Sigur gegn Hugin, efstir eftir fyrri umferð
Njarðvík er efst með tveggja stiga forskot eftir fyrri umferð Íslandsmótsins sem lauk í kvöld. Það tók aðeins 3 mín fyrir Eyþór Guðnason að ná forystunni fyrir Njarðvík gegn Huginn í gærkvöldi eftir það réðu heimamenn gangi mála og voru yfir 4 – 1 í hálfleik. Eyþór var aftur á ferðinni á 23 mín þegar hann fylgdi eftir skoti sem markvörðurinn hafði hálfvarið. Danskur leikmaður gestana Jeppe Opstrup minnkaði munin á 37 mín. Enn jókst forystann þegar markvörður Hugins felldi Aron Már Smárason og dæmd var vítaspyrna, Albert Sævarsson tók spyrnuna og skorðaði á 41 mín. Aron Már bætti síðan við fjórða markinu á 45 mín með góðu skoti framhjá markverði gestanna. Eitthvað komu Njarðvíkingar illa stemdir í seinni hálfleikinn og sá danski náði að skora aftur á 52 mín og svo aftur á 76 mín, mörk sem á góðum degi hefði átt að koma í veg fyrir. Þrátt fyrir þennan fjörkipp gestana áttum við hvað eftir annað hættulegar sóknir sem hefðu átt að lenda í markinu en markvörður og vörn náðu að bjarga. Fimmta mark okkar kom svo á 84 mín þegar Mikel Herrero Idigoras sendi boltann í netið eftir góðan undirbúning Magnúsar Ólafssonar. Eyþór Guðnason sem setti tvö mörk í kvöld var að leika sinn 120 mótsleik fyrir Njarðvík. Umfjöllun VF.is Umfjöllun Fótbolta.net Heimasíða Hugins Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson (Mikel Herrero Idigoras 54) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Árni Þór Ármannsson 5.Eyþór Guðnason (Magnús Ólafsson 83) 6.Sverrir Þór Sverrisson 7. Kristinn Björnsson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Kristinn Örn Agnarsson 81). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13. Magnús Ólafsson 14. Mikel Herrero Idigoras 15.Einar Valur Árnason 16. Kristinn Örn Agnarsson Myndir / Sverrir Þór í baráttu við leikmann Hugins Eyþór sækir að markverði Hugins Ein sókn Njarðvíkinga Eyþór á fullri ferð Njarðvík er efst með tveggja stiga forskot eftir fyrri umferð Íslandsmótsins sem lauk í kvöld. Það tók aðeins 3 mín fyrir Eyþór Guðnason að ná forystunni fyrir Njarðvík gegn Huginn í gærkvöldi eftir það réðu heimamenn gangi mála og voru yfir 4 – 1 í hálfleik. Eyþór var aftur á ferðinni á 23 mín þegar hann fylgdi eftir skoti sem markvörðurinn hafði hálfvarið. Danskur leikmaður gestana Jeppe Opstrup minnkaði munin á 37 mín. Enn jókst forystann þegar markvörður Hugins felldi Aron Már Smárason og dæmd var vítaspyrna, Albert Sævarsson tók spyrnuna og skorðaði á 41 mín. Aron Már bætti síðan við fjórða markinu á 45 mín með góðu skoti framhjá markverði gestanna. Eitthvað komu Njarðvíkingar illa stemdir í seinni hálfleikinn og sá danski náði að skora aftur á 52 mín og svo aftur á 76 mín, mörk sem á góðum degi hefði átt að koma í veg fyrir. Þrátt fyrir þennan fjörkipp gestana áttum við hvað eftir annað hættulegar sóknir sem hefðu átt að lenda í markinu en markvörður og vörn náðu að bjarga. Fimmta mark okkar kom svo á 84 mín þegar Mikel Herrero Idigoras sendi boltann í netið eftir góðan undirbúning Magnúsar Ólafssonar. Eyþór Guðnason sem setti tvö mörk í kvöld var að leika sinn 120 mótsleik fyrir Njarðvík. Umfjöllun VF.is Umfjöllun Fótbolta.net Heimasíða Hugins Byrjunarlið Njarðvík; 1.Albert Sævarsson 2.Bjarni Sæmundsson (Mikel Herrero Idigoras 54) 3.Marteinn Guðjónsson 4.Árni Þór Ármannsson 5.Eyþór Guðnason (Magnús Ólafsson 83) 6.Sverrir Þór Sverrisson 7. Kristinn Björnsson 8.Rafn Vilbergsson 9. Gunnar Sveinsson 10.Guðni Erlendsson 11.Aron Már Smárason (Kristinn Örn Agnarsson 81). Varamenn; 12.Ingvar Jónsson 13. Magnús Ólafsson 14. Mikel Herrero Idigoras 15.Einar Valur Árnason 16. Kristinn Örn Agnarsson Myndir / Sverrir Þór í baráttu við leikmann Hugins Eyþór sækir að markverði Hugins Ein sókn Njarðvíkinga Eyþór á fullri ferð

