Sigur hjá stelpunum í fyrsta leik
Meistaraflokkur kvenna hafði nokkuð öruggan sigur á Ármanni/Þrótti í dag. Lokatölur voru 69-55. Staðan í hálfleik var 34-26 Njarðvík í vil. Okkar stelpur höfðu frumkvæðið frá byrjun og voru ávalt yfir í leiknum. Ína María átti mjög góðan leik, var með 18 stig og Dagmar skoraði 14 þrátt fyrir að leika meidd á hendi. Jóhanna (11 stig) átti frábæran fyrri hálfleik og barðist vel, sem og Sigrún (11) sem lék nánast allan leikinn og var örugg á vítalínunni. Sigurlaug (4 stig) og Erla (3 stig) voru öflugar og stóðu vel fyrir sínu, sem og Erna Lind og Eyrún Líf (14 ára), sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag og skoraði 7 stig. Aðrar sem léku voru Steinunn og Karen og voru þær einnig að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Sem sagt flottur sigur hjá stelpunum í fyrsta leik, þrátt fyrir burðarásar liðsins þær Sæunn og Anna María hafi ekki verið með í dag. Mynd: Eyrún Líf og Ína María á góðri stundu. Meistaraflokkur kvenna hafði nokkuð öruggan sigur á Ármanni/Þrótti í dag. Lokatölur voru 69-55. Staðan í hálfleik var 34-26 Njarðvík í vil. Okkar stelpur höfðu frumkvæðið frá byrjun og voru ávalt yfir í leiknum. Ína María átti mjög góðan leik, var með 18 stig og Dagmar skoraði 14 þrátt fyrir að leika meidd á hendi. Jóhanna (11 stig) átti frábæran fyrri hálfleik og barðist vel, sem og Sigrún (11) sem lék nánast allan leikinn og var örugg á vítalínunni. Sigurlaug (4 stig) og Erla (3 stig) voru öflugar og stóðu vel fyrir sínu, sem og Erna Lind og Eyrún Líf (14 ára), sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag og skoraði 7 stig. Aðrar sem léku voru Steinunn og Karen og voru þær einnig að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Sem sagt flottur sigur hjá stelpunum í fyrsta leik, þrátt fyrir burðarásar liðsins þær Sæunn og Anna María hafi ekki verið með í dag. Mynd: Eyrún Líf og Ína María á góðri stundu.

