Stofnfundur Ungmark
Ungmark, minningasjóður um Mile heitinn fyrrverandi knattspyrnuþjálfara hér í Njarðvík var stofnaður í gærdag. Stofnundurinn fór fram í fundaraðstöðu Ungmennafélags Njarðvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Gunnar Þórarinsson setti fundin og bauð gesti velkomna sem voru aðalega úr röðum gamalla lærisveina Mile og núverandi stjórnarmanna. Einnig mætti bæjarstjóri Reykjanesbæjar Árni Sigfússon á fundin. Gunnar rakti hvening hugmyndin kom upp og þær hugmyndir að verkefnum sjóðsins en hann ásamt Guðmundi Sighvatssyni og Sævari Júlíussyni hafa undanfarnar vikur verið að undirbúa stofnfundinn. Fyrsta verkefni sjóðsins var að láta gera mynd af Mile sem sjóðurinn gefur knattspyrnudeildinni til varðveislu í félagsaðstöðu deildarinnar. Ekkja Miles Sigfríður Vilhjálmsdóttir og dóttir þeirra Sóley afhjúpuðu síðan myndina sem var hulin dúk fram að þessu. Mynd/ Mæðgurnar Sóley og Sigfríður við myndina af Mile Fyrsta stjórn sjóðsins Þórður, Guðmundur, Sævar, Gunnar og Oddgeir. Reglugerð um sjóðin var síðan samþykkt og í stjórn kostnir þeir Gunnar Þórarinsson, Guðmundur Sighvatsson og Sævar Júlíusson, varamenn bræðurinir Oddgeir óg Þórður Karlssynir. Skoðunarmenn reikninga Benjamín Friðriksson og Ólafur Thordersen. Hugmyndin er að mynda sjóðin með frjálsum framlögum frá öllum þeim sem vilja styðja verkefni þau sem sjóðurinn kæmi til með að standa fyrir. Allir þeir sem áhuga hafa á að leggja sjóðnum til stuðning geta lagt inná reikning 0542 – 14 – 1016 10 kt. 710192 – 2359. Fyrir utan Gunnar Þórarinsson tóku til máls á fundinum Freyr Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka og Leifur Gunnlaugsson formaður deildarinnar og skýrði hann frá því að stjórn deildarinnar hafi ákveðið að 5% af sölutekjum deildarinnar af getraunaum muni ganga til Ungmarks, með því vill stjórnin þakka þeim félögum fyrir framtakið og í leiðinni að leggja eitthvað fjárframlag til sjóðsins sem á eftir að skila sér vel ávaxtað til baka. Einnig vill stjórnin hvetja alla sem á einn og annan hátt hafa komið að starfsemi deildarinnar að leggja verkefninu lið með frjálsu framlagi. Þessi kaka var á boðstólum í kaffisamsæti eftir fundinn. Tveir af lærisveinum Miles Ólafur Gylfason og Albert Eðvaldsson Og aðrir tveir Benjamín Friðriksson og Ólafur Thordarsen Ungmark, minningasjóður um Mile heitinn fyrrverandi knattspyrnuþjálfara hér í Njarðvík var stofnaður í gærdag. Stofnundurinn fór fram í fundaraðstöðu Ungmennafélags Njarðvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Gunnar Þórarinsson setti fundin og bauð gesti velkomna sem voru aðalega úr röðum gamalla lærisveina Mile og núverandi stjórnarmanna. Einnig mætti bæjarstjóri Reykjanesbæjar Árni Sigfússon á fundin. Gunnar rakti hvening hugmyndin kom upp og þær hugmyndir að verkefnum sjóðsins en hann ásamt Guðmundi Sighvatssyni og Sævari Júlíussyni hafa undanfarnar vikur verið að undirbúa stofnfundinn. Fyrsta verkefni sjóðsins var að láta gera mynd af Mile sem sjóðurinn gefur knattspyrnudeildinni til varðveislu í félagsaðstöðu deildarinnar. Ekkja Miles Sigfríður Vilhjálmsdóttir og dóttir þeirra Sóley afhjúpuðu síðan myndina sem var hulin dúk fram að þessu. Mynd/ Mæðgurnar Sóley og Sigfríður við myndina af Mile Fyrsta stjórn sjóðsins Þórður, Guðmundur, Sævar, Gunnar og Oddgeir. Reglugerð um sjóðin var síðan samþykkt og í stjórn kostnir þeir Gunnar Þórarinsson, Guðmundur Sighvatsson og Sævar Júlíusson, varamenn bræðurinir Oddgeir óg Þórður Karlssynir. Skoðunarmenn reikninga Benjamín Friðriksson og Ólafur Thordersen. Hugmyndin er að mynda sjóðin með frjálsum framlögum frá öllum þeim sem vilja styðja verkefni þau sem sjóðurinn kæmi til með að standa fyrir. Allir þeir sem áhuga hafa á að leggja sjóðnum til stuðning geta lagt inná reikning 0542 – 14 – 1016 10 kt. 710192 – 2359. Fyrir utan Gunnar Þórarinsson tóku til máls á fundinum Freyr Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka og Leifur Gunnlaugsson formaður deildarinnar og skýrði hann frá því að stjórn deildarinnar hafi ákveðið að 5% af sölutekjum deildarinnar af getraunaum muni ganga til Ungmarks, með því vill stjórnin þakka þeim félögum fyrir framtakið og í leiðinni að leggja eitthvað fjárframlag til sjóðsins sem á eftir að skila sér vel ávaxtað til baka. Einnig vill stjórnin hvetja alla sem á einn og annan hátt hafa komið að starfsemi deildarinnar að leggja verkefninu lið með frjálsu framlagi. Þessi kaka var á boðstólum í kaffisamsæti eftir fundinn. Tveir af lærisveinum Miles Ólafur Gylfason og Albert Eðvaldsson Og aðrir tveir Benjamín Friðriksson og Ólafur Thordarsen

