunnir menn ,svo sem: Skjöldur Jónsson og Hörður Túliníus að norðan,en héðan úr byggð áðunefndir liðsmenn Vikings og ÍKF, ásamt Friðþjófi Óskarssyni,bræðrunum Bjarna og Jóhannesi Jónssonum, Guðjóni Helgasyni, Guðfinni Sigurvinssyni, Hreini Óskarssyni, Páli G Jóns.(Palli í pólaris) Páli Jónsyni (Bankastjóri), Magnúsi Björnssyni, Ólafi Gunnarssyni á Stað, Villy Pedersen, Ólafi Markússyni, Guðna Kjartanssyni, Jóni Jóhannssyni, Helga Hólm, Kjartani Sigtryggssyni, Páli Péturssyni, Steindóri Guðmundssyni, Páli Péturssyni, Bjarnþóri Aðalsteinssyni, Hilmari Hafsteinssyni ofl ofl.. Leikmannahópurinn stækkar og styrkist Eftir sameininguna 1969,bættust enn fleiri í hópinn, bræðurnir Gunnar og Haukur Guðmundssynir,Jón Helgason, Georg Georgsson,Brynjar Sigmundsson ,Kristbjörn Albertsson,Kjartan Arnbjörnsson,Jónas Jóhannsson,Gunnar Þorvarðarson,en þessir ásamt Guðjóni Helgasyni,Hilmari Hafsteinssyni, Guðna Kjartans og skiptinemanum Barry Nettles, skipuðu fyrsta liðið sem keppti fyrir hönd U.M.F.N í meistaraflokki eða 1. deild. U.M.F.N upphafið að Suðurnesjasveiflunni Lið þetta var uppnefnt ” Sputnik ” liðið og varð upphafið að þeirri miklu sveiflu sem varð hér á Suðurnesjum. Svo bættust við Júlíus Valgeirsson, Kári Marísson, Stefán Bjarkason, Geir Þorsteinsson, Þorsteinn Bjarnason, Guðsteinn Ingimarsson, ofl ofl. Margir leikmenn sem síðar léku með ÍBK,UMFG hófu sín fyrstu spor í “Krossinum” svo og í Íþróttamiðstöðinni, hér í Njarðvík og tel ég að það hafi verið gæfuspor fyrir þessa íþrótt þegar sú aðstaða komst í notkun. Fyrstu meistararnir í sögu U.M.F.N Árið 1975 varð 3. flokkur Íslandsmeistarar, í körfuknattleik og þar með fyrstu meistarar í flokkaíþrótt hjá UMFN í 25 ára sögu félagsins. Þetta voru,Lárus Lárusson, Árni Lárusson, Sigurgeir Þorleifsson, Jóhann Kristbergsson, Ómar Hafsteinsson, Sigurður Björgvinsson, Svavar Herbertssson, Smári Traustason og Jón Viðar Matthíasson. Þjálfari liðsins var Hilmar Hafsteinsson. Næsta kynslóð – samfelld sigurganga Næsta kynslóð körfuknattleiksmanna bættist í hóp Njarðvíkinga og tryggði hún áframhaldandi velgengni Njarðvíkinga. Í henni voru bræðurnir Sturla, Teitur og Gunnar,Örlygssynir, Ísak Tómasar, Kristinn Einarsson, Ingimar Jónsson, Helgi Rafnsson, Hreiðar Hreiðarsson,V alur Ingimundarson, Ástþór Ingason, Jóhannes Kristbjörnsson, Hafþór Óskarsson, Ellert Magnússon, ofl. ofl. Karfan kom Njarðvík á kortið Í dag vita allir hvar Njarðvík og önnur bæjarfélög á Suðurnesjum eru því þau hafa síðan 1981, borið upp bestu körfuknattleikslið landsins og eiga eftir að gera um ókomin ár. Árangur meistaraflokks er eftirfarandi Í.K.F Íslandsmeistari 4 sinnum, 1952, 1953,1956 og 1958. U.M.F.N 1969 sigurvegari í 2.deild, stig ekki tiltæk 1970 1,deild… 5 sæti (6 lið) 6 stig 558-659 1971 1,deild… 7 sæti (7 lið) 2 stig 700-930 1972 sigurvegari í 2. deild, stig ekki tiltæk 1973 1,deild… 6 sæti 10 stig 1013-1217 1974 1 deild… 6 sæti 8 stig 1074-1182 1975 1 deild… 5 sæti 14 stig 1020-1105 1976 1 deild… 4 sæti 16 stig 1161-1105 1977 1 deild… 2 sæti 20 stig 1132- 956 1978 1 deild… 2 sæti 24 stig 1282-1086 Úrvalsdeildin stofnuð 1979 3 sæti 26 stig alls stig 2033-1854 1980 3 sæti 26 stig alls stig 1692-1591 1981 Íslandsmeistarar 1982 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1983 3. sæti Reykjanesmeistarar 1984 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1985 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1986 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1987 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar Bikarmeistarar 1988 Reykjanesmeistarar Bikarmeistarar 1989 Bikarmeistarar 1990 Reykjanesmeistarar Bikarmeistarar 1991 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar 1992 Bikarmeistarar 1993 1994 Íslandsmeistarar 1995 Íslandsmeistarar 1996 1997 1998 Íslandsmeistarar 1999 Bikarmeistarar Eflaust einhverju gleymt en.. Þetta fátæklega yfirlit er gert til að rifja upp okkur öllum til gamans,ef ég hef gleymt einhverjum eða ofsagt þá bið ég afsökunnar. Þetta er ritað að mestu eftir minni og án ábyrgðar en með körfuknattleikskveðju. Ingi Gunnarsson (eftir. Inga Gunnarsson) Þegar ég undirritaður ásamt fleirum stóðum í “REC HOLLINU”(Recreation Hall), en svo var Íþrótta- og tómstundabragginn á Keflavíkurflugvelli yfirleitt kallaður og horfðum á körfuknattleik í fyrsta sinn árið 1948-1949 datt engum okkar í hug að þessi íþrótt ætti eftir að verða ein vinsælasta íþróttagreinin hér á Suðurnesjum sem og á landinu öllu. 1949-1950 voru starfandi í “Rec holl” menn á vegum Lockheed Aircraft Overseas Corporation, L.A.O.C,en það félag sá um rekstur Keflavíkurflugvallar. Þessir starfsmenn, Mike Crisci, John Smith og Hal Crombie, sáu okkur vera að reyna að leika þennan leik og tóku sig til og hjálpuðu okkur að komast af stað. Þannig hófst þetta, lið var stofnað og fékk að sjálfsögðu nafnið ” VIKINGS”. Í þessu fyrsta liði voru: Guðmundur Pétursson, Hörður Sumarliðason, Kristinn Júlíusson, Friðrik Bjarnason Hjálmar Guðmundsson,Pétur Guðmundsson og ég allt starfsmenn L.O.A.C ….en síðar bættust þeir Helgi Jakobsson, Runólfur Sölvason og Rósmundur Guðmundsson í hópinn. Vikingsliðið tók þátt í mótum á Keflavíkurflugvelli og lék þá eingöngu við Bandaríkjamenn. Fyrsta íslenska mótið sem fór fram í “Rec Holl ” var hið svokallaða LAOC mót árið 1950. Þar kepptu fimm lið, ÍR, Bókbindarar, Lögreglan, Háskólinn og Vikings. Ekki man ég tölur eða úrslit einstakra leikja utan þess að Vikings vann þetta mót og fékk að launum forkunarfagran bikar sem keppt var svo um á næstu Íslandsmótum. Það var svo 9. október 1951, sem Í.K.F. var stofnað og féll þá að sjálfsögðu VIKINGS niður og ÍKF tók við æfingum og keppnum í vallarmótunum. Fyrsta Íslandsmótið fór svo fram 20.apríl 1952, sett hátíðlega í Hálogalandi af Benedikt Waage forseta ÍSÍ, fyrir framan 5 áhorfendur í þessu fyrsta Íslandsmóti kepptu 5 lið, sem voru ÍKF, GOSI(síðar KFR þvínæst VALUR og nú síðast Valur/Fjölnir);Ármann, ÍS, og ÍR. Ekki var stigaskorun mikil í hverjum leik en keppt var í fjórum lotum 24 mínútur í senn. Leikklukka var ekki stöðvuð nema í vítaskotum svo og þegar boltinn hvarf undir áhorfendabekkina. Í.K.F.varð fyrsti Íslandsmeistarinn í körfuknattleik 1952 en þeir unnu sína leiki sem hér segir: ÍKF – GOSI 40-25 ÍKF – ÁRMANN 37-30 ÍKF – ÍR 43 – 23 ÍKF – ÍS 35-29…..eftir framlengingu. Já framlenging …….. og sigurliðið skoraði aðeins 35 stig. Met sem standa enn í dag Samtals voru skoruð 155-105 stig þessum fjórum leikjum sem þætti gott í einum leik nú til dags. Þetta breyttist samt fljótt með æfingum og fleiri leikjum og breyttum reglum, hraða,leikni og þriggja stiga reglunni. Ég held samt að enn séu tvö met sem standa ennþá, Þórir Magnússon KFR gerði 57 stig í einum leik,(1967) og ÍKF á metið, 84 stig í plús, þegar það skoraði 106 stig gegn 22.á Íslandsmótinu 1958 gegn KFR-b og varð þar með fyrsta liðið á Íslandi til að gera 100 stig í leik. ÍKF fellur í aðra deild, töpuðu 0-60 gegn KR Árið 1966 féll svo ÍKF niður í aðra deild. Erfitt var orðið um vik, æfingartímar af skornum skammti þrátt fyrir nýtt íþróttahús á vellinum en nú voru hertar reglur,við fengum stundum æfingar, svo ekki aftur svo vikum skipti,lékum í vallarmótum í stað æfinga en við það varð lítil endurnýjun á leikmönnum. Við reyndum þó að halda áfram og meira að segja 1967 sendi Í.K.F. lið í alla flokka, en réttast væri að segja lítið frá þeim leikjum,ég má þó til með að segja frá einum leik þó ég hafi (Þjálfað) leiðbeint öllum flokkum ,en 4.flokkur var sendur meira til að fá smá leiki heldur en af getu, þeir spiluðu þrjá leiki sem allir töpuðust- ÍLLA, á móti ÍR 2-29 á móti Á, 3-35 og á móti KR 0-60—–allt þar til að ÍKF varð að deild innan UMFN. Í.K.F verður að kkd. UMFN 1969 Þann 2.ágúst 1969 (á afmælisdegi Boga Þorsteinssonar)spiluðu við með Jó-Jó liðinu,en svo var liðið nefnt því við vorum sem jójó annað hvert ár í fyrstu eða annari deild, ýmsir valikunnir menn ,svo sem: Skjöldur Jónsson og Hörður Túliníus að norðan,en héðan úr byggð áðunefndir liðsmenn Vikings og ÍKF, ásamt Friðþjófi Óskarssyni,bræðrunum Bjarna og Jóhannesi Jónssonum, Guðjóni Helgasyni, Guðfinni Sigurvinssyni, Hreini Óskarssyni, Páli G Jóns.(Palli í pólaris) Páli Jónsyni (Bankastjóri), Magnúsi Björnssyni, Ólafi Gunnarssyni á Stað, Villy Pedersen, Ólafi Markússyni, Guðna Kjartanssyni, Jóni Jóhannssyni, Helga Hólm, Kjartani Sigtryggssyni, Páli Péturssyni, Steindóri Guðmundssyni, Páli Péturssyni, Bjarnþóri Aðalsteinssyni, Hilmari Hafsteinssyni ofl ofl.. Leikmannahópurinn stækkar og styrkist Eftir sameininguna 1969,bættust enn fleiri í hópinn, bræðurnir Gunnar og Haukur Guðmundssynir,Jón Helgason, Georg Georgsson,Brynjar Sigmundsson ,Kristbjörn Albertsson,Kjartan Arnbjörnsson,Jónas Jóhannsson,Gunnar Þorvarðarson,en þessir ásamt Guðjóni Helgasyni,Hilmari Hafsteinssyni, Guðna Kjartans og skiptinemanum Barry Nettles, skipuðu fyrsta liðið sem keppti fyrir hönd U.M.F.N í meistaraflokki eða 1. deild. U.M.F.N upphafið að Suðurnesjasveiflunni Lið þetta var uppnefnt ” Sputnik ” liðið og varð upphafið að þeirri miklu sveiflu sem varð hér á Suðurnesjum. Svo bættust við Júlíus Valgeirsson, Kári Marísson, Stefán Bjarkason, Geir Þorsteinsson, Þorsteinn Bjarnason, Guðsteinn Ingimarsson, ofl ofl. Margir leikmenn sem síðar léku með ÍBK,UMFG hófu sín fyrstu spor í “Krossinum” svo og í Íþróttamiðstöðinni, hér í Njarðvík og tel ég að það hafi verið gæfuspor fyrir þessa íþrótt þegar sú aðstaða komst í notkun. Fyrstu meistararnir í sögu U.M.F.N Árið 1975 varð 3. flokkur Íslandsmeistarar, í körfuknattleik og þar með fyrstu meistarar í flokkaíþrótt hjá UMFN í 25 ára sögu félagsins. Þetta voru,Lárus Lárusson, Árni Lárusson, Sigurgeir Þorleifsson, Jóhann Kristbergsson, Ómar Hafsteinsson, Sigurður Björgvinsson, Svavar Herbertssson, Smári Traustason og Jón Viðar Matthíasson. Þjálfari liðsins var Hilmar Hafsteinsson. Næsta kynslóð – samfelld sigurganga Næsta kynslóð körfuknattleiksmanna bættist í hóp Njarðvíkinga og tryggði hún áframhaldandi velgengni Njarðvíkinga. Í henni voru bræðurnir Sturla, Teitur og Gunnar,Örlygssynir, Ísak Tómasar, Kristinn Einarsson, Ingimar Jónsson, Helgi Rafnsson, Hreiðar Hreiðarsson,V alur Ingimundarson, Ástþór Ingason, Jóhannes Kristbjörnsson, Hafþór Óskarsson, Ellert Magnússon, ofl. ofl. Karfan kom Njarðvík á kortið Í dag vita allir hvar Njarðvík og önnur bæjarfélög á Suðurnesjum eru því þau hafa síðan 1981, borið upp bestu körfuknattleikslið landsins og eiga eftir að gera um ókomin ár. Árangur meistaraflokks er eftirfarandi Í.K.F Íslandsmeistari 4 sinnum, 1952, 1953,1956 og 1958. U.M.F.N 1969 sigurvegari í 2.deild, stig ekki tiltæk 1970 1,deild… 5 sæti (6 lið) 6 stig 558-659 1971 1,deild… 7 sæti (7 lið) 2 stig 700-930 1972 sigurvegari í 2. deild, stig ekki tiltæk 1973 1,deild… 6 sæti 10 stig 1013-1217 1974 1 deild… 6 sæti 8 stig 1074-1182 1975 1 deild… 5 sæti 14 stig 1020-1105 1976 1 deild… 4 sæti 16 stig 1161-1105 1977 1 deild… 2 sæti 20 stig 1132- 956 1978 1 deild… 2 sæti 24 stig 1282-1086 Úrvalsdeildin stofnuð 1979 3 sæti 26 stig alls stig 2033-1854 1980 3 sæti 26 stig alls stig 1692-1591 1981 Íslandsmeistarar 1982 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1983 3. sæti Reykjanesmeistarar 1984 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1985 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1986 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar 1987 Íslandsmeistarar Reykjanesmeistarar Bikarmeistarar 1988 Reykjanesmeistarar Bikarmeistarar 1989 Bikarmeistarar 1990 Reykjanesmeistarar Bikarmeistarar 1991 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar 1992 Bikarmeistarar 1993 1994 Íslandsmeistarar 1995 Íslandsmeistarar 1996 1997 1998 Íslandsmeistarar 1999 Bikarmeistarar Eflaust einhverju gleymt en.. Þetta fátæklega yfirlit er gert til að rifja upp okkur öllum til gamans,ef ég hef gleymt einhverjum eða ofsagt þá bið ég afsökunnar. Þetta er ritað að mestu eftir minni og án ábyrgðar en með körfuknattleikskveðju. Ingi Gunnarsson (eftir. Inga Gunnarsson)

