Tap í Mosfellsbæ í kvöld
Afturelding sigraði Njarðvík 2 – 0 í Mosfellsbænum í kvöld. Þessi leikur í kvöld var sennilega sá lélegasti sem við höfum átt í sumar. Fyrra mark Aftueldingar kom á 18 mín eftir að við höfðum tapað boltanum klaufalega og þeir náðu að koma boltanum fyrir markið og skora af stuttu færi. Stuttu seinna fengum við gullið tækifæri til að jafna þegar markvörður Aftueldingar varði vítaspyrnu Sverris Þórs sem dæmd var eftir að Sverrir var felldur. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik sóttum við meira en þeir börðust og lögðu sig í verkefnið og áttu hættulegasta færið, skalla í stöng. Sverrir Þór reynir skot Seinna markið kom á 65 mín og var aðdragandinn sá sami og í fyrra markinu, mistök sem ekki eiga að sjást hjá okkar mönnum. Fram að leikslokum sóttum við látlaust en engin sókarlota okkar skilaði marki fyrr en á lokamínótunni þegar gott skot frá Snorra Má rataði í netið, alltof seint. Micheal liggur á vellinum og leikmenn deilda við dómarannn Eins og áður sagði var þetta sennilegast lélegasti leikur okkar í sumar, við þurftum að gera miklu betur ef við áttum að vinna þennan leik. Það er ekki venja að hnýta í dómara hér á fréttasíðunni en samt verður að skýra aðeins frá tríóinu. Þeir áttu sennilega lélegasta leikinn, dómarinn lokaði augunum fyrir augljósum brotum og dæmdi ekki fyrr en hann var minntur á það, þetta er ekki gott mál því þetta býður aðeins uppá leiðinlega knattspyrnu. Gróft brot á Micheal í fyrri hálfleik sem á að vera beint rautt, þar sem leikmaður Aftureldingar var heppinn að ekki urðu alvarleg meiðsli úr. Aron Már Smárason lék í kvöld sinn 40 leik, Friðrik Árnason sinn 80, Jón Fannar sinn 50 og Kristinn Björnsson sinn 30 leik. Mynd / Hafsteinn Rúnarsson Leikskýrslan Aftuelding – Njarðvík 2 – 0 Baráttan um boltann Árni í baráttu við leikmann Aftureldingar Afturelding sigraði Njarðvík 2 – 0 í Mosfellsbænum í kvöld. Þessi leikur í kvöld var sennilega sá lélegasti sem við höfum átt í sumar. Fyrra mark Aftueldingar kom á 18 mín eftir að við höfðum tapað boltanum klaufalega og þeir náðu að koma boltanum fyrir markið og skora af stuttu færi. Stuttu seinna fengum við gullið tækifæri til að jafna þegar markvörður Aftueldingar varði vítaspyrnu Sverris Þórs sem dæmd var eftir að Sverrir var felldur. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik sóttum við meira en þeir börðust og lögðu sig í verkefnið og áttu hættulegasta færið, skalla í stöng. Sverrir Þór reynir skot Seinna markið kom á 65 mín og var aðdragandinn sá sami og í fyrra markinu, mistök sem ekki eiga að sjást hjá okkar mönnum. Fram að leikslokum sóttum við látlaust en engin sókarlota okkar skilaði marki fyrr en á lokamínótunni þegar gott skot frá Snorra Má rataði í netið, alltof seint. Micheal liggur á vellinum og leikmenn deilda við dómarannn Eins og áður sagði var þetta sennilegast lélegasti leikur okkar í sumar, við þurftum að gera miklu betur ef við áttum að vinna þennan leik. Það er ekki venja að hnýta í dómara hér á fréttasíðunni en samt verður að skýra aðeins frá tríóinu. Þeir áttu sennilega lélegasta leikinn, dómarinn lokaði augunum fyrir augljósum brotum og dæmdi ekki fyrr en hann var minntur á það, þetta er ekki gott mál því þetta býður aðeins uppá leiðinlega knattspyrnu. Gróft brot á Micheal í fyrri hálfleik sem á að vera beint rautt, þar sem leikmaður Aftureldingar var heppinn að ekki urðu alvarleg meiðsli úr. Aron Már Smárason lék í kvöld sinn 40 leik, Friðrik Árnason sinn 80, Jón Fannar sinn 50 og Kristinn Björnsson sinn 30 leik. Mynd / Hafsteinn Rúnarsson Leikskýrslan Aftuelding – Njarðvík 2 – 0 Baráttan um boltann Árni í baráttu við leikmann Aftureldingar

