Sigur í Mjöddinni
Njarðvík heimsótti ÍR í Mjóddina í kvöld og sigraði örugglega 0 – 4. Það kom strax í ljós hvort liðið var sterkari aðilinn og einn af nýju mönnunum hjá okkur Rafn Vilbergsson skorði með gælsilegum skalla strax á 9 mín og aftur á 25 mín með góðu skoti utan úr teignum. Glæsileg byrjun hjá Rafni og á 28 mín bætti Magnús Ólafsson þriðja markinu við. Njarðvíkingar hefðu átt að bæta við tveimur mörkum í viðbót. Sóknir ÍR inga stoppuðu allar á sterkri vörn okkar. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og áttum nokkra góða möguleika á að skora en það var þó ekki fyrr en á 73 mín að Sverrir Þór annar ” nýliðinn ” setti fjórða markið. Eftir markið skall hurð oft nærri hælum við ÍR markið. Heimamenn áttu í leiknum eitt gott færi, fast skot sem Friðrik varði glæsilega. Leikurinn var í heild mjög fjörugur og var stuðnigsfólki okkar á pöllunum skemmt í kvöld. Aðstæður til leiks í kvöld var eins og það gerist best, góður völlur, hlýtt og logn. Byrjunarlið Njarðvík; 1. Friðrik Árnason 2. Kristinn Björnsson 3. Rafn M. Vilbergsson 4. Snorri Már Jónsson 5. Árni Þ Ármannsson ( Einar Valur Árnason 77 m )6. Marteinn Guðjónsson 7. Magnús Ólafsson 8. Jón Fannar Guðmundsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Aron Már Smárason ( Sverrir Þór Sverrisson 54 m ) 11. Micheal Jónsson ( Hafsteinn Rúnarsson 71 m ) Gunnar Örn Einarsson Varamenn; 12. Kári Oddgeirsson 13. Einar Valur Árnason 14. Hafsteinn Rúnarsson 15. Sverrir Þór Sverrisson16. Jóhann Eyjólfsson . Leikskýrslan Umsögn heimasíðu ÍR Umsögn um leikinn á fótbolti.net Mynd / Magnús Ólafsson í baráttu við ÍR inga Rafn fagnar örðru marki sínu Marki Magnúsar fagnað Einar Valur í baráttunni Sverrir Þór með boltann Gunnar Sveinsson sækir að marki ÍR Ólafur Garðar var ánægður með sína menn Tveir þekktir úr stuðningsmannahópnum í Reykjavík Njarðvík heimsótti ÍR í Mjóddina í kvöld og sigraði örugglega 0 – 4. Það kom strax í ljós hvort liðið var sterkari aðilinn og einn af nýju mönnunum hjá okkur Rafn Vilbergsson skorði með gælsilegum skalla strax á 9 mín og aftur á 25 mín með góðu skoti utan úr teignum. Glæsileg byrjun hjá Rafni og á 28 mín bætti Magnús Ólafsson þriðja markinu við. Njarðvíkingar hefðu átt að bæta við tveimur mörkum í viðbót. Sóknir ÍR inga stoppuðu allar á sterkri vörn okkar. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og áttum nokkra góða möguleika á að skora en það var þó ekki fyrr en á 73 mín að Sverrir Þór annar ” nýliðinn ” setti fjórða markið. Eftir markið skall hurð oft nærri hælum við ÍR markið. Heimamenn áttu í leiknum eitt gott færi, fast skot sem Friðrik varði glæsilega. Leikurinn var í heild mjög fjörugur og var stuðnigsfólki okkar á pöllunum skemmt í kvöld. Aðstæður til leiks í kvöld var eins og það gerist best, góður völlur, hlýtt og logn. Byrjunarlið Njarðvík; 1. Friðrik Árnason 2. Kristinn Björnsson 3. Rafn M. Vilbergsson 4. Snorri Már Jónsson 5. Árni Þ Ármannsson ( Einar Valur Árnason 77 m )6. Marteinn Guðjónsson 7. Magnús Ólafsson 8. Jón Fannar Guðmundsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Aron Már Smárason ( Sverrir Þór Sverrisson 54 m ) 11. Micheal Jónsson ( Hafsteinn Rúnarsson 71 m ) Gunnar Örn Einarsson Varamenn; 12. Kári Oddgeirsson 13. Einar Valur Árnason 14. Hafsteinn Rúnarsson 15. Sverrir Þór Sverrisson16. Jóhann Eyjólfsson . Leikskýrslan Umsögn heimasíðu ÍR Umsögn um leikinn á fótbolti.net Mynd / Magnús Ólafsson í baráttu við ÍR inga Rafn fagnar örðru marki sínu Marki Magnúsar fagnað Einar Valur í baráttunni Sverrir Þór með boltann Gunnar Sveinsson sækir að marki ÍR Ólafur Garðar var ánægður með sína menn Tveir þekktir úr stuðningsmannahópnum í Reykjavík

