Tap í rokleik í Hafnafirði
ÍH / HV vann Njarðvik 2 – 1 í Íslandsmótinu í kvöld á Ásvöllum í Hafnafirði. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki góðar á Ásvöllum mikill vindur sem stóð á annað markið. Njarðvíkingar hófu leikinn undan sterkum vindi en heimamenn náðu forystunni strax á 10 mín þegar þeir náðu að skora eftir að annar línuvörðurinn sleppti rangstöðu á leikmanninn sem var vel fyrir innan. Njarðvíkingar pressuðu og sóttu stíft undan vindinum en ekkert gekk fyrr en Alexander Magnússon náði að skjóta föstu skoti með jörðinni sem markvörður þeirra réð ekki við. Njarðvikingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og sóttu fast að marki ÍHHV og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Heimamenn voru hættulegir í sókaraðgerðum undan vindinum og þeir náðu að komast yfir þegar stutt var eftir að leiknum eftir að hafa misst leikmann útaf eftir ljótt brot. Undir blálokin misstu þeir annan leikmann útaf fyrir svipað brot. Njarðvikingar gerðu harða hríð að marki heimamanna en ekkert gekk að jafna leikinn. Það vantar talsvert uppá hjá okkur og lítil gleði að sjá í leik liðsins, en vonandi hressist Eyjólfur en næsti leikur okkar er á þriðjudaginn gegn Hvíta riddaranum í VISA bikarnum á heimavelli. Aðstæður voru ekki uppá það besta eins og áður sagði en það kom jafnt niður. Dusan Ivkovic lék sinn fyrsta leik með Njarðvik í kvöld og verður gaman að fylgjast með honum þegar hann verður komin í góða leikæfingu og farin að finna sig. Byrjunarlið Njarðvik; 1. Ingvar Jónsson 16. Kristinn Örn Agnarsson (Víðir Einarsson) 10.Milos Tanasic, 7.Einar Valur Árnason 6. Gestur Gylfason, 4.Árni Þór Ármannsson (Bjarni Steinar Sveinbjörnsson) 9.Ólafur Jón Jónsson, 25. Alexander Magnússon, 8. Rafn Vilbergsson (Ísak Örn Þórðarson) 18. Frans Elvarsson 19. Dusan Ivkovic Varamenn; 21. Almar Eli Færseth 3. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 15. Víðir Einarsson 19. Ísak Örn Þórðarson 28. Jón Þór Elfarsson, Myndirnar eru úr rokleiknum í kvöld ÍH / HV vann Njarðvik 2 – 1 í Íslandsmótinu í kvöld á Ásvöllum í Hafnafirði. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki góðar á Ásvöllum mikill vindur sem stóð á annað markið. Njarðvíkingar hófu leikinn undan sterkum vindi en heimamenn náðu forystunni strax á 10 mín þegar þeir náðu að skora eftir að annar línuvörðurinn sleppti rangstöðu á leikmanninn sem var vel fyrir innan. Njarðvíkingar pressuðu og sóttu stíft undan vindinum en ekkert gekk fyrr en Alexander Magnússon náði að skjóta föstu skoti með jörðinni sem markvörður þeirra réð ekki við. Njarðvikingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og sóttu fast að marki ÍHHV og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Heimamenn voru hættulegir í sókaraðgerðum undan vindinum og þeir náðu að komast yfir þegar stutt var eftir að leiknum eftir að hafa misst leikmann útaf eftir ljótt brot. Undir blálokin misstu þeir annan leikmann útaf fyrir svipað brot. Njarðvikingar gerðu harða hríð að marki heimamanna en ekkert gekk að jafna leikinn. Það vantar talsvert uppá hjá okkur og lítil gleði að sjá í leik liðsins, en vonandi hressist Eyjólfur en næsti leikur okkar er á þriðjudaginn gegn Hvíta riddaranum í VISA bikarnum á heimavelli. Aðstæður voru ekki uppá það besta eins og áður sagði en það kom jafnt niður. Dusan Ivkovic lék sinn fyrsta leik með Njarðvik í kvöld og verður gaman að fylgjast með honum þegar hann verður komin í góða leikæfingu og farin að finna sig. Byrjunarlið Njarðvik; 1. Ingvar Jónsson 16. Kristinn Örn Agnarsson (Víðir Einarsson) 10.Milos Tanasic, 7.Einar Valur Árnason 6. Gestur Gylfason, 4.Árni Þór Ármannsson (Bjarni Steinar Sveinbjörnsson) 9.Ólafur Jón Jónsson, 25. Alexander Magnússon, 8. Rafn Vilbergsson (Ísak Örn Þórðarson) 18. Frans Elvarsson 19. Dusan Ivkovic Varamenn; 21. Almar Eli Færseth 3. Bjarni Steinar Sveinbjörnsson 15. Víðir Einarsson 19. Ísak Örn Þórðarson 28. Jón Þór Elfarsson, Myndirnar eru úr rokleiknum í kvöld

