Stórt tap i Laugardalnum
Fyrri umferð í 1. deild lauk í kvöld er við heimsóttum Þrótt í Laugardalinn, þar sem Þróttarar réðu gangi mála og sigruðu okkur örugglega 4 – 0. Þróttarar byrjuðu leikinn með látum en við náðum að komast smátt og smátt inní hann og náðum nokkrum góðum sókarlotum sem skiluðu engu. Það var svo á 35 mín að Þróttur náði forystunni með góðu marki, eftir markið átti þeir nokkur stórhættuleg upphlaup. Á 44 mín bættu þeir við marki sem skrifast sem sjálfsmark en í aðdraganda marksins var sóknarmaður Þróttar rangstæður sem línuvörður sleppti. Óhætt er að segja að þetta mark sló okkur út af laginu og byrjun okkar í seinni hálfleik bar þess merki. Þriðja mark Þróttar kom á 71 mín og við það var sem við vöknum og áttum nokkur hættuleg upphlaup, en að sama skapi voru sóknarmenn Þróttar klaufar að setja ekki nokkur mörk á okkur. Síðasta mark Þróttar kom síðan á 90 mín. Að leik loknum voru menn sammála að lið okkar hafi ekki átt jafn lélega leik í Íslandsmóti í mörg ár. Staðan í 1. deild að lokinni fyrri umferð Íslandsmót 1.deild ÞRÓTTUR – NJARÐVÍK 4 – 0 ( 2 – 0 ) Njarðvíkurvöllur Byrjunarlið Njarðvík 1.Rúnar Dór Daníelsson, 2.Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Ingi Magnússon ( Gunnar Sveinsson ), 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Eyþór Guðnason ( Aron Már Smárason ), 6.Einar Oddsson 7.Milan Janosevic, 8. Jón Fannar Guðmundsson ( Einar Freyr Sigurðsson ) , 9. Gunnar Sveinsson, 10.Guðni Erlendsson, 11.Magnús Ólafsson ( Gunnar Örn Einarsson ). Varamenn 12.Kristinn Björnsson,13.Aron Már Smárason, 14.Einar Freyr Sigurðsson, 15. Gunnar Örn Einarsson, 16.. Kristinn Örn Agnarson Myndir / úr leiknum í kvöld Fyrri umferð í 1. deild lauk í kvöld er við heimsóttum Þrótt í Laugardalinn, þar sem Þróttarar réðu gangi mála og sigruðu okkur örugglega 4 – 0. Þróttarar byrjuðu leikinn með látum en við náðum að komast smátt og smátt inní hann og náðum nokkrum góðum sókarlotum sem skiluðu engu. Það var svo á 35 mín að Þróttur náði forystunni með góðu marki, eftir markið átti þeir nokkur stórhættuleg upphlaup. Á 44 mín bættu þeir við marki sem skrifast sem sjálfsmark en í aðdraganda marksins var sóknarmaður Þróttar rangstæður sem línuvörður sleppti. Óhætt er að segja að þetta mark sló okkur út af laginu og byrjun okkar í seinni hálfleik bar þess merki. Þriðja mark Þróttar kom á 71 mín og við það var sem við vöknum og áttum nokkur hættuleg upphlaup, en að sama skapi voru sóknarmenn Þróttar klaufar að setja ekki nokkur mörk á okkur. Síðasta mark Þróttar kom síðan á 90 mín. Að leik loknum voru menn sammála að lið okkar hafi ekki átt jafn lélega leik í Íslandsmóti í mörg ár. Staðan í 1. deild að lokinni fyrri umferð Íslandsmót 1.deild ÞRÓTTUR – NJARÐVÍK 4 – 0 ( 2 – 0 ) Njarðvíkurvöllur Byrjunarlið Njarðvík 1.Rúnar Dór Daníelsson, 2.Bjarni Sæmundsson, 3. Kristinn Ingi Magnússon ( Gunnar Sveinsson ), 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Eyþór Guðnason ( Aron Már Smárason ), 6.Einar Oddsson 7.Milan Janosevic, 8. Jón Fannar Guðmundsson ( Einar Freyr Sigurðsson ) , 9. Gunnar Sveinsson, 10.Guðni Erlendsson, 11.Magnús Ólafsson ( Gunnar Örn Einarsson ). Varamenn 12.Kristinn Björnsson,13.Aron Már Smárason, 14.Einar Freyr Sigurðsson, 15. Gunnar Örn Einarsson, 16.. Kristinn Örn Agnarson Myndir / úr leiknum í kvöld

