Tap gegn Fjarðarbyggð
Njarðvík tapaði öðrum leik sínum í Íslandsmótinu 0 – 2 gegn Fjarðarbyggð á heimavelli í dag. Aðstæður til leiks voru slæmar í dag, sterkur vindur var og stóð á annað markið. Njarðvík hóf leikinn gegn vindinum og skapaði sér fljótlega færi og svo stangarskot sem ekki nýttust okkur. Á 18 mín kom fyrra mark gestana sem kom úr langskoti undan vindinum í bláhornið sem Friðrik kom engum vörnum við. Njarðvíkingar sóttu og voru að spila ágætlega í fyrri hálfleik án þess að ná að skora. Starx í byrjun seinnihálfleiks náðu gestirnir upphlaupi og að skora úr færi sem virtist ekki vera mikil hætta á ferðum. Eftir markið sóttum við á afláts til loka leiksins án þess að ná að minnka munin. Ólíkt og í fyrri hálfleik gekk okkur illa að spila boltanum undan sterkum vindinum, lið Fjarðarbyggðar lék varnarleikinn skipulega og var hann það sem færði þeim sanngjarnan sigur á okkur í dag. Byrjunarlið Njarðvík; 1. Friðrik Árnason 2. Kristinn Björnsson 3. Kristinn Ingi Magnússon ( Einar Valur Árnason 80m ) 4. Snorri Már Jónsson 5. Árni Þ Ármannsson ( Gunnar Örn Einarsson 61m )6. Marteinn Guðjónsson 7. Magnús Ólafsson ( 80m ) 8. Jón Fannar Guðmundsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Aron Már Smárason 11. Micheal Jónsson ( ) Gunnar Örn Einarsson Varamenn; 12. Kári Oddgeirsson 13. Einar Valur Árnason 14. Jóhann Eyjólfsson15. Haraldur Haraldsson16. Gunnar Örn Einarsson. Vegna bilunar í myndavélinni okkar, koma engar myndir úr leiknum. Mynd / Marteinn Guðjónsson í baráttunni. Njarðvík tapaði öðrum leik sínum í Íslandsmótinu 0 – 2 gegn Fjarðarbyggð á heimavelli í dag. Aðstæður til leiks voru slæmar í dag, sterkur vindur var og stóð á annað markið. Njarðvík hóf leikinn gegn vindinum og skapaði sér fljótlega færi og svo stangarskot sem ekki nýttust okkur. Á 18 mín kom fyrra mark gestana sem kom úr langskoti undan vindinum í bláhornið sem Friðrik kom engum vörnum við. Njarðvíkingar sóttu og voru að spila ágætlega í fyrri hálfleik án þess að ná að skora. Starx í byrjun seinnihálfleiks náðu gestirnir upphlaupi og að skora úr færi sem virtist ekki vera mikil hætta á ferðum. Eftir markið sóttum við á afláts til loka leiksins án þess að ná að minnka munin. Ólíkt og í fyrri hálfleik gekk okkur illa að spila boltanum undan sterkum vindinum, lið Fjarðarbyggðar lék varnarleikinn skipulega og var hann það sem færði þeim sanngjarnan sigur á okkur í dag. Byrjunarlið Njarðvík; 1. Friðrik Árnason 2. Kristinn Björnsson 3. Kristinn Ingi Magnússon ( Einar Valur Árnason 80m ) 4. Snorri Már Jónsson 5. Árni Þ Ármannsson ( Gunnar Örn Einarsson 61m )6. Marteinn Guðjónsson 7. Magnús Ólafsson ( 80m ) 8. Jón Fannar Guðmundsson 9. Gunnar Sveinsson 10. Aron Már Smárason 11. Micheal Jónsson ( ) Gunnar Örn Einarsson Varamenn; 12. Kári Oddgeirsson 13. Einar Valur Árnason 14. Jóhann Eyjólfsson15. Haraldur Haraldsson16. Gunnar Örn Einarsson. Vegna bilunar í myndavélinni okkar, koma engar myndir úr leiknum. Mynd / Marteinn Guðjónsson í baráttunni.

